Samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi Regína Ásvaldsdóttir skrifar 3. desember 2011 06:00 Á síðustu vikum hefur verið unnið að undirbúningi þekkingarseturs um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins eru stofnaðilar setursins, en það er rekið sem sjálfstætt félag með eigin stjórn, samþykktum og siðareglum. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er ekki einhlítt hugtak. Bæði hefur merking þess tekið breytingum í tímans rás og einnig hafa verið mismunandi skoðanir á því hvort og þá hvernig fyrirtæki eigi að taka ábyrgð á því samfélagi sem þau starfa í. Í því sambandi má minnast orða Miltons Friedman sem sagði að eina samfélagslega ábyrgð fyrirtækja væri að hámarka hagnað eigenda sinna og láta öðrum til þess hæfari að sinna velferð samfélagsins. Flest fyrirtæki hafa þó í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til samfélagsins og þá sérstaklega með því að veita styrki til mannúðar- og menningarmála. Á síðari tímum hefur hugtakið tekið á sig breiðari mynd og nær til allra þátta í starfsemi fyrirtækja, þ.e. hvernig fyrirtækin afla teknanna. Þá er litið til stjórnarhátta, siðareglna, umhverfismála, jafnréttis- og mannréttindamála, svo dæmi séu tekin en ekki einungis hvernig þau ráðstafa hagnaðinum. Stjórnvöld í mörgum ríkjum hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og hvetja fyrirtækin með virkum hætti til að sýna ábyrgð. Í Danmörku er 1100 stærstu fyrirtækjunum skylt að skila inn upplýsingum í ársreikningi um stefnu og aðgerðir í samfélagsmálum. Evrópusambandið hefur nýlega sett fram endurnýjaða stefnu um samfélagsábyrgð, þar sem æ ríkari áhersla er lögð á skyldur ríkis og sveitarfélaga þar sem þau eru stærsti einstaki kaupandinn að vörum og þjónustu. Stjórnvöld geta í krafti þess gert ríkar kröfur til fyrirtækja sem þau skipta við. Evrópusambandið leggur ennfremur áherslu á skyldur opinberra aðila þegar kemur að því að bjóða út þjónustu sem þau sinna að jafnaði sjálf, til dæmis í mennta- og velferðarmálum. Þekkingarsetrið var stofnað með það að markmiði að efla þekkingu og hvetja til umræðu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hér á Íslandi. Slíkt er ekkert áhlaupaverk og verður einungis unnið með þolinmæði og þrautseigju að leiðarljósi. Ein leið til að hvetja fyrirtæki til góðra verka er að skoða hvað aðrir eru að gera og hafa verið að gera í þessum efnum í þeim löndum sem við lítum gjarnan til. Í dag hafa tæplega 7 þúsund fyrirtæki um allan heim skrifað undir hnattræn viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð (UN Global Compact). Fyrirtækin skuldbinda sig til að starfa samkvæmt tíu viðmiðum sem snúast um mannréttindamál, umhverfismál, vinnuvernd og aðgerðir gegn spillingu. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki skulu virða rétt fólks til þess að vera í verkalýðsfélögum, vinna að því að afnema barnaþrælkun og sýna frumkvæði í umverfisvernd. En það er eitt að hafa uppi áform um að sýna samfélagslega ábyrgð og annað að setja saman raunhæfa áætlun um innleiðingu á slíkri stefnu í fyrirtækinu. Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun þekkingarsetrið standa fyrir námskeiði um aðferðafræði við innleiðingu á stefnu um samfélagslega ábyrgð í samvinnu við sérfræðinga frá evrópska ráðgjafafyrirtækinu Grontmij. Námskeiðið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en kennt er samkvæmt svokölluðum GRI viðmiðunum (Global Reporting Initiativ) en Grontmij er samstarfsaðili GRI á Norðurlöndunum. Það er gleðilegt að segja frá því að fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Leiðbeiningar GRI innihalda leiðarvísi um hvernig fyrirtæki geta skilgreint þá þætti sem eru þýðingarmestir varðandi samfélagsábyrgð og innihalda jafnframt fyrirframskilgreinda mælikvarða á sviði samfélagsábyrgðar (umhverfi, samfélag, efnahagur). Við sem stöndum að þekkingarsetrinu erum stolt af því að bjóða upp á fyrsta námskeiðið af þessum toga á Íslandi og væntum góðs af samstarfi við íslensk fyrirtæki með það í huga að bjóða upp á frekari fræðslu og umræðu á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur verið unnið að undirbúningi þekkingarseturs um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins eru stofnaðilar setursins, en það er rekið sem sjálfstætt félag með eigin stjórn, samþykktum og siðareglum. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er ekki einhlítt hugtak. Bæði hefur merking þess tekið breytingum í tímans rás og einnig hafa verið mismunandi skoðanir á því hvort og þá hvernig fyrirtæki eigi að taka ábyrgð á því samfélagi sem þau starfa í. Í því sambandi má minnast orða Miltons Friedman sem sagði að eina samfélagslega ábyrgð fyrirtækja væri að hámarka hagnað eigenda sinna og láta öðrum til þess hæfari að sinna velferð samfélagsins. Flest fyrirtæki hafa þó í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til samfélagsins og þá sérstaklega með því að veita styrki til mannúðar- og menningarmála. Á síðari tímum hefur hugtakið tekið á sig breiðari mynd og nær til allra þátta í starfsemi fyrirtækja, þ.e. hvernig fyrirtækin afla teknanna. Þá er litið til stjórnarhátta, siðareglna, umhverfismála, jafnréttis- og mannréttindamála, svo dæmi séu tekin en ekki einungis hvernig þau ráðstafa hagnaðinum. Stjórnvöld í mörgum ríkjum hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og hvetja fyrirtækin með virkum hætti til að sýna ábyrgð. Í Danmörku er 1100 stærstu fyrirtækjunum skylt að skila inn upplýsingum í ársreikningi um stefnu og aðgerðir í samfélagsmálum. Evrópusambandið hefur nýlega sett fram endurnýjaða stefnu um samfélagsábyrgð, þar sem æ ríkari áhersla er lögð á skyldur ríkis og sveitarfélaga þar sem þau eru stærsti einstaki kaupandinn að vörum og þjónustu. Stjórnvöld geta í krafti þess gert ríkar kröfur til fyrirtækja sem þau skipta við. Evrópusambandið leggur ennfremur áherslu á skyldur opinberra aðila þegar kemur að því að bjóða út þjónustu sem þau sinna að jafnaði sjálf, til dæmis í mennta- og velferðarmálum. Þekkingarsetrið var stofnað með það að markmiði að efla þekkingu og hvetja til umræðu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hér á Íslandi. Slíkt er ekkert áhlaupaverk og verður einungis unnið með þolinmæði og þrautseigju að leiðarljósi. Ein leið til að hvetja fyrirtæki til góðra verka er að skoða hvað aðrir eru að gera og hafa verið að gera í þessum efnum í þeim löndum sem við lítum gjarnan til. Í dag hafa tæplega 7 þúsund fyrirtæki um allan heim skrifað undir hnattræn viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð (UN Global Compact). Fyrirtækin skuldbinda sig til að starfa samkvæmt tíu viðmiðum sem snúast um mannréttindamál, umhverfismál, vinnuvernd og aðgerðir gegn spillingu. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki skulu virða rétt fólks til þess að vera í verkalýðsfélögum, vinna að því að afnema barnaþrælkun og sýna frumkvæði í umverfisvernd. En það er eitt að hafa uppi áform um að sýna samfélagslega ábyrgð og annað að setja saman raunhæfa áætlun um innleiðingu á slíkri stefnu í fyrirtækinu. Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun þekkingarsetrið standa fyrir námskeiði um aðferðafræði við innleiðingu á stefnu um samfélagslega ábyrgð í samvinnu við sérfræðinga frá evrópska ráðgjafafyrirtækinu Grontmij. Námskeiðið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en kennt er samkvæmt svokölluðum GRI viðmiðunum (Global Reporting Initiativ) en Grontmij er samstarfsaðili GRI á Norðurlöndunum. Það er gleðilegt að segja frá því að fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Leiðbeiningar GRI innihalda leiðarvísi um hvernig fyrirtæki geta skilgreint þá þætti sem eru þýðingarmestir varðandi samfélagsábyrgð og innihalda jafnframt fyrirframskilgreinda mælikvarða á sviði samfélagsábyrgðar (umhverfi, samfélag, efnahagur). Við sem stöndum að þekkingarsetrinu erum stolt af því að bjóða upp á fyrsta námskeiðið af þessum toga á Íslandi og væntum góðs af samstarfi við íslensk fyrirtæki með það í huga að bjóða upp á frekari fræðslu og umræðu á þessu sviði.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun