Viðskipti innlent

Viðskiptavinir geta losnað við FIT kostnaðinn

Mynd/Stefán Karlsson
Íslandsbanki býður viðskiptavinum sínum aukna þjónustu með því að veita þeim svigrúm til þess að lagfæra færslur sem hafa lent á FIT. Viðskiptavinir geta skráð FIT viðvörun í Netbanka og fengið tölvupóst eða SMS ef þeir fara yfir á reikningnum sínum, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

„Þetta er nýjung sem við höfum verið með í bígerð í nokkurn tíma og þekkist víða erlendis. Þessi þjónusta er meðal þeirra óska sem fram hafa komið hjá okkar viðskiptavinum. Okkur fannst mikilvægt að koma til móts við þessar óskir og gera viðskiptavinum okkar kleift að losna við þau óþægindi og útgjöld sem fylgir FIT-kostnaði,“ segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs.

Viðskiptavinir hafa næsta virka dag til að leiðrétta stöðuna án þess að FIT kostnaður falli til. FIT er í dag 750 krónur fyrir hverja færslu sem gerð er eftir að einstaklingur er kominn yfir á reikningnum sínum. Eins og margir vita getur FIT-kostnaður haft óþægindi í för með sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×