Færum Sjálfstæðisflokkinn aftur til fólksins í landinu Jakob F. Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn er á vegamótum. Hann hefur að ýmsu leyti fjarlægst uppruna sinn, gleymt hinum gömlu og góðu gildum sjálfstæðisstefnunnar. Í vissum skilningi má jafnvel segja að hann hafi fjarlægst fólkið í landinu, einstaklingana og lífsbaráttu þeirra, og samsamað sig um of sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum. Það er lífsnauðsyn að færa Sjálfstæðisflokkinn aftur til almennings og gera hann á ný að brjóstvörn einstaklinga og smáfyrirtækja gagnvart stórhagsmunum og alltumlykjandi ríkisvaldi. En það gerist ekki nema það eigi sér stað rækileg endurnýjun á framboðslistum flokksins. Það gerist ekki nema flokkurinn bjóði upp á frambjóðendur sem njóta trausts og búa yfir fjölbreyttri reynslu. Trúverðug og skýr stefna Landsstjórnin er í algerum ógöngum. Almenningur finnur það á sjálfum sér. Fólkið í þessu landi leitar að trúverðugum valkosti. Sjálfstæðisflokkurinn á að vera sá valkostur. Fólk vill leiðsögn. Sjálfstæðisflokkurinn á að veita þá leiðsögn. Hvernig á að leysa snjóhengjuvandann? Hvernig á að takast á við yfirgang erlendu vogunarsjóðanna? Hvernig á að bregðast við skuldavanda heimilanna og treysta í sessi séreign einstaklinga á húsnæði sínu? Hvernig á að brjótast út úr skattpíningarhlekkjum vinstri stjórnarinnar sem lama einstaklingsframtakið og drepa starfsemi smáfyrirtækja í dróma? Hvernig á að treysta stoðir sjávarútvegsins á ný? Hvernig á að hleypa nýju lífi í atvinnulífið og skapa hagvöxt sem gerir það meðal annars að verkum að fólkið sem flutti burt eftir bankahrunið snúi aftur heim til Íslands? Í öllum þessum efnum verður Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða upp á trúverðuga og skýra stefnu. Samhliða á hann að beita sér fyrir því að gerð verði víðtæk úttekt á ríkisgeiranum með það fyrir augum að laga hann að þörfum 300.000 manna þjóðfélags og þar með lækka svo um munar þær byrðar sem lagðar eru á skattgreiðendur þessa lands og skapa forsendur fyrir öflugu velferðar- og menntakerfi til framtíðar. Sjaldan hefur verið ríkari þörf á því en nú að vinna sjálfstæðisstefnunni framgang – treysta frelsi einstaklingsins, stuðla að frjálsu og öflugu atvinnulífi og standa vörð um sjálfstæði landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er á vegamótum. Hann hefur að ýmsu leyti fjarlægst uppruna sinn, gleymt hinum gömlu og góðu gildum sjálfstæðisstefnunnar. Í vissum skilningi má jafnvel segja að hann hafi fjarlægst fólkið í landinu, einstaklingana og lífsbaráttu þeirra, og samsamað sig um of sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum. Það er lífsnauðsyn að færa Sjálfstæðisflokkinn aftur til almennings og gera hann á ný að brjóstvörn einstaklinga og smáfyrirtækja gagnvart stórhagsmunum og alltumlykjandi ríkisvaldi. En það gerist ekki nema það eigi sér stað rækileg endurnýjun á framboðslistum flokksins. Það gerist ekki nema flokkurinn bjóði upp á frambjóðendur sem njóta trausts og búa yfir fjölbreyttri reynslu. Trúverðug og skýr stefna Landsstjórnin er í algerum ógöngum. Almenningur finnur það á sjálfum sér. Fólkið í þessu landi leitar að trúverðugum valkosti. Sjálfstæðisflokkurinn á að vera sá valkostur. Fólk vill leiðsögn. Sjálfstæðisflokkurinn á að veita þá leiðsögn. Hvernig á að leysa snjóhengjuvandann? Hvernig á að takast á við yfirgang erlendu vogunarsjóðanna? Hvernig á að bregðast við skuldavanda heimilanna og treysta í sessi séreign einstaklinga á húsnæði sínu? Hvernig á að brjótast út úr skattpíningarhlekkjum vinstri stjórnarinnar sem lama einstaklingsframtakið og drepa starfsemi smáfyrirtækja í dróma? Hvernig á að treysta stoðir sjávarútvegsins á ný? Hvernig á að hleypa nýju lífi í atvinnulífið og skapa hagvöxt sem gerir það meðal annars að verkum að fólkið sem flutti burt eftir bankahrunið snúi aftur heim til Íslands? Í öllum þessum efnum verður Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða upp á trúverðuga og skýra stefnu. Samhliða á hann að beita sér fyrir því að gerð verði víðtæk úttekt á ríkisgeiranum með það fyrir augum að laga hann að þörfum 300.000 manna þjóðfélags og þar með lækka svo um munar þær byrðar sem lagðar eru á skattgreiðendur þessa lands og skapa forsendur fyrir öflugu velferðar- og menntakerfi til framtíðar. Sjaldan hefur verið ríkari þörf á því en nú að vinna sjálfstæðisstefnunni framgang – treysta frelsi einstaklingsins, stuðla að frjálsu og öflugu atvinnulífi og standa vörð um sjálfstæði landsins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun