FME upplýsir ekki um eigendur Straums thordur@frettabladid.is skrifar 21. nóvember 2012 06:00 EFtirlit Fjármálaeftirlitið telur sig bundið þagnarskyldu um hverjir séu virkir eigendur Straums. Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri eftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Nauðasamningur 2010Kröfuhafar Straums-Burðaráss fjárfestingabanka samþykktu nauðasamning fyrir félagið um mitt ár 2010. Í kjölfarið var búið til eignaumsýslufélag, ALMC, utan um helstu eignir Straums, sem voru þá metnar á 1,2 milljarða evra, tæplega 200 milljarða króna. Um 90 prósent eignanna voru erlendis. Almennir kröfuhafar Straums urðu síðan eigendur ALMC eftir nauðasamningssamþykktina. Í tilkynningu frá árinu 2010 kom fram að „þeirra stærstir eru Landsbanki Íslands, Raffeisen Zentralbank Österreich, Goldman Sachs Lending Partners, Bayerische Landesbank og Deutsche Bank". Í helgarblaði Fréttablaðsins var síðan greint frá því að vogunarsjóðurinn Davidson Kempner væri einnig á meðal stærstu eigenda félagsins. Í tilkynningunni kom einnig fram að samþykkt nauðasamninganna hefði falið það í sér að almennir kröfuhafar hefðu eignast skuldabréf á ALMC sem samsvöruðu 99 prósentum af kröfum þeirra og hlutabréf sem samsvöruðu einu prósenti þeirra. Saman mynda skuldabréfin, sem geta gengið kaupum og sölum, og hlutabréfin, hlutdeildarskírteini. Deutsche Bank AG í Amsterdam heldur á yfir 99 prósentum af hlutdeildarskírteinum ALMC í hlutverki vörsluaðila fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Skuldabréfin eru síðan á gjalddaga í lok árs 2014 og munu þá umbreytast í almenna hluti í eignaumsýslufélaginu. Fékk fjárfestingaleyfi í fyrraEin af eignum ALMC er Straumur fjárfestingabanki, sem fékk fjárfestingabankaleyfi í byrjun september 2011. Hann hefur síðan stundað víðtæka fyrirtækjaþjónustu og meðal annars haft umsjón með hlutafjárútboði Eimskips. Bankinn sér auk þess um vörslu og umsýslu á öllum eignum SPB hf., sem áður hét Sparisjóðabanki Íslands. Markaðurinn beindi fyrirspurn til FME um hvort það hefði vitneskju um hverjir eigendur Straums væru hverju sinni og hvort hægt væri að nálgast þær upplýsingar ef þær lægju fyrir. Í svari eftirlitsins segir: „ALMC fer með virkan eignarhlut í Straumi hf. Í tengslum við mat á virkum eignarhlut í fjármálafyrirtæki er aflað upplýsinga um þá aðila sem fara með yfir 10% eignarhlut í virkum eiganda. Koma framangreindar upplýsingar inn í heildarmat á hæfi virks eiganda. Þess má geta að Fjármálaeftirlitið fær upplýsingar um virka eigendur í ALMC með reglubundnum hætti en getur á grundvelli þagnarskyldu ekki veitt aðgang að þeim upplýsingum." Fréttir Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Nauðasamningur 2010Kröfuhafar Straums-Burðaráss fjárfestingabanka samþykktu nauðasamning fyrir félagið um mitt ár 2010. Í kjölfarið var búið til eignaumsýslufélag, ALMC, utan um helstu eignir Straums, sem voru þá metnar á 1,2 milljarða evra, tæplega 200 milljarða króna. Um 90 prósent eignanna voru erlendis. Almennir kröfuhafar Straums urðu síðan eigendur ALMC eftir nauðasamningssamþykktina. Í tilkynningu frá árinu 2010 kom fram að „þeirra stærstir eru Landsbanki Íslands, Raffeisen Zentralbank Österreich, Goldman Sachs Lending Partners, Bayerische Landesbank og Deutsche Bank". Í helgarblaði Fréttablaðsins var síðan greint frá því að vogunarsjóðurinn Davidson Kempner væri einnig á meðal stærstu eigenda félagsins. Í tilkynningunni kom einnig fram að samþykkt nauðasamninganna hefði falið það í sér að almennir kröfuhafar hefðu eignast skuldabréf á ALMC sem samsvöruðu 99 prósentum af kröfum þeirra og hlutabréf sem samsvöruðu einu prósenti þeirra. Saman mynda skuldabréfin, sem geta gengið kaupum og sölum, og hlutabréfin, hlutdeildarskírteini. Deutsche Bank AG í Amsterdam heldur á yfir 99 prósentum af hlutdeildarskírteinum ALMC í hlutverki vörsluaðila fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Skuldabréfin eru síðan á gjalddaga í lok árs 2014 og munu þá umbreytast í almenna hluti í eignaumsýslufélaginu. Fékk fjárfestingaleyfi í fyrraEin af eignum ALMC er Straumur fjárfestingabanki, sem fékk fjárfestingabankaleyfi í byrjun september 2011. Hann hefur síðan stundað víðtæka fyrirtækjaþjónustu og meðal annars haft umsjón með hlutafjárútboði Eimskips. Bankinn sér auk þess um vörslu og umsýslu á öllum eignum SPB hf., sem áður hét Sparisjóðabanki Íslands. Markaðurinn beindi fyrirspurn til FME um hvort það hefði vitneskju um hverjir eigendur Straums væru hverju sinni og hvort hægt væri að nálgast þær upplýsingar ef þær lægju fyrir. Í svari eftirlitsins segir: „ALMC fer með virkan eignarhlut í Straumi hf. Í tengslum við mat á virkum eignarhlut í fjármálafyrirtæki er aflað upplýsinga um þá aðila sem fara með yfir 10% eignarhlut í virkum eiganda. Koma framangreindar upplýsingar inn í heildarmat á hæfi virks eiganda. Þess má geta að Fjármálaeftirlitið fær upplýsingar um virka eigendur í ALMC með reglubundnum hætti en getur á grundvelli þagnarskyldu ekki veitt aðgang að þeim upplýsingum."
Fréttir Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun