Innlent

Munnlegur málflutningur í Icesave eftir hálfan mánuð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Munnlegur málflutningur í Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum fer fram á þriðjudaginn 18. september klukkan tíu að staðartíma. Málflutningurinn fer fram í Luxemborg.

Eins og oft hefur verið rifjað upp var Icesave reikningum gamla Landsbankans í Hollandi og Bretlandi lokað í miðju hruninu árið 2008 en bresk og hollensk stjórnvöld tryggðu innistæður á reikningunum. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á greiðslu lágmarkstryggingar, rúmlega 20 þúsund evra á hvern innstæðueiganda.

Greiðslur úr þrotabúi Landsbankans til Breta og Hollendinga eru þegar hafnar og hefur um þriðjungur verið greiddur út. Tölur frá slitastjórn Landsbankans benda til þess að langstærstur hluti, ef ekki allur hluti af kröfum vegna Icesave muni fást úr þrotabúi bankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×