Landsvirkjun ekki gerð að hlutafélagi 7. desember 2011 07:00 Hörður Arnarson, forstjóri Landvsirkjunar, hefur sagt að arðsemi virkjana fyrirtækisins sé of lítil. Tekjur af bókfærðu virði Kárahnjúka þyrftu að vera nær helmingi meiri en þær eru. fréttablaðið/gva Ekki verður hróflað við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum hjá núverandi ríkisstjórn, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í skýrslu sem Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu fyrir fjármálaráðuneytið er lagt til að breyta orkufyrirtækjum í hlutafélög og auka verkefnafjármögnun við nýjar framkvæmdir. Steingrímur segist ekki sjá að neitt verði unnið með því að breyta Landsvirkjun í hlutafélag; starfsemi fyrirtækisins byggi á sérlögum. Eins sé vandséð hverju hlutafélagaform breyti varðandi rekstur Orkubús Vestfjarða og RARIK. „Varðandi eignarhaldið sjálft stendur ekki til að hrófla við því, það liggur fyrir. Árið 2010 gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu þess efnis." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist vera afhuga því að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. „Ég hef ekki hallast að því að við ættum að gera það, vegna þess að við ætlum okkur að styrkja og styðja við Landsvirkjun þannig að hún geti skilað alvöru arðsemi til þjóðarinnar. Fyrirtækið er þess eðlis að við eigum mikla hagsmuni undir því að við eigum það áfram og teflum því ekki í tvísýnu." Katrín segist hins vegar fylgjandi aukinni verkefnafjármögnun, en þá koma fjárfestar að og leggja fé í einstaka verkefni. Uppbygging í orkuiðnaði hafi byggt á erlendum lántökum og töluverður hluti af arðsemi verkefna hafi farið í að greiða þau lán upp. Iðnaðarráðherra segir að verkefnafjármögnun gefi færi á því að fá fjármagn inn í landið til skemmri tíma. Þá geti innlendir aðilar, svo sem lífeyrissjóðir, tekið þátt í slíkum verkefnum. „Mér finnst það spennandi kostur og sjálfsagt að ræða það." Ráðherrarnir eru sammála um að skýrslan sýni að arðsemi fyrirtækisins hafi verið ónóg. Steingrímur segir skýrsluna styrkja þá mynd sem Landsvirkjun hafi dregið upp á fundum. Huga verði betur að arðsemisþættinum og leita leiða, í gegnum hærra orkuverð og betri samninga, til að ná auðlindarentu og arðinum til eiganda fyrirtækisins – þjóðarinnar. kolbeinn@frettabladid.iskatrín júlíusdóttir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Ekki verður hróflað við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum hjá núverandi ríkisstjórn, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í skýrslu sem Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu fyrir fjármálaráðuneytið er lagt til að breyta orkufyrirtækjum í hlutafélög og auka verkefnafjármögnun við nýjar framkvæmdir. Steingrímur segist ekki sjá að neitt verði unnið með því að breyta Landsvirkjun í hlutafélag; starfsemi fyrirtækisins byggi á sérlögum. Eins sé vandséð hverju hlutafélagaform breyti varðandi rekstur Orkubús Vestfjarða og RARIK. „Varðandi eignarhaldið sjálft stendur ekki til að hrófla við því, það liggur fyrir. Árið 2010 gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu þess efnis." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist vera afhuga því að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. „Ég hef ekki hallast að því að við ættum að gera það, vegna þess að við ætlum okkur að styrkja og styðja við Landsvirkjun þannig að hún geti skilað alvöru arðsemi til þjóðarinnar. Fyrirtækið er þess eðlis að við eigum mikla hagsmuni undir því að við eigum það áfram og teflum því ekki í tvísýnu." Katrín segist hins vegar fylgjandi aukinni verkefnafjármögnun, en þá koma fjárfestar að og leggja fé í einstaka verkefni. Uppbygging í orkuiðnaði hafi byggt á erlendum lántökum og töluverður hluti af arðsemi verkefna hafi farið í að greiða þau lán upp. Iðnaðarráðherra segir að verkefnafjármögnun gefi færi á því að fá fjármagn inn í landið til skemmri tíma. Þá geti innlendir aðilar, svo sem lífeyrissjóðir, tekið þátt í slíkum verkefnum. „Mér finnst það spennandi kostur og sjálfsagt að ræða það." Ráðherrarnir eru sammála um að skýrslan sýni að arðsemi fyrirtækisins hafi verið ónóg. Steingrímur segir skýrsluna styrkja þá mynd sem Landsvirkjun hafi dregið upp á fundum. Huga verði betur að arðsemisþættinum og leita leiða, í gegnum hærra orkuverð og betri samninga, til að ná auðlindarentu og arðinum til eiganda fyrirtækisins – þjóðarinnar. kolbeinn@frettabladid.iskatrín júlíusdóttir
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira