Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í karlakörfunni með 83-78 sigri á Fjölni í Dalhúsum í Grafarvogi í gær en Grindavík er eina liðið sem hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Grindavík hefur unnið alla tólf leiki sína á tímabilinu. Þeir unnu KR í Meistarakeppni KKÍ, hafa unnið alla sex leiki sína í Iceland Express deild karla og alla fimm leiki sína í Lengjubikarnum.
Helgi Jónas Guðfinnsson er að gera flotta hluti með Grindavíkurliðið en það eru margir leikmenn að skila til liðsins og liðið fer langt á góðum varnarleik.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á Grafarvoginum í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
