Landsvirkjun ekki gerð að hlutafélagi 7. desember 2011 07:00 Hörður Arnarson, forstjóri Landvsirkjunar, hefur sagt að arðsemi virkjana fyrirtækisins sé of lítil. Tekjur af bókfærðu virði Kárahnjúka þyrftu að vera nær helmingi meiri en þær eru. fréttablaðið/gva Ekki verður hróflað við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum hjá núverandi ríkisstjórn, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í skýrslu sem Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu fyrir fjármálaráðuneytið er lagt til að breyta orkufyrirtækjum í hlutafélög og auka verkefnafjármögnun við nýjar framkvæmdir. Steingrímur segist ekki sjá að neitt verði unnið með því að breyta Landsvirkjun í hlutafélag; starfsemi fyrirtækisins byggi á sérlögum. Eins sé vandséð hverju hlutafélagaform breyti varðandi rekstur Orkubús Vestfjarða og RARIK. „Varðandi eignarhaldið sjálft stendur ekki til að hrófla við því, það liggur fyrir. Árið 2010 gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu þess efnis." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist vera afhuga því að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. „Ég hef ekki hallast að því að við ættum að gera það, vegna þess að við ætlum okkur að styrkja og styðja við Landsvirkjun þannig að hún geti skilað alvöru arðsemi til þjóðarinnar. Fyrirtækið er þess eðlis að við eigum mikla hagsmuni undir því að við eigum það áfram og teflum því ekki í tvísýnu." Katrín segist hins vegar fylgjandi aukinni verkefnafjármögnun, en þá koma fjárfestar að og leggja fé í einstaka verkefni. Uppbygging í orkuiðnaði hafi byggt á erlendum lántökum og töluverður hluti af arðsemi verkefna hafi farið í að greiða þau lán upp. Iðnaðarráðherra segir að verkefnafjármögnun gefi færi á því að fá fjármagn inn í landið til skemmri tíma. Þá geti innlendir aðilar, svo sem lífeyrissjóðir, tekið þátt í slíkum verkefnum. „Mér finnst það spennandi kostur og sjálfsagt að ræða það." Ráðherrarnir eru sammála um að skýrslan sýni að arðsemi fyrirtækisins hafi verið ónóg. Steingrímur segir skýrsluna styrkja þá mynd sem Landsvirkjun hafi dregið upp á fundum. Huga verði betur að arðsemisþættinum og leita leiða, í gegnum hærra orkuverð og betri samninga, til að ná auðlindarentu og arðinum til eiganda fyrirtækisins – þjóðarinnar. kolbeinn@frettabladid.iskatrín júlíusdóttir Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Ekki verður hróflað við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum hjá núverandi ríkisstjórn, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í skýrslu sem Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu fyrir fjármálaráðuneytið er lagt til að breyta orkufyrirtækjum í hlutafélög og auka verkefnafjármögnun við nýjar framkvæmdir. Steingrímur segist ekki sjá að neitt verði unnið með því að breyta Landsvirkjun í hlutafélag; starfsemi fyrirtækisins byggi á sérlögum. Eins sé vandséð hverju hlutafélagaform breyti varðandi rekstur Orkubús Vestfjarða og RARIK. „Varðandi eignarhaldið sjálft stendur ekki til að hrófla við því, það liggur fyrir. Árið 2010 gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu þess efnis." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist vera afhuga því að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. „Ég hef ekki hallast að því að við ættum að gera það, vegna þess að við ætlum okkur að styrkja og styðja við Landsvirkjun þannig að hún geti skilað alvöru arðsemi til þjóðarinnar. Fyrirtækið er þess eðlis að við eigum mikla hagsmuni undir því að við eigum það áfram og teflum því ekki í tvísýnu." Katrín segist hins vegar fylgjandi aukinni verkefnafjármögnun, en þá koma fjárfestar að og leggja fé í einstaka verkefni. Uppbygging í orkuiðnaði hafi byggt á erlendum lántökum og töluverður hluti af arðsemi verkefna hafi farið í að greiða þau lán upp. Iðnaðarráðherra segir að verkefnafjármögnun gefi færi á því að fá fjármagn inn í landið til skemmri tíma. Þá geti innlendir aðilar, svo sem lífeyrissjóðir, tekið þátt í slíkum verkefnum. „Mér finnst það spennandi kostur og sjálfsagt að ræða það." Ráðherrarnir eru sammála um að skýrslan sýni að arðsemi fyrirtækisins hafi verið ónóg. Steingrímur segir skýrsluna styrkja þá mynd sem Landsvirkjun hafi dregið upp á fundum. Huga verði betur að arðsemisþættinum og leita leiða, í gegnum hærra orkuverð og betri samninga, til að ná auðlindarentu og arðinum til eiganda fyrirtækisins – þjóðarinnar. kolbeinn@frettabladid.iskatrín júlíusdóttir
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira