Hamilton: Sigur er góður fyrir sálina 13. nóvember 2011 18:29 Lewis Hamilton fagnar sigrinum i dag í Abú Dabí. AP MYND: Hassan Ammar Lewis Hamilton á McLaren vann sinn þriðja sigur á Formúlu 1 keppnistímabilinu í dag, þegar hann kom fyrstur í endarmark á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann tileinkaði móður sinni sigurinn þegar hann var kominn í endmark. Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Jenson Button þriðji. Hamilton náði forystu í mótinu í dag eftir að Sebastian Vettel á Red Bull féll úr leik, þegar afturdekk sprakk óvænt hjá honum í fyrsta hring. Vettel snerist útaf brautinni, en náði síðan að aka inn á þjónustusvæðið en varð að hætta keppni þar sem bíll hans hafði skemmst. Alonso veitti Hamilton mesta keppni eftir að Vettel var fallin úr leik, en Hamilton fagnaði sigri í þriðja skipti á árinu og kom rúmum átta sekúndum á undan Alonso í endamark. „Þessi úrslit eru frábær. Ég er venjulega minn mesti gagnrýnandi, ég er alltaf harður við sjálfan mig þegar ég geri mistök, en ég náði hámarksárangri í dag. Að halda uppi slíkum hraða undir álagi án þess að gera mistök er virkilega ánægjulegt,", sagði Hamilton eftir keppnina. „Mest allt mótið einbeitti ég mér að því að halda bilinu á milli mín og Fernando (Alonso). Hann er svo öflugur ökumaður. Hann gefur manni aldrei tommu. Í lokin var ég farinn að hugsa um sigur, en sagði við sjálfan mig í sífellu að vera ekki að spá í það. Það virkaði. Ég hætti að láta hug minn reika og leyfði mér ekki að hugsa um sigurinn fyrr en ég var kominn í endamark." „Að hafa Jenson á verðlaunapallinum við hlið mér var frábært. Frábært fyrir mig, frábært fyrir hann og frábært fyrir liðið og mikil hvatning fyrir lok tímabilsins. Liðið hefur verið frábært alla helgina og það small allt saman í dag og ég stend í þakkarskuld við alla." „Þetta er svo upplífgandi, fyrir liðið og fyrir mig. Að geta labbað á brott brosandi er frábær tilfinning. Sigur er góður fyrir sálina," sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren vann sinn þriðja sigur á Formúlu 1 keppnistímabilinu í dag, þegar hann kom fyrstur í endarmark á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann tileinkaði móður sinni sigurinn þegar hann var kominn í endmark. Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Jenson Button þriðji. Hamilton náði forystu í mótinu í dag eftir að Sebastian Vettel á Red Bull féll úr leik, þegar afturdekk sprakk óvænt hjá honum í fyrsta hring. Vettel snerist útaf brautinni, en náði síðan að aka inn á þjónustusvæðið en varð að hætta keppni þar sem bíll hans hafði skemmst. Alonso veitti Hamilton mesta keppni eftir að Vettel var fallin úr leik, en Hamilton fagnaði sigri í þriðja skipti á árinu og kom rúmum átta sekúndum á undan Alonso í endamark. „Þessi úrslit eru frábær. Ég er venjulega minn mesti gagnrýnandi, ég er alltaf harður við sjálfan mig þegar ég geri mistök, en ég náði hámarksárangri í dag. Að halda uppi slíkum hraða undir álagi án þess að gera mistök er virkilega ánægjulegt,", sagði Hamilton eftir keppnina. „Mest allt mótið einbeitti ég mér að því að halda bilinu á milli mín og Fernando (Alonso). Hann er svo öflugur ökumaður. Hann gefur manni aldrei tommu. Í lokin var ég farinn að hugsa um sigur, en sagði við sjálfan mig í sífellu að vera ekki að spá í það. Það virkaði. Ég hætti að láta hug minn reika og leyfði mér ekki að hugsa um sigurinn fyrr en ég var kominn í endamark." „Að hafa Jenson á verðlaunapallinum við hlið mér var frábært. Frábært fyrir mig, frábært fyrir hann og frábært fyrir liðið og mikil hvatning fyrir lok tímabilsins. Liðið hefur verið frábært alla helgina og það small allt saman í dag og ég stend í þakkarskuld við alla." „Þetta er svo upplífgandi, fyrir liðið og fyrir mig. Að geta labbað á brott brosandi er frábær tilfinning. Sigur er góður fyrir sálina," sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira