Tölvuþrjótum hefur tekist að stela um 100 milljónum af lykilorðum frá mörgum stórum og vinsælum netþjónustum í Kína.
Fjallað er um málið í Jyllandsposten en þar kemur fram að tölvuþrjótarnir hafi brotist inn í netþjónusturnar yfir jólin eða á tímabilinu frá 21. desember og fram á annan í jólum.
Jyllandsposten vitnar í netöryggisþjónustuna Threatpost sem segir að tugum milljóna af lykilorðum hafi verið stolið frá netþjónustunni Sina Weibo sem er hliðstæða Twitter í Kína. Stuldurinn hafi einnig náð til annarra vinsælla samskiptasíðna á netinu, blogga, netverslana og spilavefsíðna.
Í framhaldinu munu tölvuþrjótarnir hafa gert þessi 100 milljón lykilorð aðgengileg á netinu. Í Threatpost segir að netþjónusturnar sjálfar eigi hluta af sökinni á að árásin heppnaðist. Lykilorðavernd þeirra hafi ekki verið nægilega öflug og hugsanlega ekki uppfyllt þær öryggiskröfur sem gerðar eru um slíka vernd.
Tölvuþrjótar stálu 100 milljónum lykilorða í Kína

Mest lesið

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent


Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag
Viðskipti innlent


Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent
