FME upplýsir ekki um eigendur Straums thordur@frettabladid.is skrifar 21. nóvember 2012 06:00 EFtirlit Fjármálaeftirlitið telur sig bundið þagnarskyldu um hverjir séu virkir eigendur Straums. Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri eftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Nauðasamningur 2010Kröfuhafar Straums-Burðaráss fjárfestingabanka samþykktu nauðasamning fyrir félagið um mitt ár 2010. Í kjölfarið var búið til eignaumsýslufélag, ALMC, utan um helstu eignir Straums, sem voru þá metnar á 1,2 milljarða evra, tæplega 200 milljarða króna. Um 90 prósent eignanna voru erlendis. Almennir kröfuhafar Straums urðu síðan eigendur ALMC eftir nauðasamningssamþykktina. Í tilkynningu frá árinu 2010 kom fram að „þeirra stærstir eru Landsbanki Íslands, Raffeisen Zentralbank Österreich, Goldman Sachs Lending Partners, Bayerische Landesbank og Deutsche Bank". Í helgarblaði Fréttablaðsins var síðan greint frá því að vogunarsjóðurinn Davidson Kempner væri einnig á meðal stærstu eigenda félagsins. Í tilkynningunni kom einnig fram að samþykkt nauðasamninganna hefði falið það í sér að almennir kröfuhafar hefðu eignast skuldabréf á ALMC sem samsvöruðu 99 prósentum af kröfum þeirra og hlutabréf sem samsvöruðu einu prósenti þeirra. Saman mynda skuldabréfin, sem geta gengið kaupum og sölum, og hlutabréfin, hlutdeildarskírteini. Deutsche Bank AG í Amsterdam heldur á yfir 99 prósentum af hlutdeildarskírteinum ALMC í hlutverki vörsluaðila fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Skuldabréfin eru síðan á gjalddaga í lok árs 2014 og munu þá umbreytast í almenna hluti í eignaumsýslufélaginu. Fékk fjárfestingaleyfi í fyrraEin af eignum ALMC er Straumur fjárfestingabanki, sem fékk fjárfestingabankaleyfi í byrjun september 2011. Hann hefur síðan stundað víðtæka fyrirtækjaþjónustu og meðal annars haft umsjón með hlutafjárútboði Eimskips. Bankinn sér auk þess um vörslu og umsýslu á öllum eignum SPB hf., sem áður hét Sparisjóðabanki Íslands. Markaðurinn beindi fyrirspurn til FME um hvort það hefði vitneskju um hverjir eigendur Straums væru hverju sinni og hvort hægt væri að nálgast þær upplýsingar ef þær lægju fyrir. Í svari eftirlitsins segir: „ALMC fer með virkan eignarhlut í Straumi hf. Í tengslum við mat á virkum eignarhlut í fjármálafyrirtæki er aflað upplýsinga um þá aðila sem fara með yfir 10% eignarhlut í virkum eiganda. Koma framangreindar upplýsingar inn í heildarmat á hæfi virks eiganda. Þess má geta að Fjármálaeftirlitið fær upplýsingar um virka eigendur í ALMC með reglubundnum hætti en getur á grundvelli þagnarskyldu ekki veitt aðgang að þeim upplýsingum." Fréttir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Nauðasamningur 2010Kröfuhafar Straums-Burðaráss fjárfestingabanka samþykktu nauðasamning fyrir félagið um mitt ár 2010. Í kjölfarið var búið til eignaumsýslufélag, ALMC, utan um helstu eignir Straums, sem voru þá metnar á 1,2 milljarða evra, tæplega 200 milljarða króna. Um 90 prósent eignanna voru erlendis. Almennir kröfuhafar Straums urðu síðan eigendur ALMC eftir nauðasamningssamþykktina. Í tilkynningu frá árinu 2010 kom fram að „þeirra stærstir eru Landsbanki Íslands, Raffeisen Zentralbank Österreich, Goldman Sachs Lending Partners, Bayerische Landesbank og Deutsche Bank". Í helgarblaði Fréttablaðsins var síðan greint frá því að vogunarsjóðurinn Davidson Kempner væri einnig á meðal stærstu eigenda félagsins. Í tilkynningunni kom einnig fram að samþykkt nauðasamninganna hefði falið það í sér að almennir kröfuhafar hefðu eignast skuldabréf á ALMC sem samsvöruðu 99 prósentum af kröfum þeirra og hlutabréf sem samsvöruðu einu prósenti þeirra. Saman mynda skuldabréfin, sem geta gengið kaupum og sölum, og hlutabréfin, hlutdeildarskírteini. Deutsche Bank AG í Amsterdam heldur á yfir 99 prósentum af hlutdeildarskírteinum ALMC í hlutverki vörsluaðila fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Skuldabréfin eru síðan á gjalddaga í lok árs 2014 og munu þá umbreytast í almenna hluti í eignaumsýslufélaginu. Fékk fjárfestingaleyfi í fyrraEin af eignum ALMC er Straumur fjárfestingabanki, sem fékk fjárfestingabankaleyfi í byrjun september 2011. Hann hefur síðan stundað víðtæka fyrirtækjaþjónustu og meðal annars haft umsjón með hlutafjárútboði Eimskips. Bankinn sér auk þess um vörslu og umsýslu á öllum eignum SPB hf., sem áður hét Sparisjóðabanki Íslands. Markaðurinn beindi fyrirspurn til FME um hvort það hefði vitneskju um hverjir eigendur Straums væru hverju sinni og hvort hægt væri að nálgast þær upplýsingar ef þær lægju fyrir. Í svari eftirlitsins segir: „ALMC fer með virkan eignarhlut í Straumi hf. Í tengslum við mat á virkum eignarhlut í fjármálafyrirtæki er aflað upplýsinga um þá aðila sem fara með yfir 10% eignarhlut í virkum eiganda. Koma framangreindar upplýsingar inn í heildarmat á hæfi virks eiganda. Þess má geta að Fjármálaeftirlitið fær upplýsingar um virka eigendur í ALMC með reglubundnum hætti en getur á grundvelli þagnarskyldu ekki veitt aðgang að þeim upplýsingum."
Fréttir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent