Enn berjast athafnamenn: Wessman hafði betur í Hæstarétti Valur Grettisson skrifar 15. júní 2011 14:47 Róbert og Björgólfur berjast. Myndin er samsett. Hæstiréttur Íslands snéri í dag frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,sem féllst á frávísunarkröfu Novator í maí síðastliðnum í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessman höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Róbert krefst vangreiddrar árangurstengdrar þóknunar upp á um 30 milljónir evra, sem gera 4,6 milljarðar króna, af félögunum Novator Pharma Holding og Novator Pharma. Róbert var forstjóri Actavis til ársins 2008. Athafnamennirnir tveir, Björgólfur og Róbert, deildu um það hvernig starfslokum Róberts hefði borið að. Þannig vildi Björgólfur meina að Róberti hefði verið sagt upp, því neitaði hinsvegar Róbert sem krafðist í kjölfarið árangurstengdrar þóknunar. „Þetta er náttúrulega engin efnisdómur um kröfuna og verður úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar," sagði lögmaður Róberts Wessman, Árni Harðarson, þegar leitað var viðbragða hjá honum um málið í maí. Deilan snérist um kröfugerð í málinu, sem byggði að hluta til á fjárhagskennitölum (EV/EBITDA gildum) Actavis. Héraðsdómur taldi að hún þyrfti að vera skýrari, en hún byggði að hluta til á áætlunum Róberts. Ástæðan fyrir áætluninni var sú að Róbert hafði á þeim tíma, sem var stefnt, ekki aðgang að nýjasta ársreikningi Actavis. Hann var síðar lagður fram í málinu. Hæstiréttur hefur fallist á að rök Róberts. Málið heldur því áfram fyrir héraði. Mikil átök eru á milli Björgólfs og Róberts og er þeim hvergi lokið. Þannig hefur Actavis Group stefnt Róberti til greiðslu skuldar upp á 300 milljónir króna vegna kúluláns sem Róbert fékk hjá félaginu til að kaupa hlutabréf í því. Þá hefur BeeTeeBee Ltd., sem er í eigu Björgólfs Thors, einnig stefnt Róberti og Burlington Worldwide Limited til greiðslu 1,2 milljarða skuldar vegna annars láns. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Hæstiréttur Íslands snéri í dag frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,sem féllst á frávísunarkröfu Novator í maí síðastliðnum í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessman höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Róbert krefst vangreiddrar árangurstengdrar þóknunar upp á um 30 milljónir evra, sem gera 4,6 milljarðar króna, af félögunum Novator Pharma Holding og Novator Pharma. Róbert var forstjóri Actavis til ársins 2008. Athafnamennirnir tveir, Björgólfur og Róbert, deildu um það hvernig starfslokum Róberts hefði borið að. Þannig vildi Björgólfur meina að Róberti hefði verið sagt upp, því neitaði hinsvegar Róbert sem krafðist í kjölfarið árangurstengdrar þóknunar. „Þetta er náttúrulega engin efnisdómur um kröfuna og verður úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar," sagði lögmaður Róberts Wessman, Árni Harðarson, þegar leitað var viðbragða hjá honum um málið í maí. Deilan snérist um kröfugerð í málinu, sem byggði að hluta til á fjárhagskennitölum (EV/EBITDA gildum) Actavis. Héraðsdómur taldi að hún þyrfti að vera skýrari, en hún byggði að hluta til á áætlunum Róberts. Ástæðan fyrir áætluninni var sú að Róbert hafði á þeim tíma, sem var stefnt, ekki aðgang að nýjasta ársreikningi Actavis. Hann var síðar lagður fram í málinu. Hæstiréttur hefur fallist á að rök Róberts. Málið heldur því áfram fyrir héraði. Mikil átök eru á milli Björgólfs og Róberts og er þeim hvergi lokið. Þannig hefur Actavis Group stefnt Róberti til greiðslu skuldar upp á 300 milljónir króna vegna kúluláns sem Róbert fékk hjá félaginu til að kaupa hlutabréf í því. Þá hefur BeeTeeBee Ltd., sem er í eigu Björgólfs Thors, einnig stefnt Róberti og Burlington Worldwide Limited til greiðslu 1,2 milljarða skuldar vegna annars láns.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira