Okkar veikasta fólk Björn M. Sigurjónsson skrifar 11. september 2012 06:00 Þriðjudaginn 11. september verða haldnir minningartónleikar um mann sem lést á götum Reykjavíkur. Maðurinn var langt leiddur af áfengis- og vímuefnafíkn, lífshættulegum sjúkdómi sem kalla má faraldur í íslensku samfélagi. Af kynslóð fimmtán ára Íslendinga eru níu prósent líkur á því að stúlkur muni leita sér meðferðar einhvern tíma á ævinni. Líkurnar á því að drengir leiti sér meðferðar eru mun hærri eða átján prósent. Af núlifandi Íslendingum, fimmtán ára og eldri, hafa rúmlega sjö prósent komið til meðferðar hjá SÁÁ. Um leið og við minnumst þessa manns er ástæða til að beina sjónum að þeim viðhorfum samfélagsins sem valda því að fárveiku fólki er úthýst og það gert að utangarðsfólki. Á götum Reykjavíkur er talið að séu um 50-70 manns sem eru svo veikir af áfengis- og fíknisjúkdómum að þeir hafa litla von um að ná bata. Þeir búa utangarðs, ekki sakir þess hvernig sjúkdómurinn hefur leikið þá, heldur vegna þess að samfélagið hefur hafnað þeim, úthýst þeim og gert þeim ókleift að lifa og búa meðal manna. Hindrun þeirra til samfélagsins býr ekki í sjúkdómnum heldur viðbrögðum samfélagsins við sjúkdómseinkennum áfengis- og vímuefnafíknar. Úthýsingin er grundvölluð á þeirri almennu en röngu skoðun að þessir langveiku einstaklingar hafi haft einhvers konar val um „þá leið sem þeir kusu sér“, eða „ekki haft styrk og heiðarleika til þess að snúa við blaðinu“. Með úthýsingu finni þeir hversu harkalegt það er að vera utangarðs svo þeir sjái að sér og taki lækningu. Þessi aðferð er fáheyrð við meðferð annarra sjúkdóma. Þá hefur örlað á þeirri „lausn“ að gera þeim skýli, færa þá úr sjónmáli almennings, aðferð sem ber nokkurn blæ af viðhorfum fyrri alda gagnvart holdsveikum og berklasjúkum. Áfengis- og fíknisjúkdómar leggjast misþungt á einstaklinga, sumir verða lífshættulega veikir hratt en hjá öðrum getur sjúkdómurinn þróast á löngum tíma. Sjúkdómseinkenni langdrukkinna einstaklinga geta gert þá erfiða viðskiptis, dómgreind þeirra er brostin, hugsun óskýr og hegðun þeirra erfið fyrir almenning að fást við. En svo er einnig um marga aðra sjúkdóma. Það afsakar ekki það viðhorf að úthýsa veiku fólki og vísa því frá mannlegu samfélagi. Nær væri að yfirvöld og almenningur gengjust við því að okkar veikasta fólk þjáist af sjúkdómi sem heilbrigðisyfirvöldum og félagslegu kerfi ber að meðhöndla sem sjúkdóm en ekki sem valkvæða hegðun. Um leið og við minnumst mannsins sem lést skulum við taka höndum saman um viðhorfsbreytingu gagnvart okkar veikasta fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 11. september verða haldnir minningartónleikar um mann sem lést á götum Reykjavíkur. Maðurinn var langt leiddur af áfengis- og vímuefnafíkn, lífshættulegum sjúkdómi sem kalla má faraldur í íslensku samfélagi. Af kynslóð fimmtán ára Íslendinga eru níu prósent líkur á því að stúlkur muni leita sér meðferðar einhvern tíma á ævinni. Líkurnar á því að drengir leiti sér meðferðar eru mun hærri eða átján prósent. Af núlifandi Íslendingum, fimmtán ára og eldri, hafa rúmlega sjö prósent komið til meðferðar hjá SÁÁ. Um leið og við minnumst þessa manns er ástæða til að beina sjónum að þeim viðhorfum samfélagsins sem valda því að fárveiku fólki er úthýst og það gert að utangarðsfólki. Á götum Reykjavíkur er talið að séu um 50-70 manns sem eru svo veikir af áfengis- og fíknisjúkdómum að þeir hafa litla von um að ná bata. Þeir búa utangarðs, ekki sakir þess hvernig sjúkdómurinn hefur leikið þá, heldur vegna þess að samfélagið hefur hafnað þeim, úthýst þeim og gert þeim ókleift að lifa og búa meðal manna. Hindrun þeirra til samfélagsins býr ekki í sjúkdómnum heldur viðbrögðum samfélagsins við sjúkdómseinkennum áfengis- og vímuefnafíknar. Úthýsingin er grundvölluð á þeirri almennu en röngu skoðun að þessir langveiku einstaklingar hafi haft einhvers konar val um „þá leið sem þeir kusu sér“, eða „ekki haft styrk og heiðarleika til þess að snúa við blaðinu“. Með úthýsingu finni þeir hversu harkalegt það er að vera utangarðs svo þeir sjái að sér og taki lækningu. Þessi aðferð er fáheyrð við meðferð annarra sjúkdóma. Þá hefur örlað á þeirri „lausn“ að gera þeim skýli, færa þá úr sjónmáli almennings, aðferð sem ber nokkurn blæ af viðhorfum fyrri alda gagnvart holdsveikum og berklasjúkum. Áfengis- og fíknisjúkdómar leggjast misþungt á einstaklinga, sumir verða lífshættulega veikir hratt en hjá öðrum getur sjúkdómurinn þróast á löngum tíma. Sjúkdómseinkenni langdrukkinna einstaklinga geta gert þá erfiða viðskiptis, dómgreind þeirra er brostin, hugsun óskýr og hegðun þeirra erfið fyrir almenning að fást við. En svo er einnig um marga aðra sjúkdóma. Það afsakar ekki það viðhorf að úthýsa veiku fólki og vísa því frá mannlegu samfélagi. Nær væri að yfirvöld og almenningur gengjust við því að okkar veikasta fólk þjáist af sjúkdómi sem heilbrigðisyfirvöldum og félagslegu kerfi ber að meðhöndla sem sjúkdóm en ekki sem valkvæða hegðun. Um leið og við minnumst mannsins sem lést skulum við taka höndum saman um viðhorfsbreytingu gagnvart okkar veikasta fólki.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar