NBA í nótt: Boston og Lakers unnu góða sigra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2011 09:00 Kobe Bryant í leiknum í nótt. Mynd/AP Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá unnu stórliðin Boston Celtics og LA Lakers sterka andstæðinga. Boston vann San Antonio, 107-97. Síðarnefnda liðið er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni en tapaði engu að síður sínum fimmta leik í röð í nótt. Boston átti heldur ekki frábæru gengi að fagna í marsmánuði en liðið missti til að mynda fyrsta sætið í Austurdeildinni í hendur Chicago. Boston vann „aðeins" níu leiki af sextán í mánuðinum en liðið má helst ekki við því að tapa mörgum leikjum til viðbótar þar sem að Miami er skammt undan í þriðja sætinu. Í nótt skoraði Rajon Rondo 22 stig auk þess sem hann gaf fjórtán stoðsendingar fyrir Boston. Jermaine O'Neal lék einnig með liðinu á nýjan leik eftir að hafa verið frá vegna hnémeiðsla. Paul Pierce var með 21 stig og ellefu fráköst og Kevin Garnett með 20 stig. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan, sem hefur misst af síðustu fjórum leikjum, sneri aftur og var með 20 stig og þrettán fráköst. Manu Ginobili hefur einnig verið frá vegna meiðsla en hann hitti illa í nótt og var aðeins með níu stig. San Antonio hefur átt frábært tímabil en á nú erfitt uppdráttar og það á versta mögulega tíma. Það er stutt í að úrslitakeppnin hefjist og með þessu áframhaldi eru góðar líkur á því að liðið muni missa toppsætið í Vesturdeildinni. LA Lakers og Dallas eru ekki langt undan. Þessi tvö lið mættust einmitt í nótt og vann Lakers sautján stiga sigur, 109-82. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers og Andrew Bynum átti einnig góðan leik en hann var með átján stig og þrettán fráköst. Alls fengu fimm leikmenn að fjúka út af í leiknum. Þeir Matt Barnes og Steve Blake úr Lakers og Jason Terry og Brendan Haywood úr Dallas fengu allir brottvísun fyrir stimpingar í fjórða leikhluta. Shannon Brown, Lakers, fékk svo sömu refsingu síðar í leiknum í ótengdu atviki. Þetta var alls sextándi sigur Lakers í síðustu sautján leikjum liðsins og virðist liðið vera að toppa á hárréttum tíma. Liðið er nú með jafn gott sigurhlutfall og Chicago, topplið Austurdeildarinnar. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 27 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá unnu stórliðin Boston Celtics og LA Lakers sterka andstæðinga. Boston vann San Antonio, 107-97. Síðarnefnda liðið er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni en tapaði engu að síður sínum fimmta leik í röð í nótt. Boston átti heldur ekki frábæru gengi að fagna í marsmánuði en liðið missti til að mynda fyrsta sætið í Austurdeildinni í hendur Chicago. Boston vann „aðeins" níu leiki af sextán í mánuðinum en liðið má helst ekki við því að tapa mörgum leikjum til viðbótar þar sem að Miami er skammt undan í þriðja sætinu. Í nótt skoraði Rajon Rondo 22 stig auk þess sem hann gaf fjórtán stoðsendingar fyrir Boston. Jermaine O'Neal lék einnig með liðinu á nýjan leik eftir að hafa verið frá vegna hnémeiðsla. Paul Pierce var með 21 stig og ellefu fráköst og Kevin Garnett með 20 stig. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan, sem hefur misst af síðustu fjórum leikjum, sneri aftur og var með 20 stig og þrettán fráköst. Manu Ginobili hefur einnig verið frá vegna meiðsla en hann hitti illa í nótt og var aðeins með níu stig. San Antonio hefur átt frábært tímabil en á nú erfitt uppdráttar og það á versta mögulega tíma. Það er stutt í að úrslitakeppnin hefjist og með þessu áframhaldi eru góðar líkur á því að liðið muni missa toppsætið í Vesturdeildinni. LA Lakers og Dallas eru ekki langt undan. Þessi tvö lið mættust einmitt í nótt og vann Lakers sautján stiga sigur, 109-82. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers og Andrew Bynum átti einnig góðan leik en hann var með átján stig og þrettán fráköst. Alls fengu fimm leikmenn að fjúka út af í leiknum. Þeir Matt Barnes og Steve Blake úr Lakers og Jason Terry og Brendan Haywood úr Dallas fengu allir brottvísun fyrir stimpingar í fjórða leikhluta. Shannon Brown, Lakers, fékk svo sömu refsingu síðar í leiknum í ótengdu atviki. Þetta var alls sextándi sigur Lakers í síðustu sautján leikjum liðsins og virðist liðið vera að toppa á hárréttum tíma. Liðið er nú með jafn gott sigurhlutfall og Chicago, topplið Austurdeildarinnar. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 27 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst.
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira