Af hverju reykleysismeðferð? Ingibjörg Katrín Stefánsdóttir skrifar 29. september 2011 06:00 Tóbaksreykingar eru meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Helmingur þeirra sem reykja mun deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga og þar af helmingurinn á miðjum aldri. Auk þessa munu margir þessara einstaklinga búa við skert lífsgæði verulegan hluta ævinnar. Fyrir hverja tvo sem tekst að aðstoða við að hætta að reykja er komið í veg fyrir að einn deyi fyrir aldur fram. Ef reykingamaður hættir að reykja um þrítugt þá er talið að lífslíkur hans séu svipaðar og þess sem hefur aldrei reykt. Því er mikilvægt að taka tóbaksfíkn alvarlega og takast á við þetta heilbrigðisvandamál í samræmi við afleiðingarnar. Að hjálpa einstaklingum til að hætta að reykja er ein hagkvæmasta meðferð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og reykingamanninn sjálfan. Langflesta sem reykja langar að hætta því. Með því að nota hjálparlyf, faglega ráðgjöf og stuðning margfaldast líkur á ná tökum á fíkninni og hætta að reykja. Flestir þurfa að gera nokkrar tilraunir til að hætta áður en það tekst. Mikilvægt er að líta á það sem ferli og hverja tilraun sem skref til lærdóms í átt að algjöru reykleysi. Leiðin er mislöng og skrefin misstór hjá hverjum og einum. Flestir þeirra sem reykja verða mjög háðir nikótíni. Nikótín er kröftugt, skjótvirkt og ávanabindandi efni sem sett er í flokk með heróíni hvað varðar fíkn. Þegar reykingum er hætt koma fram fráhvarfseinkenni hjá mörgum sem þykir erfitt að yfirstíga. En flest fráhvarfseinkennin ganga yfir á um fjórum vikum. Þau eru langsterkust fyrst og fjara svo smám saman út. Auk þess getur löngun í tóbak varað lengi þó hún dofni með tímanum. Fíknin er flókin líkamlega, félagslega og sálrænt og tengd sterkum vana. Mikilvægt er að átta sig á því að það er miserfitt fyrir einstaklinga að hætta að reykja. Einstaklingur er talinn vera með mikla líkamlega fíkn ef hann reykir á fyrsta hálftímanum eftir að hann vaknar. Þeir sem eru með mikla fíkn eru líklegri til að þurfa meiri stuðning til að hætta að reykja. Vegna þess hversu alvarlegt vandamál tóbaksfíkn er þurfa fjölbreytt meðferðarform og úrræði að vera í boði. Sterkt samband er milli tíma sem varið er í reykleysismeðferð og árangurs. Því meiri samskipti því betri árangur, upp að vissu marki. Meðferð byggð á persónulegum samskiptum er árangursrík. Bestur árangur næst með langtíma stuðningsmeðferð og hjálparlyfjum, auk þess að leita sér félagslegs stuðnings í daglegu lífi. Á Íslandi eru í boði mismunandi úrræði: einstaklingsmeðferð, hópnámskeið, símaráðgjöf og gagnvirk netaðstoð. Hver og einn þarf að finna leið sem hentar. Hér á landi er nú mestur skortur á öflugri reykleysismiðstöð þar sem veitt er fjölbreytt þverfagleg meðferð fyrir þá sem þurfa mikla aðstoð og stuðning. Þar væri einnig boðið upp á meðferð í formi innlagnar fyrir þá sem eru haldnir mikilli nikótínfíkn og eru alvarlega veikir vegna hennar og/eða reykingatengdra sjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Tóbaksreykingar eru meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Helmingur þeirra sem reykja mun deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga og þar af helmingurinn á miðjum aldri. Auk þessa munu margir þessara einstaklinga búa við skert lífsgæði verulegan hluta ævinnar. Fyrir hverja tvo sem tekst að aðstoða við að hætta að reykja er komið í veg fyrir að einn deyi fyrir aldur fram. Ef reykingamaður hættir að reykja um þrítugt þá er talið að lífslíkur hans séu svipaðar og þess sem hefur aldrei reykt. Því er mikilvægt að taka tóbaksfíkn alvarlega og takast á við þetta heilbrigðisvandamál í samræmi við afleiðingarnar. Að hjálpa einstaklingum til að hætta að reykja er ein hagkvæmasta meðferð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og reykingamanninn sjálfan. Langflesta sem reykja langar að hætta því. Með því að nota hjálparlyf, faglega ráðgjöf og stuðning margfaldast líkur á ná tökum á fíkninni og hætta að reykja. Flestir þurfa að gera nokkrar tilraunir til að hætta áður en það tekst. Mikilvægt er að líta á það sem ferli og hverja tilraun sem skref til lærdóms í átt að algjöru reykleysi. Leiðin er mislöng og skrefin misstór hjá hverjum og einum. Flestir þeirra sem reykja verða mjög háðir nikótíni. Nikótín er kröftugt, skjótvirkt og ávanabindandi efni sem sett er í flokk með heróíni hvað varðar fíkn. Þegar reykingum er hætt koma fram fráhvarfseinkenni hjá mörgum sem þykir erfitt að yfirstíga. En flest fráhvarfseinkennin ganga yfir á um fjórum vikum. Þau eru langsterkust fyrst og fjara svo smám saman út. Auk þess getur löngun í tóbak varað lengi þó hún dofni með tímanum. Fíknin er flókin líkamlega, félagslega og sálrænt og tengd sterkum vana. Mikilvægt er að átta sig á því að það er miserfitt fyrir einstaklinga að hætta að reykja. Einstaklingur er talinn vera með mikla líkamlega fíkn ef hann reykir á fyrsta hálftímanum eftir að hann vaknar. Þeir sem eru með mikla fíkn eru líklegri til að þurfa meiri stuðning til að hætta að reykja. Vegna þess hversu alvarlegt vandamál tóbaksfíkn er þurfa fjölbreytt meðferðarform og úrræði að vera í boði. Sterkt samband er milli tíma sem varið er í reykleysismeðferð og árangurs. Því meiri samskipti því betri árangur, upp að vissu marki. Meðferð byggð á persónulegum samskiptum er árangursrík. Bestur árangur næst með langtíma stuðningsmeðferð og hjálparlyfjum, auk þess að leita sér félagslegs stuðnings í daglegu lífi. Á Íslandi eru í boði mismunandi úrræði: einstaklingsmeðferð, hópnámskeið, símaráðgjöf og gagnvirk netaðstoð. Hver og einn þarf að finna leið sem hentar. Hér á landi er nú mestur skortur á öflugri reykleysismiðstöð þar sem veitt er fjölbreytt þverfagleg meðferð fyrir þá sem þurfa mikla aðstoð og stuðning. Þar væri einnig boðið upp á meðferð í formi innlagnar fyrir þá sem eru haldnir mikilli nikótínfíkn og eru alvarlega veikir vegna hennar og/eða reykingatengdra sjúkdóma.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar