Að losna við verðtryggingu Magnús Orri Schram skrifar 10. mars 2011 06:00 Verðtryggingu var komið á árið 1979 til að verðtryggja sparifé landsmanna. Þannig áttu 10.000 krónur lagðar í sparnað 1980 að vera ígildi 10.000 króna árið 2011, plús ávöxtun. Áður hafði sparnaður brunnið upp í verðbólgu og því tókst ekki að byggja upp öflugt lífeyriskerfi. Verðtryggingin átti þannig að tryggja að spariféið héldi verðgildi sínu. Sparnaðurinn er m.a. ávaxtaður í húsnæðiskerfinu og til að tryggja hann gegn rýrnun eru húsnæðislánin okkar verðtryggð. Þar verður ókostur verðtryggingar öllum ljós. Hann birtist okkur í 30% hækkun allra innlendra húsnæðislána við hrun krónunnar 2008 og nýlegri sex milljarða hækkun húsnæðislána vegna hækkunar á olíu. Þannig hækka lánin vegna þess að verja þarf sparnaðinn. Þannig verður verðtryggingin herkostnaðurinn í litlu berskjölduðu hagkerfi með eigin mynt. Ef við viljum breyta þessu kerfi verður að loka hagkerfinu eða breyta myntinni. Öðruvísi verður ekki komist hjá sveiflunum. Lokað hagkerfi þýðir upptaka á haftakerfi fortíðar, úrsögn úr EES og þar með t.d. afnám tollfríðinda fyrir fiskafurðir. Þá er hægt að breyta um mynt – og það yrði gert með einhliða upptöku eða samstarf um evru. Einhliða upptöku er slæmur kostur því þá þyrfti að nota forða ríkisins af dollurum og evrum til að kaupa krónur af Íslendingum og koma svo verðlausu krónuseðlunum fyrir kattarnef. Það væri mikil sóun á fjármunum, þegar hægt væri að framkvæma umskiptin mun ódýrar ef farið yrði í samstarf á vettvangi evrunnar. Sumir þingmenn telja að með töfralausnum sé hægt að koma í veg fyrir verðbólgu og afnema verðtryggingu. Hagstjórnarumbætur eru nauðsynlegar og að þeim er verið að vinna en íslenskir stjórnmálamenn geta hins vegar ekki varið skuldir heimilanna gegn sveiflum á verði olíu nema með upptöku annarar myntar. Verðbólga og verðtrygging verða alltaf fylgifiskur krónunnar nema við viljum hverfa til haftastefnu fortíðar eða eiga á hættu að sparnaður hverfi. Upptaka annarar myntar er því eina raunhæfa leiðin til að losna undan verðtryggingu og afleiðingum hennar, eins og t.d. tengslum olíuverðs við skuldir íslenskra heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verðtryggingu var komið á árið 1979 til að verðtryggja sparifé landsmanna. Þannig áttu 10.000 krónur lagðar í sparnað 1980 að vera ígildi 10.000 króna árið 2011, plús ávöxtun. Áður hafði sparnaður brunnið upp í verðbólgu og því tókst ekki að byggja upp öflugt lífeyriskerfi. Verðtryggingin átti þannig að tryggja að spariféið héldi verðgildi sínu. Sparnaðurinn er m.a. ávaxtaður í húsnæðiskerfinu og til að tryggja hann gegn rýrnun eru húsnæðislánin okkar verðtryggð. Þar verður ókostur verðtryggingar öllum ljós. Hann birtist okkur í 30% hækkun allra innlendra húsnæðislána við hrun krónunnar 2008 og nýlegri sex milljarða hækkun húsnæðislána vegna hækkunar á olíu. Þannig hækka lánin vegna þess að verja þarf sparnaðinn. Þannig verður verðtryggingin herkostnaðurinn í litlu berskjölduðu hagkerfi með eigin mynt. Ef við viljum breyta þessu kerfi verður að loka hagkerfinu eða breyta myntinni. Öðruvísi verður ekki komist hjá sveiflunum. Lokað hagkerfi þýðir upptaka á haftakerfi fortíðar, úrsögn úr EES og þar með t.d. afnám tollfríðinda fyrir fiskafurðir. Þá er hægt að breyta um mynt – og það yrði gert með einhliða upptöku eða samstarf um evru. Einhliða upptöku er slæmur kostur því þá þyrfti að nota forða ríkisins af dollurum og evrum til að kaupa krónur af Íslendingum og koma svo verðlausu krónuseðlunum fyrir kattarnef. Það væri mikil sóun á fjármunum, þegar hægt væri að framkvæma umskiptin mun ódýrar ef farið yrði í samstarf á vettvangi evrunnar. Sumir þingmenn telja að með töfralausnum sé hægt að koma í veg fyrir verðbólgu og afnema verðtryggingu. Hagstjórnarumbætur eru nauðsynlegar og að þeim er verið að vinna en íslenskir stjórnmálamenn geta hins vegar ekki varið skuldir heimilanna gegn sveiflum á verði olíu nema með upptöku annarar myntar. Verðbólga og verðtrygging verða alltaf fylgifiskur krónunnar nema við viljum hverfa til haftastefnu fortíðar eða eiga á hættu að sparnaður hverfi. Upptaka annarar myntar er því eina raunhæfa leiðin til að losna undan verðtryggingu og afleiðingum hennar, eins og t.d. tengslum olíuverðs við skuldir íslenskra heimila.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun