Viðskipti innlent

Gengi krónu lækkar enn

Mynd GVA
Krónan hefur ekki verið jafn veik gagnvart helstu viðskiptamyntum síðan í lok maí á síðasta ári. Gengi krónunnar hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum og stóð gengisvísitalan í morgun í 219 stigum. Þar með er hún rúmlega 5% veikari en um síðustu áramót.

Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að á sama tímabili í fyrra var þessu öfugt farið en þá styrktist krónan um rúm 8% miðað við gengisvísitöluna, það er  fór úr rúmum 233 stigum í tæp 216 stig.

Samkvæmt Morgunkorninu má að hluta til rekja þessa þróun á veikingu á gengi evrunnar á þessum tíma en svo virðist sem máttur krónunnar sé fremur lítill um þessar mundir og þar með að krónan sé sjálf undir töluverðum lækkunarþrýstingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×