Fram á við í móttöku flóttamanna Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar 16. nóvember 2011 07:00 Flóttamaður er manneskja sem flúið hefur eigið land og er ofsótt vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, félagsstarfa eða stjórnmálaskoðana. Hvort sem flóttinn er vegna stríðsástands eða ofsókna þá á hún að öllum líkindum ekki afturkvæmt og litla möguleika á því að lifa frjáls og óttalaus við núverandi aðstæður. Flóttamaður getur einnig verið ríkisfangslaus. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna metur neyð fólks og forgangsraðar og á hverju ári kemur ákall frá stofnuninni til alþjóðasamfélagsins og þar með til Íslands um að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir að reynt sé að gæta öryggis fólks í flóttamannabúðum þá búa alltof margir við hörmulegar aðstæður og við stöðugan ótta. Helsta von fólks er að vera boðin vernd í nýju landi. Þegar íslenska flóttamannanefndin ákvað að fara inn í flóttamannabúðirnar í Al-Waleed í Írak sýndum við fordæmi sem reyndist skipta verulegu máli: Aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Nýlega gaf Sigríður Víðis Jónsdóttir út bókina Ríkisfang: Ekkert og þar segir hún frá konum og börnum sem komu frá flóttamannabúðunum og settust að á Akranesi. Í bókinni lýsir hún kaldranalegum aðstæðum í flóttamannabúðum þar sem möguleikarnir á því að skapa sér viðunandi lífsviðurværi eru engir. Hún segir sögu þeirra og gefur fólki tækifæri til að sjá inn í heim sem flestum er fjarlægur og framandi. Bók Sigríðar Víðis er ómetanlegt framlag til málefna flóttamanna á Íslandi og ekki síður umfjöllunin í kjölfar útgáfu bókarinnar. Hún hefur orðið kveikja að áhuga og umræðum um ábyrgð Íslands og nú er okkar að fylgja því eftir í framkvæmd. Móttaka kvótaflóttamanna á að vera ofarlega í forgangsröðinni því Ísland er mjög vel í stakk búið að taka á móti flóttafólki. Það er slæmur siður að horfa eingöngu á efnahagslega burði og ávinning af hinu og þessu. Samfélagslegir burðir eru svo sannarlega til staðar á Íslandi. Hér er nægjanlegt landrými, vatn og fæða og undirstöður samfélagsins eru sterkar. Móttökuferlið á Íslandi hefur þótt til fyrirmyndar á margan hátt. Það að vera sjálfstæð þjóð snýst ekki síst um að taka ábyrgð og vera fullorðin í samfélagi þjóðanna. Einn flóttamaður án vonar er einum of mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Flóttamaður er manneskja sem flúið hefur eigið land og er ofsótt vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, félagsstarfa eða stjórnmálaskoðana. Hvort sem flóttinn er vegna stríðsástands eða ofsókna þá á hún að öllum líkindum ekki afturkvæmt og litla möguleika á því að lifa frjáls og óttalaus við núverandi aðstæður. Flóttamaður getur einnig verið ríkisfangslaus. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna metur neyð fólks og forgangsraðar og á hverju ári kemur ákall frá stofnuninni til alþjóðasamfélagsins og þar með til Íslands um að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir að reynt sé að gæta öryggis fólks í flóttamannabúðum þá búa alltof margir við hörmulegar aðstæður og við stöðugan ótta. Helsta von fólks er að vera boðin vernd í nýju landi. Þegar íslenska flóttamannanefndin ákvað að fara inn í flóttamannabúðirnar í Al-Waleed í Írak sýndum við fordæmi sem reyndist skipta verulegu máli: Aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Nýlega gaf Sigríður Víðis Jónsdóttir út bókina Ríkisfang: Ekkert og þar segir hún frá konum og börnum sem komu frá flóttamannabúðunum og settust að á Akranesi. Í bókinni lýsir hún kaldranalegum aðstæðum í flóttamannabúðum þar sem möguleikarnir á því að skapa sér viðunandi lífsviðurværi eru engir. Hún segir sögu þeirra og gefur fólki tækifæri til að sjá inn í heim sem flestum er fjarlægur og framandi. Bók Sigríðar Víðis er ómetanlegt framlag til málefna flóttamanna á Íslandi og ekki síður umfjöllunin í kjölfar útgáfu bókarinnar. Hún hefur orðið kveikja að áhuga og umræðum um ábyrgð Íslands og nú er okkar að fylgja því eftir í framkvæmd. Móttaka kvótaflóttamanna á að vera ofarlega í forgangsröðinni því Ísland er mjög vel í stakk búið að taka á móti flóttafólki. Það er slæmur siður að horfa eingöngu á efnahagslega burði og ávinning af hinu og þessu. Samfélagslegir burðir eru svo sannarlega til staðar á Íslandi. Hér er nægjanlegt landrými, vatn og fæða og undirstöður samfélagsins eru sterkar. Móttökuferlið á Íslandi hefur þótt til fyrirmyndar á margan hátt. Það að vera sjálfstæð þjóð snýst ekki síst um að taka ábyrgð og vera fullorðin í samfélagi þjóðanna. Einn flóttamaður án vonar er einum of mikið.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar