Kynning fornleifa í Vogum 24. mars 2012 06:00 Fyrir fimm árum samdi Sveitarfélagið Vogar (sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur) við Fornleifastofnun Íslands um að skrá fornleifar í öllu landi sveitarfélagsins. Gerður var samningur til 10 ára og verkinu skipt í áfanga. Þetta er mikið átak fyrir sveitarfélag með 1.200 íbúa. Nú er komin út 300 blaðsíðna áfangaskýrsla með ljósmyndum, teikningum, hnitum, texta og kortum um 700 fornleifar á um helmingi jarða í sveitarfélaginu. Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur, einn af höfundum skýrslunnar, mun kynna hana laugardaginn 24. mars kl. 14 í Álfagerði í Vogum og er það þáttur í Safnahelgi á Suðurnesjum. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Sjóður fornleifa Í skýrslunni kemur fram að óvenju mikið er af fornleifum í Vogum og á Vatnsleysuströnd, enda eitt þéttbýlasta svæði landsins um aldir. Svæðið á sér merka sögu útvegsbúskapar og geymir fjársjóð minja um búsetu og atvinnuhætti. Skráning þessara minja var skammt á veg komin fyrir fimm árum þegar skráningarátakið hófst. Elstu lögbýlin á skráningarsvæðinu eru Stóru-Vogar, Minni-Vogar, Auðnar, Þórustaðir, Kálfatjörn, Bakki, Flekkuvík og Landakot. Á jörðum þessum var margbýlt. Alls eru skráð á þeim 56 býli og eru 24 þeirra nefnd í Jarðabókinni 1703 en önnur að líkindum yngri. Búast má við að bæjarhólar þessara býla geymi öðru fremur heimildir um það líf sem hér var lifað um aldir. Skráður var mikill fjöldi lendinga, eða 46, en mannaverk sjást aðeins á 16 þeirra. Skráð eru 14 naust og fundust leifar 9 þeirra. Skráðar eru 8 verbúðir og 4 sjóbúðir og sjást minjar um þrjár verbúðir og eina sjóbúð. Það vekur athygli hve mikið af þessum fornminjum eru horfið í hafið. Garðar eru fjær sjó og hafa varðveist betur, af 38 skráðum görðum sáust leifar af öllum nema fjórum. Útihús eru forgengilegri, af 80 útihúsum sjást minjar um aðeins 34. Einnig voru skráð 7 fjárskýli (Staðarborg við Kálfatjörn stærst og þekktust) og 13 sel, flest uppi í heiði. Hafa skal hugfast að hér er aðeins rætt um þann tæpa helming byggðarinnar sem búið er að skrá. Fróðlegt verður að sjá útkomuna eftir nokkur ár þegar skráningarátakinu lýkur. Það liggur lífið á Í Vogum og á Vatnsleysuströnd er mikið og ört landbrot af völdum sjávar. Sjórinn hefur þegar hirt nokkra bæjarhóla og fjölda minja um útræði og er því brýnt að hraða skráningu þeirra. Einnig er brýnt að nýta aldraða heimildarmenn áður en það er um seinan. Elsta núlifandi kynslóðin ólst upp við útiverk, fór um fótgangandi og þekkir þess vegna miklu betur til örnefna en yngra fólkið. Fornleifar geyma sögu okkar Í 9. grein þjóðminjalaga (frá 2001) segir: „Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar." Í sömu grein laganna er skilgreint hvað eru fornleifar. Þar segir m.a. „Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem: búsetulandslag, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og öskuhaugum – leifar af verbúðum, naustum – leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, – gömul tún- og akurgerði – og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita; gamlir vegir, varir, hafnir og bátalægi – vörður og vitar – brunnar, uppsprettur, álagablettir – áletranir, skipsflök eða hlutar úr þeim." Það sem hér er upp talið er til staðar í meiri eða minni mæli í Sveitarfélaginu Vogum og hefur að geyma sögu þess frá landnámi. Í aðalskipulagi 2008-2028 er hið forna búsetulandslag á Vatnsleysuströnd verndað í krafti skipulagslaga með hverfisvernd. Liðið er hátt á aðra öld síðan skráning fornleifa hófst hér á landi en þó er enn langt í heildstæða skrá um fornleifar. Við Íslendingar erum komnir mun skemur en nágrannaþjóðirnar á þessu sviði menningar. Við erum að vísu fámenn þjóð í stóru landi en á móti kemur að saga mannsins er stutt hér á landi. Íslandssagan er fólgin í fornritum og fornleifum. Þjóðin hefur lengi viðurkennt mikilvægi þess að varðveita handritin og rannsaka þau og við hörmum að sum þeirra hafa glatast. Almennur skilningur á mikilvægi fornleifa er skammt á veg kominn. Merkar söguheimildir glatast þegar fornleifar verða jarðýtum og graftólum að bráð. Það er afar brýnt að skrá og vernda fornleifar. Að því loknu taka við miklar og spennandi rannsóknir til að hægt sé að lesa söguna sem fornleifarnar geyma, en minna liggur á þeirri vinnu ef verndin er trygg. Rannsóknirnar verða viðfangsefni margra komandi kynslóða. Þær munu kunna okkur þakkir fyrir fornleifar sem okkur tekst að vernda líkt og við erum þakklát þeim sem skrifuðu og varðveittu fornritin góðu og annálana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum samdi Sveitarfélagið Vogar (sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur) við Fornleifastofnun Íslands um að skrá fornleifar í öllu landi sveitarfélagsins. Gerður var samningur til 10 ára og verkinu skipt í áfanga. Þetta er mikið átak fyrir sveitarfélag með 1.200 íbúa. Nú er komin út 300 blaðsíðna áfangaskýrsla með ljósmyndum, teikningum, hnitum, texta og kortum um 700 fornleifar á um helmingi jarða í sveitarfélaginu. Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur, einn af höfundum skýrslunnar, mun kynna hana laugardaginn 24. mars kl. 14 í Álfagerði í Vogum og er það þáttur í Safnahelgi á Suðurnesjum. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Sjóður fornleifa Í skýrslunni kemur fram að óvenju mikið er af fornleifum í Vogum og á Vatnsleysuströnd, enda eitt þéttbýlasta svæði landsins um aldir. Svæðið á sér merka sögu útvegsbúskapar og geymir fjársjóð minja um búsetu og atvinnuhætti. Skráning þessara minja var skammt á veg komin fyrir fimm árum þegar skráningarátakið hófst. Elstu lögbýlin á skráningarsvæðinu eru Stóru-Vogar, Minni-Vogar, Auðnar, Þórustaðir, Kálfatjörn, Bakki, Flekkuvík og Landakot. Á jörðum þessum var margbýlt. Alls eru skráð á þeim 56 býli og eru 24 þeirra nefnd í Jarðabókinni 1703 en önnur að líkindum yngri. Búast má við að bæjarhólar þessara býla geymi öðru fremur heimildir um það líf sem hér var lifað um aldir. Skráður var mikill fjöldi lendinga, eða 46, en mannaverk sjást aðeins á 16 þeirra. Skráð eru 14 naust og fundust leifar 9 þeirra. Skráðar eru 8 verbúðir og 4 sjóbúðir og sjást minjar um þrjár verbúðir og eina sjóbúð. Það vekur athygli hve mikið af þessum fornminjum eru horfið í hafið. Garðar eru fjær sjó og hafa varðveist betur, af 38 skráðum görðum sáust leifar af öllum nema fjórum. Útihús eru forgengilegri, af 80 útihúsum sjást minjar um aðeins 34. Einnig voru skráð 7 fjárskýli (Staðarborg við Kálfatjörn stærst og þekktust) og 13 sel, flest uppi í heiði. Hafa skal hugfast að hér er aðeins rætt um þann tæpa helming byggðarinnar sem búið er að skrá. Fróðlegt verður að sjá útkomuna eftir nokkur ár þegar skráningarátakinu lýkur. Það liggur lífið á Í Vogum og á Vatnsleysuströnd er mikið og ört landbrot af völdum sjávar. Sjórinn hefur þegar hirt nokkra bæjarhóla og fjölda minja um útræði og er því brýnt að hraða skráningu þeirra. Einnig er brýnt að nýta aldraða heimildarmenn áður en það er um seinan. Elsta núlifandi kynslóðin ólst upp við útiverk, fór um fótgangandi og þekkir þess vegna miklu betur til örnefna en yngra fólkið. Fornleifar geyma sögu okkar Í 9. grein þjóðminjalaga (frá 2001) segir: „Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar." Í sömu grein laganna er skilgreint hvað eru fornleifar. Þar segir m.a. „Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem: búsetulandslag, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og öskuhaugum – leifar af verbúðum, naustum – leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, – gömul tún- og akurgerði – og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita; gamlir vegir, varir, hafnir og bátalægi – vörður og vitar – brunnar, uppsprettur, álagablettir – áletranir, skipsflök eða hlutar úr þeim." Það sem hér er upp talið er til staðar í meiri eða minni mæli í Sveitarfélaginu Vogum og hefur að geyma sögu þess frá landnámi. Í aðalskipulagi 2008-2028 er hið forna búsetulandslag á Vatnsleysuströnd verndað í krafti skipulagslaga með hverfisvernd. Liðið er hátt á aðra öld síðan skráning fornleifa hófst hér á landi en þó er enn langt í heildstæða skrá um fornleifar. Við Íslendingar erum komnir mun skemur en nágrannaþjóðirnar á þessu sviði menningar. Við erum að vísu fámenn þjóð í stóru landi en á móti kemur að saga mannsins er stutt hér á landi. Íslandssagan er fólgin í fornritum og fornleifum. Þjóðin hefur lengi viðurkennt mikilvægi þess að varðveita handritin og rannsaka þau og við hörmum að sum þeirra hafa glatast. Almennur skilningur á mikilvægi fornleifa er skammt á veg kominn. Merkar söguheimildir glatast þegar fornleifar verða jarðýtum og graftólum að bráð. Það er afar brýnt að skrá og vernda fornleifar. Að því loknu taka við miklar og spennandi rannsóknir til að hægt sé að lesa söguna sem fornleifarnar geyma, en minna liggur á þeirri vinnu ef verndin er trygg. Rannsóknirnar verða viðfangsefni margra komandi kynslóða. Þær munu kunna okkur þakkir fyrir fornleifar sem okkur tekst að vernda líkt og við erum þakklát þeim sem skrifuðu og varðveittu fornritin góðu og annálana.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun