CCP undirritar stóran samning við Sony 8. júní 2011 00:01 Hilmar Veigar Pétursson Framkvæmdastjóri CCP kynnti samstarfið ásamt Jack Tretton, forstjóra Sony í Bandaríkjunum, í Los Angeles í fyrrinótt.Fréttablaðið/gva Viðskipti Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur skrifað undir samstarfssamning við Sony um útgáfu og kynningu á væntanlegum leik CCP, Dust 514, sem á að koma út að ári. „Samningurinn hefur talsvert mikla þýðingu fyrir CCP. Við erum að koma nýir inn á leikjatölvumarkaðinn með Dust 514 og stuðningur Sony gefur okkur mjög öflugan stökkpall sem við hefðum ella þurft að smíða sjálfir. Ég held að þetta verði lykilsamstarf til næstu ára fyrir fyrirtækið,“ segir Þorsteinn Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP. Þorsteinn segir hátt í þúsund tölvuleiki fyrir Playstation 3 koma út á ári. Sony geri hins vegar örfáa samninga á borð við þennan. Þetta sé því viss upphefð og viðurkenning á störfum fyrirtækisins. Fulltrúar CCP og Sony kynntu samstarfið aðfaranótt þriðjudags í Los Angeles í Bandaríkjunum en þar hófst í gær E3, stærsta tölvuleikjaráðstefna heims. Þá var útlit leiksins kynnt fyrir þúsundum þátttakenda á ráðstefnunni. Dust 514 verður annar tölvuleikur CCP til að fara á markað á eftir EVE Online sem kom út árið 2003. Hugmyndin að baki leiknum þykir nýstárleg en ákvarðanir og spilamennska leikmanna munu hafa mikil áhrif á gang mála í heimi EVE þrátt fyrir að um gjörólíka leiki sé að ræða. - mþl Leikjavísir Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Viðskipti Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur skrifað undir samstarfssamning við Sony um útgáfu og kynningu á væntanlegum leik CCP, Dust 514, sem á að koma út að ári. „Samningurinn hefur talsvert mikla þýðingu fyrir CCP. Við erum að koma nýir inn á leikjatölvumarkaðinn með Dust 514 og stuðningur Sony gefur okkur mjög öflugan stökkpall sem við hefðum ella þurft að smíða sjálfir. Ég held að þetta verði lykilsamstarf til næstu ára fyrir fyrirtækið,“ segir Þorsteinn Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP. Þorsteinn segir hátt í þúsund tölvuleiki fyrir Playstation 3 koma út á ári. Sony geri hins vegar örfáa samninga á borð við þennan. Þetta sé því viss upphefð og viðurkenning á störfum fyrirtækisins. Fulltrúar CCP og Sony kynntu samstarfið aðfaranótt þriðjudags í Los Angeles í Bandaríkjunum en þar hófst í gær E3, stærsta tölvuleikjaráðstefna heims. Þá var útlit leiksins kynnt fyrir þúsundum þátttakenda á ráðstefnunni. Dust 514 verður annar tölvuleikur CCP til að fara á markað á eftir EVE Online sem kom út árið 2003. Hugmyndin að baki leiknum þykir nýstárleg en ákvarðanir og spilamennska leikmanna munu hafa mikil áhrif á gang mála í heimi EVE þrátt fyrir að um gjörólíka leiki sé að ræða. - mþl
Leikjavísir Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira