Skemmtilegri leikskólar? Líf Magneudótir skrifar 12. nóvember 2011 10:30 Í hádegisfréttum RÚV 8. nóvember tjáði borgarfulltrúi meirihlutans í Reykjavík sig um þá stöðu sem blasir við í málefnum leikskóla borgarinnar. Fyrr um daginn birtist fréttatilkynning frá Reykjavíkurborg um að verið væri að kanna hvort fjárhagur borgarinnar leyfði inntöku barna sem fædd voru 2010 í áföngum. Í kvöldfréttum sjónvarps 9. nóvember heyrðist loks í borgarstjóra og varaformanni skóla- og frístundaráðs. Allt var þetta vel æft, samhæfð viðbrögð og endurómun fréttatilkynningarinnar sem birtist á vef Reykjavíkurborgar. Sem sagt, eitthvað af tölum og útreikningum og fyrirslátturinn að verið sé að taka við stærsta árgangi Íslandsögunnar og ekki sé til nægilegt fjármagn til að setja í leikskólana. Ekkert þeirra (og fréttatilkynningin ekki heldur) gat hins vegar svarað spurningunni sem brennur á fólki með sannfærandi hætti. Af hverju má ekki bjóða börnum þau leikskólapláss sem þó eru laus? Það er ljóst að stóran hluta lausra plássa má nýta án þess að ráða starfsfólk. Til þess að fylla öll pláss og jafnvel bæta við plássum þarf hins vegar að ráða starfsfólk. Ef leikskólarnir eru nú þegar byggðir og þegar mannaðir nógu mörgum þá er erfitt að finna rökin gegn því að hleypa inn nokkrum börnum til viðbótar. Meirihlutinn hefur haldið því fram að meðalkostnaður við hvert barn sem sækir leikskóla í Reykjavík sé tvær milljónir á ári. Það má vel vera rétt. En þegar við erum að hugsa um að taka inn fleiri börn er það ekki meðalkostnaðurinn sem skiptir máli heldur viðbótarkostnaðurinn við að taka inn hvert barn. Og hann er örugglega mun nær því að vera núll en tvær milljónir. Um þetta vill meirihlutinn ekki ræða. Yfirlýsingar hans fjalla um eitthvað allt annað. Í viðtölum talar hann um eitthvað allt annað. Til þess að tryggja stjórn sína á umræðunni á öll upplýsingamiðlun að fara í gegnum upplýsingafulltrúa. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru forkastanleg. Upplýsingarnar lágu fyrir í lok sumars en málið hefur aldrei verið rætt á vettvangi skóla- og frístundaráðs. Engin umræða hefur farið þar fram og ekkert hefur verið ákveðið á þeim vettvangi um málið. Sama á við um borgarráð. Það er ótækt að ákvarðanir sem þessar séu teknar af aðilum sem enginn þekkir á stöðum sem enginn veit um. Það eru verstu ákvarðanirnar – þær sem enginn tekur – því enginn ber þá ábyrgð á þeim. Nú heldur meirihlutinn því fram að borgin haldi 40 plássum auðum svona upp á að hlaupa. Þetta er ekki rétt. Þetta er pólitísk ákvörðun hverju sinni. Engar verklagsreglur segja til um þetta. Borgarstjóri sagði í viðtali við RÚV þ. 9. nóvember að plássunum væri haldið til vara – svona til neyðar – „ef að við skyldum einhverra ástæðna vegna þurfa nauðsynlega á þeim að halda“. Heldur hann því þá fram að börnin sem nú bíða eftir plássum þurfi ekki á þeim að halda? Það geta því ekki talist góð vinnubrögð að halda 40 plássum auðum. Það er alveg ljóst af yfirlýsingum meirihlutans að þau vilja ekki byrja að innrita börn fædd 2010 strax. Verður helst ráðið að þau vilji ekki innrita börn fædd 2010 í leikskóla fyrr en haustið 2012. En þá verður bróðurpartur barnanna orðinn tveggja ára. Fram að þeim tíma lætur meirihlutinn í Reykjavík sér það hins vegar í léttu rúmi liggja þó að laus pláss séu á leikskólum borgarinnar. Þetta er að mínu mati stöðnun. Áðurnefndur borgarfulltrúi hélt því fullum fetum fram í útvarpsviðtali að Reykjavíkurborg væri á góðum stað – að leikskólamálin væru á góðum stað í dag. Það get ég ekki tekið undir og allra síst nú eftir seinkun innritunar barna, sameiningar leikskóla, fækkun stjórnendastaða, minni undirbúningstíma starfsmanna og almennan niðurskurð í leikskólum. Þetta er nefnilega ekki spurning um fjármagn heldur forgangsröðun og það er sorglegt að sjá kjörna fulltrúa skýla sér á bak við „bága fjárhagsstöðu borgarinnar“ þegar þeir þurfa að svara fyrir afturför í málefnum barna í leikskólum. Stefna meirihlutans í borginni ber vott um fádæma skilningsleysi á grunnstoðum og innviðum samfélagsins. Reykvíkingar hafa fengið að finna tilfinnanlega fyrir því á eigin skinni og ekki er útséð með áhrifin af vondum ákvarðanatökum. Hann er því holur hljómurinn í kosningaloforði Besta flokksins um skemmtilegri leikskóla og mér er það til efs að menntamál borgarinnar eigi sér skjól í faðmi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í hádegisfréttum RÚV 8. nóvember tjáði borgarfulltrúi meirihlutans í Reykjavík sig um þá stöðu sem blasir við í málefnum leikskóla borgarinnar. Fyrr um daginn birtist fréttatilkynning frá Reykjavíkurborg um að verið væri að kanna hvort fjárhagur borgarinnar leyfði inntöku barna sem fædd voru 2010 í áföngum. Í kvöldfréttum sjónvarps 9. nóvember heyrðist loks í borgarstjóra og varaformanni skóla- og frístundaráðs. Allt var þetta vel æft, samhæfð viðbrögð og endurómun fréttatilkynningarinnar sem birtist á vef Reykjavíkurborgar. Sem sagt, eitthvað af tölum og útreikningum og fyrirslátturinn að verið sé að taka við stærsta árgangi Íslandsögunnar og ekki sé til nægilegt fjármagn til að setja í leikskólana. Ekkert þeirra (og fréttatilkynningin ekki heldur) gat hins vegar svarað spurningunni sem brennur á fólki með sannfærandi hætti. Af hverju má ekki bjóða börnum þau leikskólapláss sem þó eru laus? Það er ljóst að stóran hluta lausra plássa má nýta án þess að ráða starfsfólk. Til þess að fylla öll pláss og jafnvel bæta við plássum þarf hins vegar að ráða starfsfólk. Ef leikskólarnir eru nú þegar byggðir og þegar mannaðir nógu mörgum þá er erfitt að finna rökin gegn því að hleypa inn nokkrum börnum til viðbótar. Meirihlutinn hefur haldið því fram að meðalkostnaður við hvert barn sem sækir leikskóla í Reykjavík sé tvær milljónir á ári. Það má vel vera rétt. En þegar við erum að hugsa um að taka inn fleiri börn er það ekki meðalkostnaðurinn sem skiptir máli heldur viðbótarkostnaðurinn við að taka inn hvert barn. Og hann er örugglega mun nær því að vera núll en tvær milljónir. Um þetta vill meirihlutinn ekki ræða. Yfirlýsingar hans fjalla um eitthvað allt annað. Í viðtölum talar hann um eitthvað allt annað. Til þess að tryggja stjórn sína á umræðunni á öll upplýsingamiðlun að fara í gegnum upplýsingafulltrúa. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru forkastanleg. Upplýsingarnar lágu fyrir í lok sumars en málið hefur aldrei verið rætt á vettvangi skóla- og frístundaráðs. Engin umræða hefur farið þar fram og ekkert hefur verið ákveðið á þeim vettvangi um málið. Sama á við um borgarráð. Það er ótækt að ákvarðanir sem þessar séu teknar af aðilum sem enginn þekkir á stöðum sem enginn veit um. Það eru verstu ákvarðanirnar – þær sem enginn tekur – því enginn ber þá ábyrgð á þeim. Nú heldur meirihlutinn því fram að borgin haldi 40 plássum auðum svona upp á að hlaupa. Þetta er ekki rétt. Þetta er pólitísk ákvörðun hverju sinni. Engar verklagsreglur segja til um þetta. Borgarstjóri sagði í viðtali við RÚV þ. 9. nóvember að plássunum væri haldið til vara – svona til neyðar – „ef að við skyldum einhverra ástæðna vegna þurfa nauðsynlega á þeim að halda“. Heldur hann því þá fram að börnin sem nú bíða eftir plássum þurfi ekki á þeim að halda? Það geta því ekki talist góð vinnubrögð að halda 40 plássum auðum. Það er alveg ljóst af yfirlýsingum meirihlutans að þau vilja ekki byrja að innrita börn fædd 2010 strax. Verður helst ráðið að þau vilji ekki innrita börn fædd 2010 í leikskóla fyrr en haustið 2012. En þá verður bróðurpartur barnanna orðinn tveggja ára. Fram að þeim tíma lætur meirihlutinn í Reykjavík sér það hins vegar í léttu rúmi liggja þó að laus pláss séu á leikskólum borgarinnar. Þetta er að mínu mati stöðnun. Áðurnefndur borgarfulltrúi hélt því fullum fetum fram í útvarpsviðtali að Reykjavíkurborg væri á góðum stað – að leikskólamálin væru á góðum stað í dag. Það get ég ekki tekið undir og allra síst nú eftir seinkun innritunar barna, sameiningar leikskóla, fækkun stjórnendastaða, minni undirbúningstíma starfsmanna og almennan niðurskurð í leikskólum. Þetta er nefnilega ekki spurning um fjármagn heldur forgangsröðun og það er sorglegt að sjá kjörna fulltrúa skýla sér á bak við „bága fjárhagsstöðu borgarinnar“ þegar þeir þurfa að svara fyrir afturför í málefnum barna í leikskólum. Stefna meirihlutans í borginni ber vott um fádæma skilningsleysi á grunnstoðum og innviðum samfélagsins. Reykvíkingar hafa fengið að finna tilfinnanlega fyrir því á eigin skinni og ekki er útséð með áhrifin af vondum ákvarðanatökum. Hann er því holur hljómurinn í kosningaloforði Besta flokksins um skemmtilegri leikskóla og mér er það til efs að menntamál borgarinnar eigi sér skjól í faðmi Samfylkingarinnar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun