Að losna við verðtryggingu Magnús Orri Schram skrifar 10. mars 2011 06:00 Verðtryggingu var komið á árið 1979 til að verðtryggja sparifé landsmanna. Þannig áttu 10.000 krónur lagðar í sparnað 1980 að vera ígildi 10.000 króna árið 2011, plús ávöxtun. Áður hafði sparnaður brunnið upp í verðbólgu og því tókst ekki að byggja upp öflugt lífeyriskerfi. Verðtryggingin átti þannig að tryggja að spariféið héldi verðgildi sínu. Sparnaðurinn er m.a. ávaxtaður í húsnæðiskerfinu og til að tryggja hann gegn rýrnun eru húsnæðislánin okkar verðtryggð. Þar verður ókostur verðtryggingar öllum ljós. Hann birtist okkur í 30% hækkun allra innlendra húsnæðislána við hrun krónunnar 2008 og nýlegri sex milljarða hækkun húsnæðislána vegna hækkunar á olíu. Þannig hækka lánin vegna þess að verja þarf sparnaðinn. Þannig verður verðtryggingin herkostnaðurinn í litlu berskjölduðu hagkerfi með eigin mynt. Ef við viljum breyta þessu kerfi verður að loka hagkerfinu eða breyta myntinni. Öðruvísi verður ekki komist hjá sveiflunum. Lokað hagkerfi þýðir upptaka á haftakerfi fortíðar, úrsögn úr EES og þar með t.d. afnám tollfríðinda fyrir fiskafurðir. Þá er hægt að breyta um mynt – og það yrði gert með einhliða upptöku eða samstarf um evru. Einhliða upptöku er slæmur kostur því þá þyrfti að nota forða ríkisins af dollurum og evrum til að kaupa krónur af Íslendingum og koma svo verðlausu krónuseðlunum fyrir kattarnef. Það væri mikil sóun á fjármunum, þegar hægt væri að framkvæma umskiptin mun ódýrar ef farið yrði í samstarf á vettvangi evrunnar. Sumir þingmenn telja að með töfralausnum sé hægt að koma í veg fyrir verðbólgu og afnema verðtryggingu. Hagstjórnarumbætur eru nauðsynlegar og að þeim er verið að vinna en íslenskir stjórnmálamenn geta hins vegar ekki varið skuldir heimilanna gegn sveiflum á verði olíu nema með upptöku annarar myntar. Verðbólga og verðtrygging verða alltaf fylgifiskur krónunnar nema við viljum hverfa til haftastefnu fortíðar eða eiga á hættu að sparnaður hverfi. Upptaka annarar myntar er því eina raunhæfa leiðin til að losna undan verðtryggingu og afleiðingum hennar, eins og t.d. tengslum olíuverðs við skuldir íslenskra heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Verðtryggingu var komið á árið 1979 til að verðtryggja sparifé landsmanna. Þannig áttu 10.000 krónur lagðar í sparnað 1980 að vera ígildi 10.000 króna árið 2011, plús ávöxtun. Áður hafði sparnaður brunnið upp í verðbólgu og því tókst ekki að byggja upp öflugt lífeyriskerfi. Verðtryggingin átti þannig að tryggja að spariféið héldi verðgildi sínu. Sparnaðurinn er m.a. ávaxtaður í húsnæðiskerfinu og til að tryggja hann gegn rýrnun eru húsnæðislánin okkar verðtryggð. Þar verður ókostur verðtryggingar öllum ljós. Hann birtist okkur í 30% hækkun allra innlendra húsnæðislána við hrun krónunnar 2008 og nýlegri sex milljarða hækkun húsnæðislána vegna hækkunar á olíu. Þannig hækka lánin vegna þess að verja þarf sparnaðinn. Þannig verður verðtryggingin herkostnaðurinn í litlu berskjölduðu hagkerfi með eigin mynt. Ef við viljum breyta þessu kerfi verður að loka hagkerfinu eða breyta myntinni. Öðruvísi verður ekki komist hjá sveiflunum. Lokað hagkerfi þýðir upptaka á haftakerfi fortíðar, úrsögn úr EES og þar með t.d. afnám tollfríðinda fyrir fiskafurðir. Þá er hægt að breyta um mynt – og það yrði gert með einhliða upptöku eða samstarf um evru. Einhliða upptöku er slæmur kostur því þá þyrfti að nota forða ríkisins af dollurum og evrum til að kaupa krónur af Íslendingum og koma svo verðlausu krónuseðlunum fyrir kattarnef. Það væri mikil sóun á fjármunum, þegar hægt væri að framkvæma umskiptin mun ódýrar ef farið yrði í samstarf á vettvangi evrunnar. Sumir þingmenn telja að með töfralausnum sé hægt að koma í veg fyrir verðbólgu og afnema verðtryggingu. Hagstjórnarumbætur eru nauðsynlegar og að þeim er verið að vinna en íslenskir stjórnmálamenn geta hins vegar ekki varið skuldir heimilanna gegn sveiflum á verði olíu nema með upptöku annarar myntar. Verðbólga og verðtrygging verða alltaf fylgifiskur krónunnar nema við viljum hverfa til haftastefnu fortíðar eða eiga á hættu að sparnaður hverfi. Upptaka annarar myntar er því eina raunhæfa leiðin til að losna undan verðtryggingu og afleiðingum hennar, eins og t.d. tengslum olíuverðs við skuldir íslenskra heimila.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar