Innlent

Ákærður fyrir að sigla drukkinn á trébát fyrrverandi þingmanns

VG skrifar
Sokkin Salka. Frá aðgerðum í október á síðasta ári eftir að Salka var sigld í kaf.
Sokkin Salka. Frá aðgerðum í október á síðasta ári eftir að Salka var sigld í kaf. Mynd / Hilmar Bragi
Skipstjóri hefur verið ákærður í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot á áfengis- og siglingalögum þegar hann sigldi skipinu Rán GK91 inni í Sandgerðishöfn í október á síðasta ári og að lokum á annan bát.

Skipstjórinn er sakaður um að hafa verið drukkinn þegar hann sigldi inni í höfnina en samkvæmt ákæruskjali mældist 0,7 prómíl í blóði skipstjórans sem er rúmlega fimmtugur.

Þegar skiptstjórinn ætlaði að leggjast að bryggjunni sigldi hann skipinu á trébátinn Sölku sem sökk í kjölfarið. Sá bátur var í eigu fyrrverandi þingmanns Frjálslynda flokksins, Grétars Mar Jónssonar, en í viðtali við dv.is um málið á síðasta ári sagði hann: „Það er alltaf sorglegt að sjá skip sökkva. Það er ömurlegt."

Ekki liggur fyrir hvort hinn ákærði hafi játað brotið en málið var þingfest í gær. Því var svo frestað til 21. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×