Viðskipti innlent

Tekjurnar af Contraband námu 3,5 milljörðum um helgina

Að teknu tilliti til miðasölunnar utan Bandaríkjanna á mynd Baltasars Kormáks, Contraband, voru heildartekjurnar af myndinni yfir 30 milljónir dollara eða um 3,5 milljarðar króna um helgina.

Í Bandaríkjunum er áætlað að miðar fyrir 28,4 milljónir dollara hafi selst og í löndum utan Bandaríkjanna nam miðasalan 1,5 milljónum dollara. Mest af þeim tekjum koma frá Rússlandi þar sem miðar seldust fyrir milljón dollara.

Þetta þýðir að myndin náði inn vel fyrir framleiðslukostnaðinum á fyrstu helginni en sá kostnaður nam 25 milljónum dollara að því er segir í Hollywood Reporter. Myndin var frumsýnd í sjö löndum utan Bandaríkjanna um helgina og munu tíu lönd bætast við í þessari viku.


Tengdar fréttir

Mynd Baltasars stærsta opnun í sögu Working Title kvikmyndaversins

Frumsýning á Contraband, Hollywood-mynd Baltasars Kormáks, er stærsta opnun í sögu Working Title kvikmyndaversins en áætlað er að kvikmyndin hafi halað inn 28,5 milljónir dollara á sinni fyrstu sýningarhelgi, jafnvirði 3,5 milljarða króna. Tekjurnar fóru fram úr björtustu vonum, segir Baltasar Kormákur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×