Vegna frétta RÚV um meint tryggingasvik út á látna konu Anný Dóra Hálfdánardóttir skrifar 4. febrúar 2011 10:15 Í kvöldfréttum RÚV 30.01. og 31.01. síðastliðinn er amma mín nafngreind í tengslum við meint tryggingasvik út á nafn hennar látinnar. Ekki var látið þar við sitja heldur útlistað nánar um hvaða manneskju væri að ræða og ættingja hennar með því að bendla okkur við kvikmyndina Djöflaeyjuna eftir Friðrik Þór Friðriksson og þrjár skáldsögur Einars Kárasonar. Farið var í grófum dráttum yfir „viðburðaríka" ævi þessarar merku konu, á léttvægan hátt og að mörgu leyti farið rangt með staðreyndir. Það virðist ekki skipta þá hjá RÚV nokkru máli að með framsetningu fréttanna, á þennan máta, féll grunur á alla fjölskyldumeðlimi hinnar látnu. Af virðingu við ömmu mína sé ég mig knúna til að skrifa þetta og lýsa yfir undrun minni og hneykslan á þessum vinnubrögðum sem ég tel RÚV ekki til framdráttar. Ég vil taka það fram að ég er ekki að amast við fréttunum sem slíkum, enda ekki hlynnt því að verið sé að svindla á skattborgurum þessa lands. Ég skil mætavel tilganginn í því að upplýsa skattgreiðendur um svikin og gæta hagsmuna þeirra. Gott og vel. Var virkilega nauðsynlegt að nafngreina látna konu, á þessu stigi málsins, og svívirða minningu hennar og mannorð ættingjanna? Dómstóll götunnar er harður og það er okkur saklausum fjölskyldumeðlimum þungbært að liggja undir grun án þess að hafa nokkuð um það að segja. Ég hef farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV en tjáð að slíka fái ég ekki. Að ekki hafi verið nokkurrar vanvirðingar að gæta í fréttunum en harmað ef þetta hafi valdið sárindum. Ég hélt að varlega þyrfti að stíga til jarðar í nafnbirtingum og vanda fréttaflutning á látnum einstaklingum. Ef ég skil þau svör sem ég hef fengið rétt þá var það fréttnæmt og ekki farið rangt með þær staðreyndir að ættingi lægi undir grun jafnframt því sem amma væri þekkt fyrirmynd persónu úr bókmenntum okkar landsmanna. Var þá ekki réttara og fagmannlegra að nafngreina þann grunaða og stikla á lífshlaupi þess aðila? Afsökunarbeiðnina fæ ég ekki. Því tel ég mikilvægt að opinbera þessar hugsanir mínar frammi fyrir alþjóð og halda þannig í heiðri minningu ömmu minnar heitinnar og mannorði okkar sem saklaus erum. Satt best að segja komu þessar fréttir okkur svo í opna skjöldu að ég hefði verið minna hissa ef fullmannað geimfar hefði lent í garðinum mínum. Dæmi nú hver fyrir sig um þennan fréttaflutning RÚV. Að lokum óska ég þess að sá seki fái viðhlítandi refsingu og ríkið peningana til baka. Megi amma hvíla í friði. Lifið heil! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hamskipti húsa Skoðun Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir Skoðun Tvöfeldni Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýr veruleiki Hörður Ægisson Skoðun Ástarsögur Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Strákurinn í fiskvinnslunni Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Á eftir áætlun Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ertu enn?? Óttar Guðmundsson Bakþankar Nýtum færið Skoðun Lýðræði allra Davíð Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum RÚV 30.01. og 31.01. síðastliðinn er amma mín nafngreind í tengslum við meint tryggingasvik út á nafn hennar látinnar. Ekki var látið þar við sitja heldur útlistað nánar um hvaða manneskju væri að ræða og ættingja hennar með því að bendla okkur við kvikmyndina Djöflaeyjuna eftir Friðrik Þór Friðriksson og þrjár skáldsögur Einars Kárasonar. Farið var í grófum dráttum yfir „viðburðaríka" ævi þessarar merku konu, á léttvægan hátt og að mörgu leyti farið rangt með staðreyndir. Það virðist ekki skipta þá hjá RÚV nokkru máli að með framsetningu fréttanna, á þennan máta, féll grunur á alla fjölskyldumeðlimi hinnar látnu. Af virðingu við ömmu mína sé ég mig knúna til að skrifa þetta og lýsa yfir undrun minni og hneykslan á þessum vinnubrögðum sem ég tel RÚV ekki til framdráttar. Ég vil taka það fram að ég er ekki að amast við fréttunum sem slíkum, enda ekki hlynnt því að verið sé að svindla á skattborgurum þessa lands. Ég skil mætavel tilganginn í því að upplýsa skattgreiðendur um svikin og gæta hagsmuna þeirra. Gott og vel. Var virkilega nauðsynlegt að nafngreina látna konu, á þessu stigi málsins, og svívirða minningu hennar og mannorð ættingjanna? Dómstóll götunnar er harður og það er okkur saklausum fjölskyldumeðlimum þungbært að liggja undir grun án þess að hafa nokkuð um það að segja. Ég hef farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV en tjáð að slíka fái ég ekki. Að ekki hafi verið nokkurrar vanvirðingar að gæta í fréttunum en harmað ef þetta hafi valdið sárindum. Ég hélt að varlega þyrfti að stíga til jarðar í nafnbirtingum og vanda fréttaflutning á látnum einstaklingum. Ef ég skil þau svör sem ég hef fengið rétt þá var það fréttnæmt og ekki farið rangt með þær staðreyndir að ættingi lægi undir grun jafnframt því sem amma væri þekkt fyrirmynd persónu úr bókmenntum okkar landsmanna. Var þá ekki réttara og fagmannlegra að nafngreina þann grunaða og stikla á lífshlaupi þess aðila? Afsökunarbeiðnina fæ ég ekki. Því tel ég mikilvægt að opinbera þessar hugsanir mínar frammi fyrir alþjóð og halda þannig í heiðri minningu ömmu minnar heitinnar og mannorði okkar sem saklaus erum. Satt best að segja komu þessar fréttir okkur svo í opna skjöldu að ég hefði verið minna hissa ef fullmannað geimfar hefði lent í garðinum mínum. Dæmi nú hver fyrir sig um þennan fréttaflutning RÚV. Að lokum óska ég þess að sá seki fái viðhlítandi refsingu og ríkið peningana til baka. Megi amma hvíla í friði. Lifið heil!
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar