Innlent

Afinn fullur með barnabarnið í bílnum

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Roskinn karlmaður var á dögunum stöðvaður við umferðareftirlit í borginni. Hann reyndist vera drukkinn við stýrið og ekki nóg með það því ólögráða barnabarn hans var meðferðis í bílnum. Afinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en barnaverndaryfirvöld upplýst um málið vegna barnsins.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru ófá dæmi um foreldra sem aka drukknir eða undir áhrifum vímuefna með börn sín í bílnum. Slík mál koma upp nær mánaðarlega. Hins vegar er sjaldgæfara að afar og ömmur gerist sek um slíkt dómgreindarleysi. „En svo bregðast krosstré sem önnur tré," segir í tilkynningu frá lögreglu, eins og mál ofangreinds afa sannar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×