HM 2011: Miklir yfirburðir í D-riðli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. desember 2011 14:45 Frakkar höfðu betur gegn Túnisum. Nordic Photos / Getty Images Tveimur umferðum er nú lokið í öllum riðlum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem nú fer fram í Brasilíu. Evrópuliðin þrjú hafa ótrúlega yfirburði í D-riðli og nánast örugg með sæti í 16-liða úrslitunum. Króatía, Danmörk og Svíþjóð hafa öll unnið fyrstu leiki sína í D-riðli og það með miklum yfirburðum. Króatía vann til að mynda 30 marka sigur á Úrúgvæ í gær, 45-15. Danmörk og Króatía mætast svo í spennandi leik í kvöld en Svíar ættu að eiga sigurinn vísan gegn Úrúgvæum. Í C-riðli eru líka þrjú lið, Frakkland, Brasilía og Rúmenía, einnig með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina og því í mjög góðri stöðu fyrir 16-liða úrslitin. Fjögur efstu liðin í hverjum riðli komast áfram upp úr riðlakeppninni. Af hinum liðunum í C-riðli virðist Túnis vera með sterkasta liðið en Túnisar hafa tapað sínum leikjum með talsvert minni mun en Kúbverjar og Japanar, sem munu af öllum líkindum enda í tveimur neðstu sætunum og taka þar með þátt í hinum svokallaða Forsetabikar. Túnis mætir einmitt Kúbu síðar í dag og mun mikið ráðast af þeim leik. Japan var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla og á erfiðan leik gegn Rúmeníu í kvöld. En baráttan mun einnig standa um efstu sæti riðilsins þar sem í húfi er þeim mun auðveldari andstæðingur í 16-liða úrslitum keppninnar. Frakkland og Brasilía mætast þar í mikilvægum leik en heimamenn ætla sér að ná langt í keppninni. Það er spilað í öllum riðlum í kvöld en spennan er aðeins meiri í A- og B-riðlunum. Ísland er í A-riðli og á erfiðan leik gegn Noregi í kvöld en forvitnilegt verður að sjá hvort að Angóla nái að stríða sterku liði Svartfjallalands, sem Ísland reyndar vann um helgina. Stelpurnar okkar töpuðu svo fyrir Angóla á sunnudaginn, sem kunnugt er. Í B-riðli mæta heimsmeistarar Rússland liði Ástralíu, sem verður væntanlega að teljast lakasta lið keppninnar. Hollendingar ættu að hafa betur gegn Kasökum og þá mætast Spánverjar og Suður-Kóreumenn.Sjá hér yfirlit yfir leiki dagsins. Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Tveimur umferðum er nú lokið í öllum riðlum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem nú fer fram í Brasilíu. Evrópuliðin þrjú hafa ótrúlega yfirburði í D-riðli og nánast örugg með sæti í 16-liða úrslitunum. Króatía, Danmörk og Svíþjóð hafa öll unnið fyrstu leiki sína í D-riðli og það með miklum yfirburðum. Króatía vann til að mynda 30 marka sigur á Úrúgvæ í gær, 45-15. Danmörk og Króatía mætast svo í spennandi leik í kvöld en Svíar ættu að eiga sigurinn vísan gegn Úrúgvæum. Í C-riðli eru líka þrjú lið, Frakkland, Brasilía og Rúmenía, einnig með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina og því í mjög góðri stöðu fyrir 16-liða úrslitin. Fjögur efstu liðin í hverjum riðli komast áfram upp úr riðlakeppninni. Af hinum liðunum í C-riðli virðist Túnis vera með sterkasta liðið en Túnisar hafa tapað sínum leikjum með talsvert minni mun en Kúbverjar og Japanar, sem munu af öllum líkindum enda í tveimur neðstu sætunum og taka þar með þátt í hinum svokallaða Forsetabikar. Túnis mætir einmitt Kúbu síðar í dag og mun mikið ráðast af þeim leik. Japan var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla og á erfiðan leik gegn Rúmeníu í kvöld. En baráttan mun einnig standa um efstu sæti riðilsins þar sem í húfi er þeim mun auðveldari andstæðingur í 16-liða úrslitum keppninnar. Frakkland og Brasilía mætast þar í mikilvægum leik en heimamenn ætla sér að ná langt í keppninni. Það er spilað í öllum riðlum í kvöld en spennan er aðeins meiri í A- og B-riðlunum. Ísland er í A-riðli og á erfiðan leik gegn Noregi í kvöld en forvitnilegt verður að sjá hvort að Angóla nái að stríða sterku liði Svartfjallalands, sem Ísland reyndar vann um helgina. Stelpurnar okkar töpuðu svo fyrir Angóla á sunnudaginn, sem kunnugt er. Í B-riðli mæta heimsmeistarar Rússland liði Ástralíu, sem verður væntanlega að teljast lakasta lið keppninnar. Hollendingar ættu að hafa betur gegn Kasökum og þá mætast Spánverjar og Suður-Kóreumenn.Sjá hér yfirlit yfir leiki dagsins.
Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita