Handbolti

Aðgerð Arnórs heppnaðist vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason.
Arnór Atlason. Mynd/Vilhelm
Arnór Atlason gekkst í morgun undir aðgerð þar sem gert var að hásininni sem slitnaði í leik með þýska liðinu Flensburg um helgina.

Thorsten Lange framkvæmdi aðgerðina og sagði í viðtali á heimasíðu Flensburg að hún hefði gengið vel.

„Við saumuðum hásinina. Það gekk allt vel og við erum sannfærðir um að Arnór geti hafið endurhæfinguna sína innan skamms," sagði hann en Arnór mun dvelja á sjúkrahúsinu í nokkra daga til viðbótar.

„Það er hins vegar of snemmt að segja til um hvenær hann muni geta spilað á ný," sagði Lange.

Þýski landsliðsmaðurinn Lars Kaufmann, sem spilar í sömu stöðu og Arnór, heimsótti hann að aðgerðinni lokinni. Kaufmann er sjálfur frá vegna meiðsla sem og Petar Djordjic.

Flensburg gekk í morgun frá samningum við landsliðsmanninn Ólaf Gústafsson sem kemur frá FH í Hafnarfirði. Honum er ætlað að fylla í skarð þeirra næstu vikurnar og mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×