Vegna frétta RÚV um meint tryggingasvik út á látna konu Anný Dóra Hálfdánardóttir skrifar 4. febrúar 2011 10:15 Í kvöldfréttum RÚV 30.01. og 31.01. síðastliðinn er amma mín nafngreind í tengslum við meint tryggingasvik út á nafn hennar látinnar. Ekki var látið þar við sitja heldur útlistað nánar um hvaða manneskju væri að ræða og ættingja hennar með því að bendla okkur við kvikmyndina Djöflaeyjuna eftir Friðrik Þór Friðriksson og þrjár skáldsögur Einars Kárasonar. Farið var í grófum dráttum yfir „viðburðaríka" ævi þessarar merku konu, á léttvægan hátt og að mörgu leyti farið rangt með staðreyndir. Það virðist ekki skipta þá hjá RÚV nokkru máli að með framsetningu fréttanna, á þennan máta, féll grunur á alla fjölskyldumeðlimi hinnar látnu. Af virðingu við ömmu mína sé ég mig knúna til að skrifa þetta og lýsa yfir undrun minni og hneykslan á þessum vinnubrögðum sem ég tel RÚV ekki til framdráttar. Ég vil taka það fram að ég er ekki að amast við fréttunum sem slíkum, enda ekki hlynnt því að verið sé að svindla á skattborgurum þessa lands. Ég skil mætavel tilganginn í því að upplýsa skattgreiðendur um svikin og gæta hagsmuna þeirra. Gott og vel. Var virkilega nauðsynlegt að nafngreina látna konu, á þessu stigi málsins, og svívirða minningu hennar og mannorð ættingjanna? Dómstóll götunnar er harður og það er okkur saklausum fjölskyldumeðlimum þungbært að liggja undir grun án þess að hafa nokkuð um það að segja. Ég hef farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV en tjáð að slíka fái ég ekki. Að ekki hafi verið nokkurrar vanvirðingar að gæta í fréttunum en harmað ef þetta hafi valdið sárindum. Ég hélt að varlega þyrfti að stíga til jarðar í nafnbirtingum og vanda fréttaflutning á látnum einstaklingum. Ef ég skil þau svör sem ég hef fengið rétt þá var það fréttnæmt og ekki farið rangt með þær staðreyndir að ættingi lægi undir grun jafnframt því sem amma væri þekkt fyrirmynd persónu úr bókmenntum okkar landsmanna. Var þá ekki réttara og fagmannlegra að nafngreina þann grunaða og stikla á lífshlaupi þess aðila? Afsökunarbeiðnina fæ ég ekki. Því tel ég mikilvægt að opinbera þessar hugsanir mínar frammi fyrir alþjóð og halda þannig í heiðri minningu ömmu minnar heitinnar og mannorði okkar sem saklaus erum. Satt best að segja komu þessar fréttir okkur svo í opna skjöldu að ég hefði verið minna hissa ef fullmannað geimfar hefði lent í garðinum mínum. Dæmi nú hver fyrir sig um þennan fréttaflutning RÚV. Að lokum óska ég þess að sá seki fái viðhlítandi refsingu og ríkið peningana til baka. Megi amma hvíla í friði. Lifið heil! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum RÚV 30.01. og 31.01. síðastliðinn er amma mín nafngreind í tengslum við meint tryggingasvik út á nafn hennar látinnar. Ekki var látið þar við sitja heldur útlistað nánar um hvaða manneskju væri að ræða og ættingja hennar með því að bendla okkur við kvikmyndina Djöflaeyjuna eftir Friðrik Þór Friðriksson og þrjár skáldsögur Einars Kárasonar. Farið var í grófum dráttum yfir „viðburðaríka" ævi þessarar merku konu, á léttvægan hátt og að mörgu leyti farið rangt með staðreyndir. Það virðist ekki skipta þá hjá RÚV nokkru máli að með framsetningu fréttanna, á þennan máta, féll grunur á alla fjölskyldumeðlimi hinnar látnu. Af virðingu við ömmu mína sé ég mig knúna til að skrifa þetta og lýsa yfir undrun minni og hneykslan á þessum vinnubrögðum sem ég tel RÚV ekki til framdráttar. Ég vil taka það fram að ég er ekki að amast við fréttunum sem slíkum, enda ekki hlynnt því að verið sé að svindla á skattborgurum þessa lands. Ég skil mætavel tilganginn í því að upplýsa skattgreiðendur um svikin og gæta hagsmuna þeirra. Gott og vel. Var virkilega nauðsynlegt að nafngreina látna konu, á þessu stigi málsins, og svívirða minningu hennar og mannorð ættingjanna? Dómstóll götunnar er harður og það er okkur saklausum fjölskyldumeðlimum þungbært að liggja undir grun án þess að hafa nokkuð um það að segja. Ég hef farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV en tjáð að slíka fái ég ekki. Að ekki hafi verið nokkurrar vanvirðingar að gæta í fréttunum en harmað ef þetta hafi valdið sárindum. Ég hélt að varlega þyrfti að stíga til jarðar í nafnbirtingum og vanda fréttaflutning á látnum einstaklingum. Ef ég skil þau svör sem ég hef fengið rétt þá var það fréttnæmt og ekki farið rangt með þær staðreyndir að ættingi lægi undir grun jafnframt því sem amma væri þekkt fyrirmynd persónu úr bókmenntum okkar landsmanna. Var þá ekki réttara og fagmannlegra að nafngreina þann grunaða og stikla á lífshlaupi þess aðila? Afsökunarbeiðnina fæ ég ekki. Því tel ég mikilvægt að opinbera þessar hugsanir mínar frammi fyrir alþjóð og halda þannig í heiðri minningu ömmu minnar heitinnar og mannorði okkar sem saklaus erum. Satt best að segja komu þessar fréttir okkur svo í opna skjöldu að ég hefði verið minna hissa ef fullmannað geimfar hefði lent í garðinum mínum. Dæmi nú hver fyrir sig um þennan fréttaflutning RÚV. Að lokum óska ég þess að sá seki fái viðhlítandi refsingu og ríkið peningana til baka. Megi amma hvíla í friði. Lifið heil!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar