Frasinn "leiða þjóðina saman – sameina þjóðina“ Hannes Bjarnason skrifar 2. maí 2012 08:00 Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls. Ég lagði upp í ferð um landið fullur af eldmóði og taldi mig svo sem vita ýmislegt um ýmislegt. Þar á meðal hafði ég hugmyndir í farteskinu um hvað ég vildi leitast við að sameina í fari þjóðarinnar eða þá hvernig ég myndi vilja leiða þjóðina saman. Varla var ég kominn út af Reykjavíkursvæðinu þegar ég hnaut um fyrstu steinvöluna. Tók fólk tali og hlustaði á það sem það hafði að segja. Af því réð ég fljótt að öll þau stóru orð og viska sem ég hafði tileinkað mér voru lítið annað en frasi án innihalds. Hinar gömlu átakalínur eiga sér lengri sögu en svo að við getum kennt efnahagshruninu um. Þær hafa lifað í þjóðinni í áratugi og hafa birst í margri mynd gegnum árin. Stundum eru það pólitískar umræður sem valda sárindum, stundum birtast átakalínurnar í líki landsbyggðar og þéttbýlis, stundum birtast átakalínurnar fjölskyldna á milli. Margfeldið er svo óendanlegt. Vissulega er það rétt að sundurleitir hópar standa hver á sínu og virðast afleiðingar þessa vera sár sem aldrei fá frið til að gróa – og kannski er það einmitt meiningin. Vissulega er það rétt að við verðum að bera virðingu hvert fyrir öðru og ekki minnst okkur sjálfum. Og vissulega er það rétt að við verðum að vinna að jöfnuði og virðingu okkar á milli. En umfram allt verðum við að tala saman og leggja okkur fram við það að læra um og skilja sjónarmið hvert annars. Viðurkenning á mismunandi sjónarmiðum og skilningur á því að við þurfum ekki öll að vera eins, hugsa eins eða haga okkur eins. Það er grunnsteinn sterkrar þjóðarsálar, þjóðarsálar sem getur lifað í sátt og samlyndi við sjálfa sig og aðra. Í hringferð minni um landið hef ég komist að því að ýmislegt veit ég – en mest á ég eftir ólært! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls. Ég lagði upp í ferð um landið fullur af eldmóði og taldi mig svo sem vita ýmislegt um ýmislegt. Þar á meðal hafði ég hugmyndir í farteskinu um hvað ég vildi leitast við að sameina í fari þjóðarinnar eða þá hvernig ég myndi vilja leiða þjóðina saman. Varla var ég kominn út af Reykjavíkursvæðinu þegar ég hnaut um fyrstu steinvöluna. Tók fólk tali og hlustaði á það sem það hafði að segja. Af því réð ég fljótt að öll þau stóru orð og viska sem ég hafði tileinkað mér voru lítið annað en frasi án innihalds. Hinar gömlu átakalínur eiga sér lengri sögu en svo að við getum kennt efnahagshruninu um. Þær hafa lifað í þjóðinni í áratugi og hafa birst í margri mynd gegnum árin. Stundum eru það pólitískar umræður sem valda sárindum, stundum birtast átakalínurnar í líki landsbyggðar og þéttbýlis, stundum birtast átakalínurnar fjölskyldna á milli. Margfeldið er svo óendanlegt. Vissulega er það rétt að sundurleitir hópar standa hver á sínu og virðast afleiðingar þessa vera sár sem aldrei fá frið til að gróa – og kannski er það einmitt meiningin. Vissulega er það rétt að við verðum að bera virðingu hvert fyrir öðru og ekki minnst okkur sjálfum. Og vissulega er það rétt að við verðum að vinna að jöfnuði og virðingu okkar á milli. En umfram allt verðum við að tala saman og leggja okkur fram við það að læra um og skilja sjónarmið hvert annars. Viðurkenning á mismunandi sjónarmiðum og skilningur á því að við þurfum ekki öll að vera eins, hugsa eins eða haga okkur eins. Það er grunnsteinn sterkrar þjóðarsálar, þjóðarsálar sem getur lifað í sátt og samlyndi við sjálfa sig og aðra. Í hringferð minni um landið hef ég komist að því að ýmislegt veit ég – en mest á ég eftir ólært!
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar