Innlent

Sjúkrasaga í almennum pósti

HSA Átti að senda viðkvæmar upplýsingar í ábyrgð.
HSA Átti að senda viðkvæmar upplýsingar í ábyrgð.
Persónuvernd segir Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) ekki hafa viðhaft nægilegar öryggisráðstafanir með því að senda sjúkraskrárupplýsingar til manns í almennum pósti en ekki með ábyrgðarpósti. Í kæru til Persónuverndar kvaðst maðurinn mjög ósáttur við að hafa fengið viðkvæmar persónuupplýsingar um sjálfan sig sendar á heimilisfang sem hann sé ekki skráður fyrir og ekki í ábyrgðarpósti.

„Öryggi er ekki nægilega tryggt þar sem allir geta gert mistök og bréfið hefði getað borist óviðkomandi til dæmis ef það hefði endað í röngum póstkassa, sem oft hefur gerst,“ sagði maðurinn. Persónuvernd hefur lagt fyrir HSA að kippa þessum málum í liðinn.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×