Íslenska körfuknattleikslandsliðið barðist hetjulega gegn Ísrael í Tel Aviv í kvöld en varð að sætta sig við sautján stiga tap, 92-75, að lokum.
Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega í fyrri hálfleik. Byrjaði með miklum látum og náði frumkvæðinu strax.
Strákarnir okkar leiddu allt þar til þrjár mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá komst ísraelska liðið yfir í fyrsta skipti í leiknum og leiddi með fjórum stigum, 42-38, í hálfleik.
Þrátt fyrir fína tilburði íslenska liðsins hélt bilið að breikka og Ísrael náði tíu stiga forskoti, 59-49, er þriðji leikhluti var rúmlega hálfnaður.
Þegar þriðji leikhlutinn var allur var munurinn ellefu stig, 67-56. Þetta bil náði íslenska liðið aldrei að brúa og því fór sem fór.
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig og 6 fráköst. Jón Arnór Stefánsson skoraði 20 stig og þeir Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij skoruðu báðir 10 stig.
Íslenska liðið er nú búið að leika átta leiki í sínum riðli og aðeins vinna einn en tapa sjö.
Sautján stiga tap í Tel Aviv

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn
