Erlent

Faðir leitar á náðir netheima eftir að dóttir hans flúði að heiman

Faðir í Texas hefur leitað á náðir internetnotenda í von um að hafa upp á 17 ára dóttur sinni sem flúði að heiman fyrir stuttu.

Dóttir Ray Wilsons flúði að heiman 26. desember síðastliðinn. Í myndbandi sem Wilson birti á vefsíðunni YouTube biður hann internetnotendur um að hafa augun opin og að hjálpa sér að hafa upp á dóttur sinni.

Wilson setti myndbandið á Youtube í gær og nú þegar hafa rúmlega 200.000 manns horft á það.

Notendur á samskiptasíðunum Facebook, Twitter og Reddit hafa tekið höndum saman og dreift myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×