Það er útlit fyrir að þessi mánuður verði besti janúarmánuður í Kauphöllinni á Wall Street síðustu fimmtán árin. Óstöðugleikinn hefur ekki verið minni á markaðnum síðan í júlí síðastliðnum.
Hækkanir urðu á mörkuðum vestanhafs þriðju vikuna í röð og er þessi jákvæða þróun ekki síst rakinn til þess að húsnæðismarkaðurinn líitur allt öðruvísi út núna en hann gerði.
Aftur á móti er markaðurinn í Evrópu enn laskaður og urðu lækkanir þar í síðustu viku. Staðan á Evrópumarkaði hefur, eins og kunnugt er, verið stanslaus ógn við alheimshagkerfið að undanförnu.
Besti janúarmánuður í fimmtán ár
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


X-ið hans Musk virðist liggja niðri
Viðskipti erlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump
Viðskipti erlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent