Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi vegna þeirrar spennu sem ríkir í samskiptum Íran við vestrænar þjóðir.
Eins og kunnugt er af fréttum hafa Íranir hótað því að loka Hormuz sundi en stór hluti af hráolíuflutningum heimsins á sjó fer í gegnum sundið.
Bandaríska léttolían er komin yfir 100 dollara á tunnuna að nýju og hækkaði um 1,5% í gærdag. Fyrir áramótin fór verðið á léttolíunni niður í tæpa 95 dollara á tunnuna. Brent olían hækkaði um 1,2% í gærdag og er verðið komið í yfir 109 dollara á tunnuna.
Sérfræðingar reikna með frekari hækkunum á næstunni, því er segir í frétt á Reuters um málið.
