Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og var nokkuð um áhugaverða leiki. Boston mátti meðal annars þola stórtap gegn Houston.
San Anotnio vann slaginn um Texas gegn Dallas þar sem Tony Parker, Manu Ginobili og Tim Duncan skoruðu 80 af 97 stigum Spurs í leiknum.
Jameer Nelson tryggði Orlando dramatískan sigur á Denver. Sigurkarfan var þriggja stiga flautukarfa.
Indiana vann frekar óvæntan sigur á Chicago en LA Lakers vann þægilegan sigur á Minnesota.
Úrslit:
Indiana-Chicago 115-108
Orlando-Denver 85-82
Toronto-Washington 116-107
Atlanta-Miami 85-106
Detroit-NY Knicks 99-95
Oklahoma-Charlotte 99-82
Dallas-San Antonio 91-97
Houston-Boston 93-77
Milwaukee-NJ Nets 110-95
Phoenix-Golden State 108-97
Sacramento-Philadelphia 80-102
LA Lakers-Minnesota 106-98

