
Velviljaðir dýrum, vinsamlega athugið
Ný lög um málefni dýra hafa lengi verið í smíðum og hefur mikið verið til þeirra vandað. Lokadrög laganna fóru inn í ráðuneyti í maí á síðasta ári og eru nú komin þaðan inn á borð stjórnarflokkanna, en fara síðan í nefnd, væntanlega umhverfisnefnd, áður en þau koma formlega á borð Alþingis. Drögin sem fóru inn í ráðuneytið taka til margra þátta um velferð dýra sem ekki er víst að hagsmunaaðilar sætti sig að öllu leyti við, enda gæti þar verið þrengt að beinum hagnaði þeirra og gerð krafa til vandaðri umsýslu um meðferð dýranna en nú er. Í vinnu við lög sem þessi eru drög iðulega send til umsagnar og frekari úrvinnslu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í þeim málaflokki sem við á. Þótt það virðist ef til vill sérstakt að að tala um dýr sem beina hagsmunaaðila, í hvaða samhengi sem er, þá blasir þó við að í þessu máli eru dýrin einmitt beinir hagsmunaaðilar. Dýr hafa auðvitað ekki rödd til að koma fram með sín málefni; ekki nema í gegnum okkur, menn og konur sem láta sig aðbúnað og málefni dýra varða.
Velbú eru íslensk félagasamtök um velferð búfjár. Við teljum mikilvægt að vernda hinn hefðbundna íslenska fjölskyldubúskap, þar sem, þegar forsendur eru eðlilegar, er almennt farið vel með dýr - og við viljum sporna af krafti gegn því sem nú er kallað verksmiðjuframleiðsla, þar sem hagsmunir dýranna eru iðulega fyrir borð bornir. Það síðarnefnda er nokkuð vel falið fyrir almenningi og margir gera því miður ekki greinarmun á þessu tvennu, hefðbundnum búskap og verksmiðjuframleiðslu dýra.
Við biðjum þá sem ekki er sama um hag dýranna um að fylgjast með þessum lögum og kynna sér drögin að þeim. Drögin má finna (eftir nokkra leit) inni á vef landbúnaðarráðuneytisins, en einnig sendum við í Velbú þau til þeirra sem þess óska. Sérstaklega er mikilvægt að skima þann mun sem er á drögunum og þeim lögum sem lögð verða fyrir Alþingi. Hér þarf að hafa hagsmuni dýranna í huga. Með því að taka þátt í samtali samfélagsins um þessi mál er hægt að færa þau til betri vegar og verður hver að hafa trú á að hans framlag skipti máli. Sérhver Íslendingur sem sendir kurteisa fyrirspurn um þessi mál til ráðuneytis, nefndar, alþingismanna eða lætur á annan hátt í sér heyra á málefnalegan máta, leggur þannig á vogarskálarnar þá vigt sem að lokum verður nógu þung til að skipta máli. Vanmetum það ekki. Verum til staðar fyrir dýrin.
Skoðun

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar