Verðlagseftirlit á villigötum Andrés Magnússon skrifar 24. nóvember 2011 11:00 Verðlagseftirlit ASÍ túlkar niðurstöðu nýrrar verðkönnunar sinnar á þann veg að á kunni að vanta að samkeppni meðal matvöruverslana sé nægjanlega virk. Því til stuðnings bendir verðlagseftirlitið sérstaklega á að hækkanir hafi orðið á kjötvörum um 8 til 45% á sl. 14 mánuðum. Það sem er rétt hjá eftirlitinu er að miklar hækkanir hafa orðið á kjötvörum á undanförnum mánuðum, en það er hins vegar alröng ályktun að þær megi rekja til þess að ekki sé nægjanleg samkeppni á matvörumarkaði. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa á undanförnum mánuðum gagnrýnt hækkanir á kjötvörum frá framleiðendum harðlega. Samkvæmt upplýsingum frá aðildarfyrirtækjum samtakanna eru dæmi um hækkanir um allt að 45% á einstaka kjöttegundum. Algengt er að verð á þessum vörum hafi hækkað frá framleiðendum um 20 til 35% á þessu tímabili. Hér er eins og allir vita um að ræða hækkanir sem ekki er hægt að skýra með vísan til þróunar verðbólgu á sama tíma. Á þetta hafa samtökin bent og telja þau að framleiðendur hafi engan veginn getað gefið eðlilegar skýringar á hækkuninni. Að mati samtakanna er skýringarinnar að leita í því úrelta framleiðslu- og sölukerfi sem byggt hefur verið upp í kringum innlenda landbúnaðarframleiðslu. Það kerfi útilokar nær allan innflutning og þar með alla samkeppni í framleiðslu á landbúnaðarvörum. Kerfið leiðir einnig til vísitöluhækkunar og hækkar þar með skuldir heimilanna í landinu. Margir aðrir en SVÞ hafa gagnrýnt þetta kerfi harðlega, þ.ám. ASÍ. Þó að flestir geri sér grein fyrir því hvar orsakanna sé að leita fyrir hinni miklu hækkun sem orðið hefur á kjötvörum undanfarna mánuði, kýs verðlagseftirlit ASÍ að skýra það með ónógri samkeppni á matvörumarkaði. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn einn markaður hér á landi býr við eins mikið eftirlit af hálfu samkeppnisyfirvalda og matvörumarkaðurinn. Það er beinlínis staðfest af Samkeppniseftirlitinu, m.a. í skýrslu þess frá því á sl. sumri sem ber yfirskriftina „Samkeppni eftir hrun". Þar segir að stórum hluta af tíma eftirlitsins verði hér eftir sem hingað til varið í eftirlit með samkeppni á matvörumarkaði. Í því ljósi er ályktun verðlagseftirlits ASÍ í meira lagi langsótt. Það eina sem haldið getur aftur af áframhaldandi hækkunum á innlendum búvörum er að heimila aukinn innflutning á þessum vörum. Þar hefur orðið mikill afturkippur þar sem núverandi stjórnvöld gera hvað þau geta til að hindra slíkan innflutning. Það væri nær að SVÞ og ASÍ sneru bökum saman í baráttu fyrir auknu frelsi í viðskiptum með búvörur og einfaldara landbúnaðarkerfi sem leiða myndi til aukinnar hagsældar fyrir heimilin í landinu. Þar er sannarlega verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Verðlagseftirlit ASÍ túlkar niðurstöðu nýrrar verðkönnunar sinnar á þann veg að á kunni að vanta að samkeppni meðal matvöruverslana sé nægjanlega virk. Því til stuðnings bendir verðlagseftirlitið sérstaklega á að hækkanir hafi orðið á kjötvörum um 8 til 45% á sl. 14 mánuðum. Það sem er rétt hjá eftirlitinu er að miklar hækkanir hafa orðið á kjötvörum á undanförnum mánuðum, en það er hins vegar alröng ályktun að þær megi rekja til þess að ekki sé nægjanleg samkeppni á matvörumarkaði. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa á undanförnum mánuðum gagnrýnt hækkanir á kjötvörum frá framleiðendum harðlega. Samkvæmt upplýsingum frá aðildarfyrirtækjum samtakanna eru dæmi um hækkanir um allt að 45% á einstaka kjöttegundum. Algengt er að verð á þessum vörum hafi hækkað frá framleiðendum um 20 til 35% á þessu tímabili. Hér er eins og allir vita um að ræða hækkanir sem ekki er hægt að skýra með vísan til þróunar verðbólgu á sama tíma. Á þetta hafa samtökin bent og telja þau að framleiðendur hafi engan veginn getað gefið eðlilegar skýringar á hækkuninni. Að mati samtakanna er skýringarinnar að leita í því úrelta framleiðslu- og sölukerfi sem byggt hefur verið upp í kringum innlenda landbúnaðarframleiðslu. Það kerfi útilokar nær allan innflutning og þar með alla samkeppni í framleiðslu á landbúnaðarvörum. Kerfið leiðir einnig til vísitöluhækkunar og hækkar þar með skuldir heimilanna í landinu. Margir aðrir en SVÞ hafa gagnrýnt þetta kerfi harðlega, þ.ám. ASÍ. Þó að flestir geri sér grein fyrir því hvar orsakanna sé að leita fyrir hinni miklu hækkun sem orðið hefur á kjötvörum undanfarna mánuði, kýs verðlagseftirlit ASÍ að skýra það með ónógri samkeppni á matvörumarkaði. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn einn markaður hér á landi býr við eins mikið eftirlit af hálfu samkeppnisyfirvalda og matvörumarkaðurinn. Það er beinlínis staðfest af Samkeppniseftirlitinu, m.a. í skýrslu þess frá því á sl. sumri sem ber yfirskriftina „Samkeppni eftir hrun". Þar segir að stórum hluta af tíma eftirlitsins verði hér eftir sem hingað til varið í eftirlit með samkeppni á matvörumarkaði. Í því ljósi er ályktun verðlagseftirlits ASÍ í meira lagi langsótt. Það eina sem haldið getur aftur af áframhaldandi hækkunum á innlendum búvörum er að heimila aukinn innflutning á þessum vörum. Þar hefur orðið mikill afturkippur þar sem núverandi stjórnvöld gera hvað þau geta til að hindra slíkan innflutning. Það væri nær að SVÞ og ASÍ sneru bökum saman í baráttu fyrir auknu frelsi í viðskiptum með búvörur og einfaldara landbúnaðarkerfi sem leiða myndi til aukinnar hagsældar fyrir heimilin í landinu. Þar er sannarlega verk að vinna.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun