NBA: Miami komið í 3-1 eftir sigur á Chicago í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2011 09:00 LeBron James og Dwyane Wade. Mynd/AP Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago. Derrick Rose fékk tækifæri til að tryggja Chicago sigurinn í lok fjórða leikhlutans í stöðunni 85-85 en hitti þá ekki körfuna. LeBron James hafði fengið dæmdan á sig ruðning þegar aðeins átta sekúndur voru eftir. Miami slapp því með skrekkinn, vann framlenginguna 16-8 og hefur því unnið alla átta heimaleiki sína í úrslitakeppninni. „Hann klikkaði," sagði Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og bætti við: „En hlustið á mig. Ég vildi ekki hafa neinn annan leikmann en Derrick Rose. Ég stend við bakið á honum alla leið. Hann er frábær leikmaður, mikill keppnismaður og ég hef fulla trú á honum," sagði Thibodeau. LeBron James var öflugur með 35 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Bosh hélt áfram að leika vel í einvíginu og bætti við 22 stigum. Það kom ekki að sök að Dwyane Wade skoraði bara 14 stig en var aðeins með átta stig frá öðrum leikhluta fram í framlengingu. „Okkur vantar bara einn leik í viðbót en við getum ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut," sagði LeBron James eftir leikinn.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig en hann hitti aðeins 8 af 27 skotum sínum og tapaði 7 boltum. Luol Deng og Carlos Boozer skoruðu báðir 20 stig fyrir Chicago sem tapað þriðja leiknum í röð í fyrsta sinn á öllu tímabilinu. „Þetta var án nokkurs vafa mér að kenna í kvöld. Ég þarf að læra af þessum leik en þetta er ekki búið," sagði Derrick Rose. „Við verðum bara að vera áfram jákvæðir því það er alveg hægt að vinna þá," sagði Rose. James og félagar hafa fundið lausnina á móti Rose. „Við verðum bara að halda honum út úr teignum. Það eina sem við getum gert er að láta hann hafa fyrir hverju skoti," sagði James sem spilaði vörnina á Rose í lokaskotinu í fjórða. „Ég elska það meira að spila vörn en að spila sókn. Ég set allt mitt stolt í vörnina," sagði James. Chicago fékk tækifærin til að vinna þennan leik í nótt. Þeir komust 11 stigum yfir í byrjun og Miami-liðið var aðeins með forystuna í 4 og hálfa mínútu í þriðja og fjórða leikhlutanum.Mynd/APÞað var samt vítanýtingin (hittu úr 24 síðustu vítum sínum) og vörnin sem lagði grunninn að sigri Miami. „Vörnin okkar er ástæðan fyrir því að við erum í þessari stöðu. Við vinnum alla leiki á vörninni og það verður henni að þakka að við eigum möguleika á að vinna leik fimm," sagði Chris Bosh. „Við lendum oft í slæmum köflum í sókninni en við gefum okkur tækifæri til að vinna leikina með því að spila góða vörn," sagði James. Mike Miller, Udonis Haslem og Mario Chalmers áttu allir góða innkomu af bekknum einkum Miller sem skoraði 12 stig og tók 9 fráköst en Miami-liðið vann þær 26 mínútur sem hann spilaði með 36 stigum. Haslem skoraði ekki en tók 9 fráköst og Chalmers var með 9 stig og 4 stolna bolta. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago. Derrick Rose fékk tækifæri til að tryggja Chicago sigurinn í lok fjórða leikhlutans í stöðunni 85-85 en hitti þá ekki körfuna. LeBron James hafði fengið dæmdan á sig ruðning þegar aðeins átta sekúndur voru eftir. Miami slapp því með skrekkinn, vann framlenginguna 16-8 og hefur því unnið alla átta heimaleiki sína í úrslitakeppninni. „Hann klikkaði," sagði Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og bætti við: „En hlustið á mig. Ég vildi ekki hafa neinn annan leikmann en Derrick Rose. Ég stend við bakið á honum alla leið. Hann er frábær leikmaður, mikill keppnismaður og ég hef fulla trú á honum," sagði Thibodeau. LeBron James var öflugur með 35 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Bosh hélt áfram að leika vel í einvíginu og bætti við 22 stigum. Það kom ekki að sök að Dwyane Wade skoraði bara 14 stig en var aðeins með átta stig frá öðrum leikhluta fram í framlengingu. „Okkur vantar bara einn leik í viðbót en við getum ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut," sagði LeBron James eftir leikinn.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig en hann hitti aðeins 8 af 27 skotum sínum og tapaði 7 boltum. Luol Deng og Carlos Boozer skoruðu báðir 20 stig fyrir Chicago sem tapað þriðja leiknum í röð í fyrsta sinn á öllu tímabilinu. „Þetta var án nokkurs vafa mér að kenna í kvöld. Ég þarf að læra af þessum leik en þetta er ekki búið," sagði Derrick Rose. „Við verðum bara að vera áfram jákvæðir því það er alveg hægt að vinna þá," sagði Rose. James og félagar hafa fundið lausnina á móti Rose. „Við verðum bara að halda honum út úr teignum. Það eina sem við getum gert er að láta hann hafa fyrir hverju skoti," sagði James sem spilaði vörnina á Rose í lokaskotinu í fjórða. „Ég elska það meira að spila vörn en að spila sókn. Ég set allt mitt stolt í vörnina," sagði James. Chicago fékk tækifærin til að vinna þennan leik í nótt. Þeir komust 11 stigum yfir í byrjun og Miami-liðið var aðeins með forystuna í 4 og hálfa mínútu í þriðja og fjórða leikhlutanum.Mynd/APÞað var samt vítanýtingin (hittu úr 24 síðustu vítum sínum) og vörnin sem lagði grunninn að sigri Miami. „Vörnin okkar er ástæðan fyrir því að við erum í þessari stöðu. Við vinnum alla leiki á vörninni og það verður henni að þakka að við eigum möguleika á að vinna leik fimm," sagði Chris Bosh. „Við lendum oft í slæmum köflum í sókninni en við gefum okkur tækifæri til að vinna leikina með því að spila góða vörn," sagði James. Mike Miller, Udonis Haslem og Mario Chalmers áttu allir góða innkomu af bekknum einkum Miller sem skoraði 12 stig og tók 9 fráköst en Miami-liðið vann þær 26 mínútur sem hann spilaði með 36 stigum. Haslem skoraði ekki en tók 9 fráköst og Chalmers var með 9 stig og 4 stolna bolta.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins