Umfjöllun og viðtöl: Noregur - Ísland 27-14 Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 6. desember 2011 16:16 Mynd/Pjetur Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í frekar erfiðri stöðu eftir 27-14 tap gegn Noregi í kvöld á HM í Brasilíu. Ísland þarf að fá 3 stig úr síðustu tveimur leikjum sínum til þess að komast í 16-liða úrslit. Og það þarf margt að lagast í leik liðsins til þess að svo verði. Staðan var 14-7 í hálfleik og slakur sóknarleikur Íslands er helsta áhyggjuefnið – ásamt því að markverðirnir vörðu aðeins 5 skot. Byrjunin á leiknum lofaði góðu. Ísland komst í 2-1 en síðan skoruðu Norðmenn 7 mörk í röð, 8-2. Sjálfstraustið sem geislaði af íslenska liðinu í 22-21 sigri liðsins gegn Svartfjallalandi hefur ekki sést frá þeim leik. Of margir leikmenn eru of ragir við að skjóta, framkvæma og láta vaða á markið. Leikaðferð Noregs gekk fullkomnlega upp. Ísland var með boltann í 20 mínútur í fyrri hálfleik og Norðmenn fengu „hann lánaðan" í 10 mínútur til þess að skora 14 mörk flest úr hraðaupphlaupum. Sami háttur var á í síðari hálfleik. Í stöðunni 18-10 komu 5 norsk mörk í röð, 23-10, og útlitið dökkt. Ísland náði aðeins að stöðva blæðinguna á lokamínútunum og það verður að teljast jákvætt. Ungir leikmenn á borð við Þorgerði Önnu Atladóttur og Birnu Berg Haraldsdóttur fengu að spila meira en oft áður. Þær eru aðeins 18 ára gamlar og fengu dýrmæta reynslu. Rut Jónsdóttir reyndi líka aðeins meira en í fyrstu tveimur leikjunum. Hún á samt sem áður mikið inni. Mest mæðir á þeim Karenu Knútsdóttur, Stellu Sigurðardóttur og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í sóknarleiknum. Anna fékk fína aðstoð á upphafsmínútunum en síðan datt það upp fyrir. Skotnýting Íslands í leiknum var hrikalega slök, eða rétt um 30% á meðan Norðmenn voru með 66% nýtingu. Ísland mætir Þýskalandi á morgun í næst síðasta leiknum í riðlinum. Liðið þarf nauðsynlega að ná einu stigi og það ætti alveg að vera hægt. Þjóðverjar virka ekki í góðu standi og gætu gefið færi á sér. Þórey Rósa: Við getum gert miklu betur „Markvarslan var ekki nógu góð en það má alveg kenna vörninni um það. Við fengum ekki mörg mörk á okkur úr opnum hraðaupphlaupum. Það er jákvætt en við getum gert miklu betur," sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir hægri hornamaður Íslands. „Leikmenn norska liðsins eru allar að spila í bestu deildum heims með bestu liðum heims. Það er munurinn á okkur og þeim. Mér finnst við aðeins hafa misst dampinn en það er nóg eftir og það er enn séns að gera eitthvað betra. Ég tel að við getum náð góðum úrslitum gegn Þýskalandi með góðri vörn og markvörslu, sagði Þórey Rósa. Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í frekar erfiðri stöðu eftir 27-14 tap gegn Noregi í kvöld á HM í Brasilíu. Ísland þarf að fá 3 stig úr síðustu tveimur leikjum sínum til þess að komast í 16-liða úrslit. Og það þarf margt að lagast í leik liðsins til þess að svo verði. Staðan var 14-7 í hálfleik og slakur sóknarleikur Íslands er helsta áhyggjuefnið – ásamt því að markverðirnir vörðu aðeins 5 skot. Byrjunin á leiknum lofaði góðu. Ísland komst í 2-1 en síðan skoruðu Norðmenn 7 mörk í röð, 8-2. Sjálfstraustið sem geislaði af íslenska liðinu í 22-21 sigri liðsins gegn Svartfjallalandi hefur ekki sést frá þeim leik. Of margir leikmenn eru of ragir við að skjóta, framkvæma og láta vaða á markið. Leikaðferð Noregs gekk fullkomnlega upp. Ísland var með boltann í 20 mínútur í fyrri hálfleik og Norðmenn fengu „hann lánaðan" í 10 mínútur til þess að skora 14 mörk flest úr hraðaupphlaupum. Sami háttur var á í síðari hálfleik. Í stöðunni 18-10 komu 5 norsk mörk í röð, 23-10, og útlitið dökkt. Ísland náði aðeins að stöðva blæðinguna á lokamínútunum og það verður að teljast jákvætt. Ungir leikmenn á borð við Þorgerði Önnu Atladóttur og Birnu Berg Haraldsdóttur fengu að spila meira en oft áður. Þær eru aðeins 18 ára gamlar og fengu dýrmæta reynslu. Rut Jónsdóttir reyndi líka aðeins meira en í fyrstu tveimur leikjunum. Hún á samt sem áður mikið inni. Mest mæðir á þeim Karenu Knútsdóttur, Stellu Sigurðardóttur og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í sóknarleiknum. Anna fékk fína aðstoð á upphafsmínútunum en síðan datt það upp fyrir. Skotnýting Íslands í leiknum var hrikalega slök, eða rétt um 30% á meðan Norðmenn voru með 66% nýtingu. Ísland mætir Þýskalandi á morgun í næst síðasta leiknum í riðlinum. Liðið þarf nauðsynlega að ná einu stigi og það ætti alveg að vera hægt. Þjóðverjar virka ekki í góðu standi og gætu gefið færi á sér. Þórey Rósa: Við getum gert miklu betur „Markvarslan var ekki nógu góð en það má alveg kenna vörninni um það. Við fengum ekki mörg mörk á okkur úr opnum hraðaupphlaupum. Það er jákvætt en við getum gert miklu betur," sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir hægri hornamaður Íslands. „Leikmenn norska liðsins eru allar að spila í bestu deildum heims með bestu liðum heims. Það er munurinn á okkur og þeim. Mér finnst við aðeins hafa misst dampinn en það er nóg eftir og það er enn séns að gera eitthvað betra. Ég tel að við getum náð góðum úrslitum gegn Þýskalandi með góðri vörn og markvörslu, sagði Þórey Rósa.
Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Sjá meira