ESB-aðild þýðir meiri landbúnaðarstuðning 15. nóvember 2011 06:00 Íslenskir kúabændur njóta beinna styrkja frá ríkinu. Stuðningur við mjólkurframleiðslu er hverfandi innan Evrópusambandsins.fréttablaðið/stefán Auka þarf stuðning við íslenskan landbúnaðar um fimm milljarða króna verði Ísland aðili að Evrópusambandinu og innflutningsvernd afnumin. Ella versnar afkoma bænda. Stuðningurinn nemur í dag níu milljörðum. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Skýrsluhöfundar, Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við HÍ, og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, setja þann fyrirvara við útreikninga sína að gengisþróun ráði miklu um útkomuna. Stuðningsgreiðslur til bænda í Evrópusambandinu eru árlegar eingreiðslur. Framleiðsluákvarðanir hvers bónda hafa ekki áhrif á hlut hans í framlögum hins opinbera. Markaðsskilyrði eiga því einungis að ráða þeim ákvörðunum. Að mati OECD er stuðningur við íslenskan landbúnað með því mesta sem gerist í heiminum. Hér skiptist stuðningurinn að stærstum hluta í tvennt; markaðsstuðning í formi tollaverndar og beinar greiðslur til bænda. Samkvæmt tölum OECD eru um 48 prósent tekna bænda í formi stuðnings. Afnám tollaverndar eykur, að mati skýrsluhöfunda, svigrúm smásölunnar til að afla sér aðfanga annars staðar og bæta stöðu sína á kostnað bænda. Þetta muni að öllum líkindum leiða til þess að smásalan fái stærri hluta af verðmyndun búvara. Skýrsluhöfundar telja að innganga í Evrópusambandið mundi ekki hafa mikil áhrif á sauðfjárbændur, ekki yrði þörf á verðlækkun dilkakjöts þrátt fyrir afnám tollaverndar. „Gögn OECD benda til þess að verð lækki mikið á kjúklingum, eggjum, mjólk og mjólkurvörum, svínakjöti og blómum ef tollar falla niður á innflutningi frá Evrópusambandslöndum. Langmest yrði verðlækkunin á kjúklingum, rúm 50%, en 44% á eggjum og tæplega 25% á mjólkurvörum. Svínakjötsverð myndi lækka um 41% ef marka má þessa útreikninga,“ segir í skýrslunni. Matvöruverð úr búð er að jafnaði um 30 prósentum lægra í Evrópusambandinu en á Íslandi. Það er um einu prósenti lægra í Danmörku en hér, 14 prósentum í Finnlandi og 26 prósentum í Svíþjóð. Skýrsluhöfundar meta reynslu Finna af inngöngu í ESB og komast að því að verð til bænda þar í landi hafi lækkað um 40 til 50 prósent strax við inngönguna. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Sjá meira
Auka þarf stuðning við íslenskan landbúnaðar um fimm milljarða króna verði Ísland aðili að Evrópusambandinu og innflutningsvernd afnumin. Ella versnar afkoma bænda. Stuðningurinn nemur í dag níu milljörðum. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Skýrsluhöfundar, Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við HÍ, og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, setja þann fyrirvara við útreikninga sína að gengisþróun ráði miklu um útkomuna. Stuðningsgreiðslur til bænda í Evrópusambandinu eru árlegar eingreiðslur. Framleiðsluákvarðanir hvers bónda hafa ekki áhrif á hlut hans í framlögum hins opinbera. Markaðsskilyrði eiga því einungis að ráða þeim ákvörðunum. Að mati OECD er stuðningur við íslenskan landbúnað með því mesta sem gerist í heiminum. Hér skiptist stuðningurinn að stærstum hluta í tvennt; markaðsstuðning í formi tollaverndar og beinar greiðslur til bænda. Samkvæmt tölum OECD eru um 48 prósent tekna bænda í formi stuðnings. Afnám tollaverndar eykur, að mati skýrsluhöfunda, svigrúm smásölunnar til að afla sér aðfanga annars staðar og bæta stöðu sína á kostnað bænda. Þetta muni að öllum líkindum leiða til þess að smásalan fái stærri hluta af verðmyndun búvara. Skýrsluhöfundar telja að innganga í Evrópusambandið mundi ekki hafa mikil áhrif á sauðfjárbændur, ekki yrði þörf á verðlækkun dilkakjöts þrátt fyrir afnám tollaverndar. „Gögn OECD benda til þess að verð lækki mikið á kjúklingum, eggjum, mjólk og mjólkurvörum, svínakjöti og blómum ef tollar falla niður á innflutningi frá Evrópusambandslöndum. Langmest yrði verðlækkunin á kjúklingum, rúm 50%, en 44% á eggjum og tæplega 25% á mjólkurvörum. Svínakjötsverð myndi lækka um 41% ef marka má þessa útreikninga,“ segir í skýrslunni. Matvöruverð úr búð er að jafnaði um 30 prósentum lægra í Evrópusambandinu en á Íslandi. Það er um einu prósenti lægra í Danmörku en hér, 14 prósentum í Finnlandi og 26 prósentum í Svíþjóð. Skýrsluhöfundar meta reynslu Finna af inngöngu í ESB og komast að því að verð til bænda þar í landi hafi lækkað um 40 til 50 prósent strax við inngönguna. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Sjá meira