Bjarki Már: Lyftingarnar í sumar eru að skila sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. desember 2011 06:00 Bjarki var valinn í landsliðið á dögunum og þar ætlar hann að festa sig í sessi.fréttablaðið/stefán HK-ingurinn Bjarki Már Elísson var í gær valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferða N1-deildar karla. Það kom fáum á óvart enda hefur Bjarki farið á kostum með HK í vetur. „Það var mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég var ekkert að gera ráð fyrir að fá þessi verðlaun en það kom mér heldur ekkert á óvart enda finnst mér ég hafa staðið mig vel. Mér fannst ég alveg eiga þetta skilið,“ sagði hinn 21 árs gamli Bjarki Már, sem nemur íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér gekk vel í fyrra og fannst mikilvægt að fylgja því eftir. Sjálfstraustið hefur síðan vaxið með hverjum leik í vetur. Ég get þó viðurkennt að ég átti kannski ekki alveg von á að mér myndi ganga eins vel og raun ber vitni,“ sagði Bjarki, sem lagði hart að sér í sumar og nýtti tímann vel. „Ég var að lyfta á fullu og hljóp eiginlega ekki neitt. Ég ákvað að bæta við mig smá krafti og það hefur skilað sínu. Ég var rúm 82 kíló í fyrra en er um 90 kíló núna,“ sagði Bjarki, en hann segist einnig hafa farið að vinna meira með andlega þáttinn hjá sér. „Ég er farinn að pæla mun meira í honum en áður. Þegar ég klikkaði í fyrra fór ég í mínus en nú hef ég miklu meiri trú á sjálfum mér.“ Frammistaða Bjarka náði athygli landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar, sem valdi hann í æfingahóp landsliðsins á dögunum. „Það ýtti vel undir sjálfstraustið og var ánægjulegt,“ sagði Bjarki, sem ætlar að festa sig í sessi í landsliðshópnum. „Stefnan er að vera orðinn fastamaður í landsliðinu á næstu tveim árum. Í kjölfarið opnast vonandi tækifæri í atvinnumennskunni. Síminn er ekkert farinn að hringja ennþá en það fer vonandi að breytast,“ sagði Bjarki Már léttur. Olís-deild karla Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
HK-ingurinn Bjarki Már Elísson var í gær valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferða N1-deildar karla. Það kom fáum á óvart enda hefur Bjarki farið á kostum með HK í vetur. „Það var mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég var ekkert að gera ráð fyrir að fá þessi verðlaun en það kom mér heldur ekkert á óvart enda finnst mér ég hafa staðið mig vel. Mér fannst ég alveg eiga þetta skilið,“ sagði hinn 21 árs gamli Bjarki Már, sem nemur íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér gekk vel í fyrra og fannst mikilvægt að fylgja því eftir. Sjálfstraustið hefur síðan vaxið með hverjum leik í vetur. Ég get þó viðurkennt að ég átti kannski ekki alveg von á að mér myndi ganga eins vel og raun ber vitni,“ sagði Bjarki, sem lagði hart að sér í sumar og nýtti tímann vel. „Ég var að lyfta á fullu og hljóp eiginlega ekki neitt. Ég ákvað að bæta við mig smá krafti og það hefur skilað sínu. Ég var rúm 82 kíló í fyrra en er um 90 kíló núna,“ sagði Bjarki, en hann segist einnig hafa farið að vinna meira með andlega þáttinn hjá sér. „Ég er farinn að pæla mun meira í honum en áður. Þegar ég klikkaði í fyrra fór ég í mínus en nú hef ég miklu meiri trú á sjálfum mér.“ Frammistaða Bjarka náði athygli landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar, sem valdi hann í æfingahóp landsliðsins á dögunum. „Það ýtti vel undir sjálfstraustið og var ánægjulegt,“ sagði Bjarki, sem ætlar að festa sig í sessi í landsliðshópnum. „Stefnan er að vera orðinn fastamaður í landsliðinu á næstu tveim árum. Í kjölfarið opnast vonandi tækifæri í atvinnumennskunni. Síminn er ekkert farinn að hringja ennþá en það fer vonandi að breytast,“ sagði Bjarki Már léttur.
Olís-deild karla Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira