
Rannsóknar- og þróunarstarf lykill að stöðugum hagvexti
Fyrirtækin voru einkum stærri fyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Þau fjárfesta árlega fyrir um 45 milljarða evra í rannsóknum og þróun. Talið er að þessi upphæð sé samtals um 40% af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunar á svæðinu sem er umtalsverður hluti af fjárfestingum atvinnulífsins í heild. Almennt eru væntingar um fjárfestingar heldur lægri að meðaltali en fram kom í svipaðri könnun á síðasta ári (5%), sem endurspeglar versnandi efnahagsástand. En niðurstöðurnar gefa samt sem áður sterkt til kynna að fyrirtækin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að tileinka sér öflugt rannsóknar- og þróunarstarf sem lykilhvata að vexti og velsæld til framtíðar.
Þau fyrirtæki sem tóku þátt í könnuninni líta á innanhúss rannsóknar- og þróunarstarf sem megindrifkraft nýsköpunar, en næst á eftir koma markaðsrannsóknir og markaðssetning á nýjum vörum.
Þegar spurt var um áhrif stefnu stjórnvalda og utanaðkomandi þátta á nýsköpunarstarf þeirra lögðu fyrirtækin mikla áherslu á jákvæð áhrif fjárhagslegra hvata (þ.m.t. skattalegra), innlendra styrkja, fjárhagslegs stuðnings ESB og samstarfs opinberra og einkaaðila, bæði innanlands og á vettvangi ESB.
Sömu lögmál eiga við um íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 veldur því verulegum vonbrigðum. Skattahækkanir og niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, draga úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf.
Skortur á fjárfestingu og tæknimenntuðu starfsfólki leiðir til þess að íslensk fyrirtæki þurfa mörg hver að taka út vöxt sinn erlendis. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun og styðja við nýsköpunarstarf fyrirtækja.
Til að koma Íslandi út úr kreppunni þarf viðvarandi hagvöxt. Undirstaðan er fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á þekkingu og hugviti sem skapa verðmæti til útflutnings. Nýsköpun, öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og hæft starfsfólk er nauðsynleg forsenda þess að fyrirtæki vaxi og dafni.
Skoðun

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar

Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims
Stella Samúelsdóttir skrifar

Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein
Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Andaðu rólega elskan...
Ester Hilmarsdóttir skrifar

Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir
Bogi Ragnarsson skrifar

Kópavogsleiðinn
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum
Nótt Thorberg skrifar

Lærum að lesa og reikna
Jón Pétur Zimsen skrifar

Loforðið sem borgarstjóri gleymdi
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Kristrún, það er bannað að plata
Snorri Másson skrifar

Öndunaræfingar í boði SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Öndum rólega – á meðan húsið brennur
Magnús Magnússon skrifar

Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar
Halla Gunnarsdóttir skrifar

50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni?
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ferðalag úr fangelsi hugans
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hraðahindranir fyrir strætó
Sveinn Ólafsson skrifar

Íslenzkir sambandsríkissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Garðurinn okkar fyllist af illgresi
Davíð Bergmann skrifar

Nýtt landsframlag – og hvað svo?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum
Gunnar Salvarsson skrifar

Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu?
Hermann Helguson skrifar