Svar við athugasemd um mannréttindi Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla, trúfélaga og lífsskoðunarfélaga voru umfjöllunarefni í blaðagrein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 17. ágúst sl. Kjarni þeirrar greinar var að minna á að sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Tillögur mannréttindaráðs eru dæmi um hið gagnstæða þar sem þær hafa verið unnar án samráðs við þann breiða hóp fólks sem boðið hefur fram krafta sína til að vinna að sátt í þessu viðkvæma máli. Borgarráð hefur nú málið til umfjöllunar. Grein minni svaraði Svanur Sigurbjörnsson. Mér þykir miður að hann skautar fram hjá aðalatriði greinarinnar og snýr út úr orðum mínum. Það gerir hann með þeim hætti að ég mun ekki hirða um að leiðrétta slíkt. Einu atriði ætla ég þó að svara. Svanur telur reglurnar „ákaflega vandaðar“ og vitnar í orð mín um að tillögur mannréttindaráðs hafi verið settar fram án faglegs undirbúnings. Fyrr á þessu ári fékk borgarráð borgarlögmanni það verkefni að fjalla um vinnubrögð mannréttindaráðs en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að borgarlögmaður fjallaði um málið og svaraði nokkrum spurningum varðandi það. Svarið barst í vikunni. Innihald þess ætti að taka af allan vafa um það hvernig staðið var að verki. Í svari borgarlögmanns kemur fram að mannréttindaráð gegni stefnumarkandi hlutverki á sviði mannréttinda og hafi eftirlit með framkvæmd mannréttindastefnunnar. Í svari hans stendur m.a. : „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um. Með því móti væri almennt gengið gegn því frumkvæðishlutverki sem fagráð borgarinnar hafa samkvæmt samþykktum borgarinnar“. Borgarlögmaður bendir á að hlutverk mannréttindaráðs sé að vekja athygli á því ef það telur að fyrirkomulag og skipulag kennslu og skólastarfs sé ekki í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar. Hann segir síðan í svari sínu: „Heildstæð reglusetning um fyrirkomulag kennslu og samskipti skóla, trúfélaga og lífsskoðunarhópa féll hins vegar utan umboðs mannréttindaráðs. Breytir þar engu þótt mannréttindaráð hafi sent drög að slíkum reglum til umsagnar menntaráðs og íþróttaráðs“. Mannréttindaráð fór sem sagt út fyrir valdsvið sitt. Með tilliti til þessara niðurstaðna borgarlögmanns er erfitt að sjá hvernig borgarráð getur afgreitt umræddar tillögur enda lögfræðilegt mat borgarlögmanns að þær fara í bága við samþykktir Reykjavíkurborgar. Ég hef hvatt til að fjallað sé um samskipti skóla og trúar og lífsskoðunarhópa. Það var gert í formannstíð minni í menntaráði. Slík vinna getur leitt til þess að settar verði reglur um þau samskipti en reglur verða að taka mið af því hversu fjölbreytilegir skólar borgarinnar eru og samsetning nemenda ólík. Umfram allt má slík vinna ekki mótast af andúð og fordómum í garð trúfélaga, hver sem þau eru. Hún þarf að mótast af umburðarlyndi og virðingu. Svani ætti auðvitað að vera velkomið að taka þátt í þeirri vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla, trúfélaga og lífsskoðunarfélaga voru umfjöllunarefni í blaðagrein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 17. ágúst sl. Kjarni þeirrar greinar var að minna á að sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Tillögur mannréttindaráðs eru dæmi um hið gagnstæða þar sem þær hafa verið unnar án samráðs við þann breiða hóp fólks sem boðið hefur fram krafta sína til að vinna að sátt í þessu viðkvæma máli. Borgarráð hefur nú málið til umfjöllunar. Grein minni svaraði Svanur Sigurbjörnsson. Mér þykir miður að hann skautar fram hjá aðalatriði greinarinnar og snýr út úr orðum mínum. Það gerir hann með þeim hætti að ég mun ekki hirða um að leiðrétta slíkt. Einu atriði ætla ég þó að svara. Svanur telur reglurnar „ákaflega vandaðar“ og vitnar í orð mín um að tillögur mannréttindaráðs hafi verið settar fram án faglegs undirbúnings. Fyrr á þessu ári fékk borgarráð borgarlögmanni það verkefni að fjalla um vinnubrögð mannréttindaráðs en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að borgarlögmaður fjallaði um málið og svaraði nokkrum spurningum varðandi það. Svarið barst í vikunni. Innihald þess ætti að taka af allan vafa um það hvernig staðið var að verki. Í svari borgarlögmanns kemur fram að mannréttindaráð gegni stefnumarkandi hlutverki á sviði mannréttinda og hafi eftirlit með framkvæmd mannréttindastefnunnar. Í svari hans stendur m.a. : „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um. Með því móti væri almennt gengið gegn því frumkvæðishlutverki sem fagráð borgarinnar hafa samkvæmt samþykktum borgarinnar“. Borgarlögmaður bendir á að hlutverk mannréttindaráðs sé að vekja athygli á því ef það telur að fyrirkomulag og skipulag kennslu og skólastarfs sé ekki í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar. Hann segir síðan í svari sínu: „Heildstæð reglusetning um fyrirkomulag kennslu og samskipti skóla, trúfélaga og lífsskoðunarhópa féll hins vegar utan umboðs mannréttindaráðs. Breytir þar engu þótt mannréttindaráð hafi sent drög að slíkum reglum til umsagnar menntaráðs og íþróttaráðs“. Mannréttindaráð fór sem sagt út fyrir valdsvið sitt. Með tilliti til þessara niðurstaðna borgarlögmanns er erfitt að sjá hvernig borgarráð getur afgreitt umræddar tillögur enda lögfræðilegt mat borgarlögmanns að þær fara í bága við samþykktir Reykjavíkurborgar. Ég hef hvatt til að fjallað sé um samskipti skóla og trúar og lífsskoðunarhópa. Það var gert í formannstíð minni í menntaráði. Slík vinna getur leitt til þess að settar verði reglur um þau samskipti en reglur verða að taka mið af því hversu fjölbreytilegir skólar borgarinnar eru og samsetning nemenda ólík. Umfram allt má slík vinna ekki mótast af andúð og fordómum í garð trúfélaga, hver sem þau eru. Hún þarf að mótast af umburðarlyndi og virðingu. Svani ætti auðvitað að vera velkomið að taka þátt í þeirri vinnu.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar