Keppendur úr Bocuse d'Or á Food and Fun 9. mars 2011 00:01 Þráinn Freyr Vigfússon varð í 7. sæti í Bocuse d'Or árið 2011. Þeir keppendur á Food and Fun í ár sem hafa tekið þátt í hinni frægu Bocuse d‘Or keppni eru Matti Jämsen frá Finnlandi og Chris Parsons frá Bandaríkjunum sem verið hefur einn af tólf útvöldum sem keppa í amerísku undankeppninni. Tveir dómaranna í ár hafa unnið gullverðlaunin í Bocuse d‘Or, þeir Sven Erik Renaa, sem vann gullið bæði 2000 og 2006, og Geir Skeie sem fékk gullið árið 2009. Michael Ginor hefur verið dómari í amerísku undankeppninni. Bocuse d’Or, virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum, hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1987 og komast færri þjóðir að en vilja. Þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa unnið forkeppni úr sinni heimsálfu, en fimm efstu sætin í sjálfri Bocuse d’Or-keppninni tryggja þeim þjóðum sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu. Íslendingar hafa verið með í síðustu fimm skipti eða frá 1999 og er árangur þeirra vægast sagt glæsilegur og sýnir tölfræðin að Íslendingar eru í hópi sex bestu þjóða í heiminum í matreiðslu. Árið 1999 fór Sturla Birgisson sem frumkvöðull fyrir Íslands hönd og náði fimmta sætinu og ruddi þar með brautina fyrir næstu keppendur. Úrslit úr Bocuse d"Or 2011: 1. sæti - Danmörk, Rasmus Kofoed 2. sæti - Svíþjóð, Tommy Myllymaki 3. sæti - Noregur, Gunnar Hvarnes Þess má geta að Þráinn Freyr Vigfússon hafnaði í sjöunda sæti í síðustu keppni. Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Þeir keppendur á Food and Fun í ár sem hafa tekið þátt í hinni frægu Bocuse d‘Or keppni eru Matti Jämsen frá Finnlandi og Chris Parsons frá Bandaríkjunum sem verið hefur einn af tólf útvöldum sem keppa í amerísku undankeppninni. Tveir dómaranna í ár hafa unnið gullverðlaunin í Bocuse d‘Or, þeir Sven Erik Renaa, sem vann gullið bæði 2000 og 2006, og Geir Skeie sem fékk gullið árið 2009. Michael Ginor hefur verið dómari í amerísku undankeppninni. Bocuse d’Or, virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum, hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1987 og komast færri þjóðir að en vilja. Þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa unnið forkeppni úr sinni heimsálfu, en fimm efstu sætin í sjálfri Bocuse d’Or-keppninni tryggja þeim þjóðum sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu. Íslendingar hafa verið með í síðustu fimm skipti eða frá 1999 og er árangur þeirra vægast sagt glæsilegur og sýnir tölfræðin að Íslendingar eru í hópi sex bestu þjóða í heiminum í matreiðslu. Árið 1999 fór Sturla Birgisson sem frumkvöðull fyrir Íslands hönd og náði fimmta sætinu og ruddi þar með brautina fyrir næstu keppendur. Úrslit úr Bocuse d"Or 2011: 1. sæti - Danmörk, Rasmus Kofoed 2. sæti - Svíþjóð, Tommy Myllymaki 3. sæti - Noregur, Gunnar Hvarnes Þess má geta að Þráinn Freyr Vigfússon hafnaði í sjöunda sæti í síðustu keppni.
Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira