Enski boltinn

Babel setti mynd af Webb í United-búningi á Twitter-síðuna sína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Myndin umrædda sem Babel setti á Twitter-síðuna sína.
Myndin umrædda sem Babel setti á Twitter-síðuna sína. Mynd/Netið

Enska knattspyrnusambandið mun rannsaka atvik sem kom upp í dag en þá setti Ryan Babel, leikmaður Liverpool, umdeilda mynd á Twitter-síðuna sína.

Babel gagnrýndi Howard Webb, dómara leiks Liverpool gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni í dag, harðlega á síðunni sinni. Hann setti einnig hlekk á mynd þar sem búið að var að „klæða“ Webb í United-búning.

Leiknum lauk með 1-0 sigri United en Ryan Giggs skoraði eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu sem Webb dæmdi í upphafi leiksins. Hann rak svo Steven Gerrard af velli síðar í fyrri hálfleik.

„Og þeir segja að hann sé einn besta dómarann. Það er brandari,“ skrifaði Babel.

Babel fjarlægði síðan færsluna og bað Webb afsökunar. „Ég biðst afsökunar ef einhver tók myndina alvarlega. Þetta voru bara viðbrögð mín eftir slæman tapleik,“ skrifaði Babel.

Twitter-síðu Babel má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×