Umfjöllun og viðtöl: Noregur - Ísland 27-14 Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 6. desember 2011 16:16 Mynd/Pjetur Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í frekar erfiðri stöðu eftir 27-14 tap gegn Noregi í kvöld á HM í Brasilíu. Ísland þarf að fá 3 stig úr síðustu tveimur leikjum sínum til þess að komast í 16-liða úrslit. Og það þarf margt að lagast í leik liðsins til þess að svo verði. Staðan var 14-7 í hálfleik og slakur sóknarleikur Íslands er helsta áhyggjuefnið – ásamt því að markverðirnir vörðu aðeins 5 skot. Byrjunin á leiknum lofaði góðu. Ísland komst í 2-1 en síðan skoruðu Norðmenn 7 mörk í röð, 8-2. Sjálfstraustið sem geislaði af íslenska liðinu í 22-21 sigri liðsins gegn Svartfjallalandi hefur ekki sést frá þeim leik. Of margir leikmenn eru of ragir við að skjóta, framkvæma og láta vaða á markið. Leikaðferð Noregs gekk fullkomnlega upp. Ísland var með boltann í 20 mínútur í fyrri hálfleik og Norðmenn fengu „hann lánaðan" í 10 mínútur til þess að skora 14 mörk flest úr hraðaupphlaupum. Sami háttur var á í síðari hálfleik. Í stöðunni 18-10 komu 5 norsk mörk í röð, 23-10, og útlitið dökkt. Ísland náði aðeins að stöðva blæðinguna á lokamínútunum og það verður að teljast jákvætt. Ungir leikmenn á borð við Þorgerði Önnu Atladóttur og Birnu Berg Haraldsdóttur fengu að spila meira en oft áður. Þær eru aðeins 18 ára gamlar og fengu dýrmæta reynslu. Rut Jónsdóttir reyndi líka aðeins meira en í fyrstu tveimur leikjunum. Hún á samt sem áður mikið inni. Mest mæðir á þeim Karenu Knútsdóttur, Stellu Sigurðardóttur og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í sóknarleiknum. Anna fékk fína aðstoð á upphafsmínútunum en síðan datt það upp fyrir. Skotnýting Íslands í leiknum var hrikalega slök, eða rétt um 30% á meðan Norðmenn voru með 66% nýtingu. Ísland mætir Þýskalandi á morgun í næst síðasta leiknum í riðlinum. Liðið þarf nauðsynlega að ná einu stigi og það ætti alveg að vera hægt. Þjóðverjar virka ekki í góðu standi og gætu gefið færi á sér. Þórey Rósa: Við getum gert miklu betur „Markvarslan var ekki nógu góð en það má alveg kenna vörninni um það. Við fengum ekki mörg mörk á okkur úr opnum hraðaupphlaupum. Það er jákvætt en við getum gert miklu betur," sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir hægri hornamaður Íslands. „Leikmenn norska liðsins eru allar að spila í bestu deildum heims með bestu liðum heims. Það er munurinn á okkur og þeim. Mér finnst við aðeins hafa misst dampinn en það er nóg eftir og það er enn séns að gera eitthvað betra. Ég tel að við getum náð góðum úrslitum gegn Þýskalandi með góðri vörn og markvörslu, sagði Þórey Rósa. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í frekar erfiðri stöðu eftir 27-14 tap gegn Noregi í kvöld á HM í Brasilíu. Ísland þarf að fá 3 stig úr síðustu tveimur leikjum sínum til þess að komast í 16-liða úrslit. Og það þarf margt að lagast í leik liðsins til þess að svo verði. Staðan var 14-7 í hálfleik og slakur sóknarleikur Íslands er helsta áhyggjuefnið – ásamt því að markverðirnir vörðu aðeins 5 skot. Byrjunin á leiknum lofaði góðu. Ísland komst í 2-1 en síðan skoruðu Norðmenn 7 mörk í röð, 8-2. Sjálfstraustið sem geislaði af íslenska liðinu í 22-21 sigri liðsins gegn Svartfjallalandi hefur ekki sést frá þeim leik. Of margir leikmenn eru of ragir við að skjóta, framkvæma og láta vaða á markið. Leikaðferð Noregs gekk fullkomnlega upp. Ísland var með boltann í 20 mínútur í fyrri hálfleik og Norðmenn fengu „hann lánaðan" í 10 mínútur til þess að skora 14 mörk flest úr hraðaupphlaupum. Sami háttur var á í síðari hálfleik. Í stöðunni 18-10 komu 5 norsk mörk í röð, 23-10, og útlitið dökkt. Ísland náði aðeins að stöðva blæðinguna á lokamínútunum og það verður að teljast jákvætt. Ungir leikmenn á borð við Þorgerði Önnu Atladóttur og Birnu Berg Haraldsdóttur fengu að spila meira en oft áður. Þær eru aðeins 18 ára gamlar og fengu dýrmæta reynslu. Rut Jónsdóttir reyndi líka aðeins meira en í fyrstu tveimur leikjunum. Hún á samt sem áður mikið inni. Mest mæðir á þeim Karenu Knútsdóttur, Stellu Sigurðardóttur og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í sóknarleiknum. Anna fékk fína aðstoð á upphafsmínútunum en síðan datt það upp fyrir. Skotnýting Íslands í leiknum var hrikalega slök, eða rétt um 30% á meðan Norðmenn voru með 66% nýtingu. Ísland mætir Þýskalandi á morgun í næst síðasta leiknum í riðlinum. Liðið þarf nauðsynlega að ná einu stigi og það ætti alveg að vera hægt. Þjóðverjar virka ekki í góðu standi og gætu gefið færi á sér. Þórey Rósa: Við getum gert miklu betur „Markvarslan var ekki nógu góð en það má alveg kenna vörninni um það. Við fengum ekki mörg mörk á okkur úr opnum hraðaupphlaupum. Það er jákvætt en við getum gert miklu betur," sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir hægri hornamaður Íslands. „Leikmenn norska liðsins eru allar að spila í bestu deildum heims með bestu liðum heims. Það er munurinn á okkur og þeim. Mér finnst við aðeins hafa misst dampinn en það er nóg eftir og það er enn séns að gera eitthvað betra. Ég tel að við getum náð góðum úrslitum gegn Þýskalandi með góðri vörn og markvörslu, sagði Þórey Rósa.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira