Fram á við í móttöku flóttamanna Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar 16. nóvember 2011 07:00 Flóttamaður er manneskja sem flúið hefur eigið land og er ofsótt vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, félagsstarfa eða stjórnmálaskoðana. Hvort sem flóttinn er vegna stríðsástands eða ofsókna þá á hún að öllum líkindum ekki afturkvæmt og litla möguleika á því að lifa frjáls og óttalaus við núverandi aðstæður. Flóttamaður getur einnig verið ríkisfangslaus. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna metur neyð fólks og forgangsraðar og á hverju ári kemur ákall frá stofnuninni til alþjóðasamfélagsins og þar með til Íslands um að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir að reynt sé að gæta öryggis fólks í flóttamannabúðum þá búa alltof margir við hörmulegar aðstæður og við stöðugan ótta. Helsta von fólks er að vera boðin vernd í nýju landi. Þegar íslenska flóttamannanefndin ákvað að fara inn í flóttamannabúðirnar í Al-Waleed í Írak sýndum við fordæmi sem reyndist skipta verulegu máli: Aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Nýlega gaf Sigríður Víðis Jónsdóttir út bókina Ríkisfang: Ekkert og þar segir hún frá konum og börnum sem komu frá flóttamannabúðunum og settust að á Akranesi. Í bókinni lýsir hún kaldranalegum aðstæðum í flóttamannabúðum þar sem möguleikarnir á því að skapa sér viðunandi lífsviðurværi eru engir. Hún segir sögu þeirra og gefur fólki tækifæri til að sjá inn í heim sem flestum er fjarlægur og framandi. Bók Sigríðar Víðis er ómetanlegt framlag til málefna flóttamanna á Íslandi og ekki síður umfjöllunin í kjölfar útgáfu bókarinnar. Hún hefur orðið kveikja að áhuga og umræðum um ábyrgð Íslands og nú er okkar að fylgja því eftir í framkvæmd. Móttaka kvótaflóttamanna á að vera ofarlega í forgangsröðinni því Ísland er mjög vel í stakk búið að taka á móti flóttafólki. Það er slæmur siður að horfa eingöngu á efnahagslega burði og ávinning af hinu og þessu. Samfélagslegir burðir eru svo sannarlega til staðar á Íslandi. Hér er nægjanlegt landrými, vatn og fæða og undirstöður samfélagsins eru sterkar. Móttökuferlið á Íslandi hefur þótt til fyrirmyndar á margan hátt. Það að vera sjálfstæð þjóð snýst ekki síst um að taka ábyrgð og vera fullorðin í samfélagi þjóðanna. Einn flóttamaður án vonar er einum of mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Flóttamaður er manneskja sem flúið hefur eigið land og er ofsótt vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, félagsstarfa eða stjórnmálaskoðana. Hvort sem flóttinn er vegna stríðsástands eða ofsókna þá á hún að öllum líkindum ekki afturkvæmt og litla möguleika á því að lifa frjáls og óttalaus við núverandi aðstæður. Flóttamaður getur einnig verið ríkisfangslaus. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna metur neyð fólks og forgangsraðar og á hverju ári kemur ákall frá stofnuninni til alþjóðasamfélagsins og þar með til Íslands um að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir að reynt sé að gæta öryggis fólks í flóttamannabúðum þá búa alltof margir við hörmulegar aðstæður og við stöðugan ótta. Helsta von fólks er að vera boðin vernd í nýju landi. Þegar íslenska flóttamannanefndin ákvað að fara inn í flóttamannabúðirnar í Al-Waleed í Írak sýndum við fordæmi sem reyndist skipta verulegu máli: Aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Nýlega gaf Sigríður Víðis Jónsdóttir út bókina Ríkisfang: Ekkert og þar segir hún frá konum og börnum sem komu frá flóttamannabúðunum og settust að á Akranesi. Í bókinni lýsir hún kaldranalegum aðstæðum í flóttamannabúðum þar sem möguleikarnir á því að skapa sér viðunandi lífsviðurværi eru engir. Hún segir sögu þeirra og gefur fólki tækifæri til að sjá inn í heim sem flestum er fjarlægur og framandi. Bók Sigríðar Víðis er ómetanlegt framlag til málefna flóttamanna á Íslandi og ekki síður umfjöllunin í kjölfar útgáfu bókarinnar. Hún hefur orðið kveikja að áhuga og umræðum um ábyrgð Íslands og nú er okkar að fylgja því eftir í framkvæmd. Móttaka kvótaflóttamanna á að vera ofarlega í forgangsröðinni því Ísland er mjög vel í stakk búið að taka á móti flóttafólki. Það er slæmur siður að horfa eingöngu á efnahagslega burði og ávinning af hinu og þessu. Samfélagslegir burðir eru svo sannarlega til staðar á Íslandi. Hér er nægjanlegt landrými, vatn og fæða og undirstöður samfélagsins eru sterkar. Móttökuferlið á Íslandi hefur þótt til fyrirmyndar á margan hátt. Það að vera sjálfstæð þjóð snýst ekki síst um að taka ábyrgð og vera fullorðin í samfélagi þjóðanna. Einn flóttamaður án vonar er einum of mikið.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun