Auðjöfur kaupir hlut í Orku Energy Þórður Snær Júlíusson skrifar 7. nóvember 2012 16:00 Richard F. Chandler Richard Chandler Corporation (RCC) keypti í sumar 33 prósenta hlut í móðurfélagi íslenska orkufyrirtækisins Orka Energy Holding ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,5 milljarð króna fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett í Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Samkvæmt lista Forbes var Chandler, sem er 53 ára og ókvæntur, fjórði ríkasti maður Singapore í lok síðasta árs og 230. ríkasti maður í heimi. Tímaritið sagði auð hans nema um 4,6 milljörðum dala, um 586 milljörðum króna. Orka Energy var stofnað snemma á síðasta ári. Eigandi þess Orka Energy Pte. Ltd., félags með skráð heimilisfesti í Singapore. Það er í eigu Hauks Harðarsonar, sem er kjölfestufjárfestir í félaginu, og starfsmanna þess. Í ágúst 2011 keypti Orka Energy félagið Enex-Kína af fyrrverandi eigendum þess, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Geysi Green Energy. Kaupverðið var um 1,6 milljarðar króna fyrir allt hlutaféð miðað við það verð sem OR fékk fyrir sinn tæplega fimmtungshlut. Það keypti einnig aðrar eignir sem höfðu verið inni í útrásararmi OR, REI. Um er að ræða Iceland America Energy og fjórðungshlut í Envent Holding ehf., sem á jarðhitafyrirtæki á Filippseyjum. Enex-Kína, sem nú heitir Orka Energy China ehf., á 49 prósenta hlut í kínversku félagi sem heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Development (SGE). Það vinnur að þróun, og til framtíðar rekstri, jarðvarmaorkuvera í Kína. Hitt 51 prósentið í félaginu er í eigu kínverska orkufyrirtækisins Sinopec, sem er fimmta stærsta fyrirtæki í heimi. Það er að öllu leyti í eigu kínverska ríkisins. Hjá SGE starfa um 260 manns og fyrirtækið hitar sem stendur upp um sex milljón fermetra af íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Það stefnir að því að auka þá hitaframleiðslu í 100 milljón fermetra fyrir árið 2020 auk þess sem það hyggur á stórtæka rafmagnsframleiðslu. Þann 20. apríl heimsótti fjölmenn sendinefnd Kínverja Ísland heim í tengslum við komu Wen Jiabao, forsætisráðherra landsins. Á meðal þeirra sem hingað komu var stjórnarformaður Sinopec, Fui Chengyu. Hann og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifuðu við það tilefni undir samkomulag sem breikkaði samstarfsgrundvöll fyrirtækjanna tveggja umtalsvert. Í júní keypti RCC síðan 33 prósent í móðurfélagi Orku Energy. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar var kaupverðið um tólf milljónir dala, 1,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu sem RCC sendi frá sér vegna þessa var haft eftir Richard F. Chandler, stjórnarformanni RCC, að félögin tvö hefðu sömu sýn á að virkja jarðvarmaorku. Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Orku Energy, vildi ekki tjá sig um starfsemi fyrirtækisins umfram það sem fram kom í tilkynningu RCC í júní síðastliðnum. Forsetinn styður Orka Energy og Orka Energy styður forsetannÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur komið umtalsvert við sögu í samskiptum Orku Energy við kínverska fyrirtækið Sinopec. Samkvæmt heimasíðu forsetaembættisins átti hann fund með Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy, í Singapore hinn 24. febrúar síðastliðinn. Þar ræddu þeir um "eflingu jarðhitanýtingar í Kína, á Filippseyjum og víðar". Þann 20. apríl birtist síðan önnur frétt á heimasíðu embættisins um jarðhitasamvinnu við Kína. Þar segir að forsetinn hafi fundað með Fu Chengyu, stjórnarformanni Sinopec, vegna þess að "Orka Energy og Sinopec hafa samið um gríðarlegar hitaveituframkvæmdir í Kína, sem m.a. felur í sér stærstu hitaveitur heims[…]Stjórnarformaður Sinopec lýsti því yfir að fyrirtækið, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims, hefði ákveðið að gera samvinnu við Ísland, Orku Energy og vísinda- og tæknisamfélagið á Íslandi, að forgangsmáli í orkustefnu fyrirtækisins á komandi árum og áratugum". Orka Energy var eitt af níu félögum sem studdi framboð Ólafs Ragnars til forseta síðastliðið sumar. Félagið greiddi samtals 200 þúsund krónur í kosningasjóð hans. Lögfræðistofa Gunnars Thoroddsen ehf., sem er í eigu Gunnars Thoroddsen, framkvæmdastjóra Orku Energy, studdi einnig Ólaf með 200 þúsund króna framlagi. Alls námu framlög lögaðila 1.390 þúsundum króna.Fui Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifa undir samstarfssamning í Þjóðmenningarhúsinu í apríl síðastliðnum. Forsætisráðherrarnir Wen Jiabao og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með. Illugi og Orka Energy Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Richard Chandler Corporation (RCC) keypti í sumar 33 prósenta hlut í móðurfélagi íslenska orkufyrirtækisins Orka Energy Holding ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,5 milljarð króna fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett í Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Samkvæmt lista Forbes var Chandler, sem er 53 ára og ókvæntur, fjórði ríkasti maður Singapore í lok síðasta árs og 230. ríkasti maður í heimi. Tímaritið sagði auð hans nema um 4,6 milljörðum dala, um 586 milljörðum króna. Orka Energy var stofnað snemma á síðasta ári. Eigandi þess Orka Energy Pte. Ltd., félags með skráð heimilisfesti í Singapore. Það er í eigu Hauks Harðarsonar, sem er kjölfestufjárfestir í félaginu, og starfsmanna þess. Í ágúst 2011 keypti Orka Energy félagið Enex-Kína af fyrrverandi eigendum þess, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Geysi Green Energy. Kaupverðið var um 1,6 milljarðar króna fyrir allt hlutaféð miðað við það verð sem OR fékk fyrir sinn tæplega fimmtungshlut. Það keypti einnig aðrar eignir sem höfðu verið inni í útrásararmi OR, REI. Um er að ræða Iceland America Energy og fjórðungshlut í Envent Holding ehf., sem á jarðhitafyrirtæki á Filippseyjum. Enex-Kína, sem nú heitir Orka Energy China ehf., á 49 prósenta hlut í kínversku félagi sem heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Development (SGE). Það vinnur að þróun, og til framtíðar rekstri, jarðvarmaorkuvera í Kína. Hitt 51 prósentið í félaginu er í eigu kínverska orkufyrirtækisins Sinopec, sem er fimmta stærsta fyrirtæki í heimi. Það er að öllu leyti í eigu kínverska ríkisins. Hjá SGE starfa um 260 manns og fyrirtækið hitar sem stendur upp um sex milljón fermetra af íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Það stefnir að því að auka þá hitaframleiðslu í 100 milljón fermetra fyrir árið 2020 auk þess sem það hyggur á stórtæka rafmagnsframleiðslu. Þann 20. apríl heimsótti fjölmenn sendinefnd Kínverja Ísland heim í tengslum við komu Wen Jiabao, forsætisráðherra landsins. Á meðal þeirra sem hingað komu var stjórnarformaður Sinopec, Fui Chengyu. Hann og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifuðu við það tilefni undir samkomulag sem breikkaði samstarfsgrundvöll fyrirtækjanna tveggja umtalsvert. Í júní keypti RCC síðan 33 prósent í móðurfélagi Orku Energy. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar var kaupverðið um tólf milljónir dala, 1,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu sem RCC sendi frá sér vegna þessa var haft eftir Richard F. Chandler, stjórnarformanni RCC, að félögin tvö hefðu sömu sýn á að virkja jarðvarmaorku. Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Orku Energy, vildi ekki tjá sig um starfsemi fyrirtækisins umfram það sem fram kom í tilkynningu RCC í júní síðastliðnum. Forsetinn styður Orka Energy og Orka Energy styður forsetannÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur komið umtalsvert við sögu í samskiptum Orku Energy við kínverska fyrirtækið Sinopec. Samkvæmt heimasíðu forsetaembættisins átti hann fund með Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy, í Singapore hinn 24. febrúar síðastliðinn. Þar ræddu þeir um "eflingu jarðhitanýtingar í Kína, á Filippseyjum og víðar". Þann 20. apríl birtist síðan önnur frétt á heimasíðu embættisins um jarðhitasamvinnu við Kína. Þar segir að forsetinn hafi fundað með Fu Chengyu, stjórnarformanni Sinopec, vegna þess að "Orka Energy og Sinopec hafa samið um gríðarlegar hitaveituframkvæmdir í Kína, sem m.a. felur í sér stærstu hitaveitur heims[…]Stjórnarformaður Sinopec lýsti því yfir að fyrirtækið, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims, hefði ákveðið að gera samvinnu við Ísland, Orku Energy og vísinda- og tæknisamfélagið á Íslandi, að forgangsmáli í orkustefnu fyrirtækisins á komandi árum og áratugum". Orka Energy var eitt af níu félögum sem studdi framboð Ólafs Ragnars til forseta síðastliðið sumar. Félagið greiddi samtals 200 þúsund krónur í kosningasjóð hans. Lögfræðistofa Gunnars Thoroddsen ehf., sem er í eigu Gunnars Thoroddsen, framkvæmdastjóra Orku Energy, studdi einnig Ólaf með 200 þúsund króna framlagi. Alls námu framlög lögaðila 1.390 þúsundum króna.Fui Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifa undir samstarfssamning í Þjóðmenningarhúsinu í apríl síðastliðnum. Forsætisráðherrarnir Wen Jiabao og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira