Innlent

Blaðberi rann 100 metra niður brekku

Felix segir að á bilinu 5 til 10 blaðberar slasist við vinnu á ári hverju.
Felix segir að á bilinu 5 til 10 blaðberar slasist við vinnu á ári hverju. Fréttablaðið/Vilhelm
„Ég veit um mýmörg dæmi þar sem blaðberar detta vegna hálku þar sem er illa mokað eða slæmt aðgengi að húsum. Fólk hefur beinbrotnað, dottið á andlitið og brotið tennur," segir Felix Gunnar Sigurðsson hjá hverfastjórnun og stýringu hjá Póstdreifingu. Felix fær tilkynningu um slys á blaðberum um fimm til tíu sinnum á vetri.

Sjálfur hefur Felix borið út í sex ár og að eigin sögn nokkrum sinnum flogið á hausinn vegna slæms aðgengis. „Stundum bjargar taskan manni, stundum ekki," segir hann. „Þegar ég var að bera út í Grafarholti datt ég eitt sinn ofarlega í brekku og rann um hundrað metra niður," segir Felix sem hvetur íbúa og yfirvöld til að huga betur að aðstæðum blaðbera, moka við húsin og gæta þess að næg birta sé á svæðinu.

„Unglingar sem bera út fara ekki ofan í kjallara þar sem er niðamyrkur. Maður veit aldrei hverju maður á von á þar. Ég myndi alla vega ekki senda börnin mín þangað."

Nauðsynlegt er fyrir íbúa að átta sig á því að ef aðstæður eru verulega slæmar hafa blaðberar fullan rétt á að sleppa því að bera út í viðkomandi hús, segir Felix.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×