Hlýjar minningar frá hernámi 13. nóvember 2011 06:00 Systurnar á Gunnarshólma skemmtu sér oft við stífluna í Hólmsá, þar sem myndin er tekin, stungu sér í hylinn og ærsluðust. Lengst til vinstri á myndinni, með klút á höfði, stendur Sigríður. Við hlið hennar er Sigríður Bjarnadóttir kaupakona og þá Guðríður. Fyrir framan þær situr sögukonan Auður á hækjum sér. Mynd/Emil Edgren Einu sinni, þegar Ísland var hernumið land, bjuggu fimm systur á bænum Gunnarshólma í Kópavogi. Systurnar, sem voru hver annarri kátari og uppátækjasamari, bjuggu við áhyggjulaust og frjálslegt líf í íslenskri sveit. Á sama tíma bjuggu jafnaldrar þeirra í Evrópu við stríð. Systurnar léku sér oft að því að synda og ærslast við stíflu sem faðir þeirra hafði byggt í Hólmsá. Bandaríski herljósmyndarinn Emil Edgren frétti af sundferðunum og fékk leyfi til að mynda systurnar við leikinn. Nú, tæpum sjötíu árum síðar, prýðir ein myndanna forsíðu nýútkominnar bókar með ljósmyndum Edgrens frá Íslandi. Myndirnar sýna fólk við hversdagslega iðju á Íslandi. Þær skapa ótrúlega andstæðu við ljósmyndir frá stríðshrjáðri Evrópu á sama tíma. Hermenn á hverju stráiEmil Edgren ljósmyndariBærinn Gunnarshólmi blasir við ferðalöngum á leiðinni austur fyrir fjall. Þetta stóra og fallega býli byggðu foreldrar systranna, hjónin Gunnar Sigurðsson, frá Fossi á Skaga, og Margrét Gunnarsdóttir, sem var ættuð úr Langadal, árið 1928. Þar bjó fjölskyldan, auk einnar ömmu, Guðríðar Einarsdóttur. Þar var jafnan líka nokkur fjöldi vinnufólks, en í heildina bjuggu á bilinu 20 og 25 manns á Gunnarshólma, þegar mest var að gera á sumrin. Á stríðsárunum byggðust upp braggahverfi, svokallaðir kampar, allt í kringum Gunnarshólma. Þeir voru meðal annars uppi á Lögbergi, á Geithálsi og á Baldurshaga niðri við Rauðavatn. Systurnar ólust því upp við að sjá hermenn á hverju strái, í orðsins fyllstu merkingu. Kátar og áhyggjulausar stelpurGuðríður, Gyða, Sigríður, Auður og Edda.Í dag eru systurnar fimm á áttræðis- og níræðisaldri og allar enn þá „kátar og ágætar" eins og Auður, sú næstyngsta í hópnum, segir. Sjálf fæddist hún árið 1931 og var því níu ára þegar Ísland var hernumið af Bretum. Þrjár systranna voru eldri, þær Gyða, Guðríður og Sigríður, og ein yngri, Edda. „Við fengum að vera fimm kátar og áhyggjulausar stelpur á Gunnarshólma," rifjar Auður upp með blik í auga. Það er greinilegt að henni þykir ljúft að rifja upp æskuárin, enda ólust þær systur upp við mikið frelsi og traust foreldra sinna. „Ég vissi ekki fyrr en á fullorðinsárum hvaða silfurskeið ég hafði fæðst með í munni og fylltist þá þakklæti yfir því," segir Auður. Stelpurnar þvældumst um landið þegar þær áttu lausar stundir, sem voru fleiri heldur en vinnustundirnar. Þær fóru oft að stíflunni, stungu sér í hylinn og hlupu yfir stífluna. „Hólmsáin var bæði notuð til leikja og baða. Ég man sérstaklega eftir því að þegar kom hressileg rigning fórum við beint í sundfötin og hlupum út. Í dag er Hólmsáin aftur notuð til leikja, en sonur okkar býr á bænum með sinni fjölskyldu," segir Auður og brosir. Henni þykir vænt um að hafa æskuheimilið áfram í fjölskyldunni. Sterk fyrirmyndSysturnar fimm hafa alla tíð staðið þétt saman.Mynd úr einkasafniAuður á ekki annað en hlýjar minningar um hernámið. „Þetta er falleg minning í mínum huga. Hermennirnir voru allt í kringum okkur og voru afar kurteisir menn. Það gætu sjálfsagt komið fimm mismunandi útgáfur af þessari sögu, en barnsminni mitt er í það minnsta mjög jákvætt." Hún segir að Gunnarshólmi hafi haft mikið aðdráttarafl, enda hafi þar jafnan verið fjöldi fólks og mikil kátína í loftinu. „Mamma var létt í skapi, en á sama tíma stjórnaði hún öllu og var mikill hershöfðingi. Hún var á undan sinni samtíð. Pabbi fór í bæinn í sína búð snemma á morgnana, svo það var mamma sem stjórnaði. Veðurfréttir voru bannaðar á stríðsárunum, en mamma þurfti ekki annað en að líta til himins til að vita hvernig veðrið yrði. Út frá því gaf hún fyrirmæli um hvort ætti að slá, heyja eða eitthvað annað þann daginn. Hún hefði verið kölluð kvenremba ef við höfðum átt það orð til þá." Margir Reykvíkingar af eldri kynslóðinni muna eftir föður þeirra systra, Gunnari, sem rak kjötbúð í húsinu Von á Laugaveginum. Þar bjó fjölskyldan öll á veturna, þegar stelpurnar gengu í skóla. Eftir stríð réðust eldri systurnar, þær Gyða og Guðríður, líka í verslunarrekstur á neðri hæðinni, og stofnuðu Dömu- og herrabúðina sem margir muna eftir. Heimsveldið stöðvaðÞað varð fljótt hversdagslegur þáttur í lífi fólksins á Gunnarshólma að sjá hermönnum bregða fyrir. Á haustin fylltust móarnir af hermönnum í berjamó og stundum komu þeir að bænum til að biðja um sveitamjólk að drekka, enda margir hverjir sveitastrákar sjálfir. Heimilisfólkið fylgdist líka stundum með hermönnunum við æfingar úti á túni, þar sem þeir marseruðu í hópum eins og hermanna er von. Það var á einni slíkri æfingu sem heimilisfaðirinn bauð breska heimsvaldinu birginn. Það var snemma morguns, þegar fjölskyldan var að vakna til lífsins, að hópur hermanna kom marserandi inn túnið og gerði sig líklegan til að vaða yfir stóran kartöflugarð sem var nýbúið að setja niður í. Þetta lét bóndinn ekki yfir sig ganga og hræddist ekki hermennina með sína brugðnu byssustingi. Hann æddi út, á föðurlandinu einum fata, og stöðvaði hersinguna. Við þetta varð mikið uppistand hjá konunum í húsinu, sem bæði skömmuðust sín og voru um leið dauðhræddar. Hermennirnir hörfuðu og síðan hefur verið haft fyrir satt að þarna hafi íslenski bóndinn, sem var að verja heimili sitt, börn og bú, stöðvað framgang breska heimsveldisins á einu augabragði. Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Einu sinni, þegar Ísland var hernumið land, bjuggu fimm systur á bænum Gunnarshólma í Kópavogi. Systurnar, sem voru hver annarri kátari og uppátækjasamari, bjuggu við áhyggjulaust og frjálslegt líf í íslenskri sveit. Á sama tíma bjuggu jafnaldrar þeirra í Evrópu við stríð. Systurnar léku sér oft að því að synda og ærslast við stíflu sem faðir þeirra hafði byggt í Hólmsá. Bandaríski herljósmyndarinn Emil Edgren frétti af sundferðunum og fékk leyfi til að mynda systurnar við leikinn. Nú, tæpum sjötíu árum síðar, prýðir ein myndanna forsíðu nýútkominnar bókar með ljósmyndum Edgrens frá Íslandi. Myndirnar sýna fólk við hversdagslega iðju á Íslandi. Þær skapa ótrúlega andstæðu við ljósmyndir frá stríðshrjáðri Evrópu á sama tíma. Hermenn á hverju stráiEmil Edgren ljósmyndariBærinn Gunnarshólmi blasir við ferðalöngum á leiðinni austur fyrir fjall. Þetta stóra og fallega býli byggðu foreldrar systranna, hjónin Gunnar Sigurðsson, frá Fossi á Skaga, og Margrét Gunnarsdóttir, sem var ættuð úr Langadal, árið 1928. Þar bjó fjölskyldan, auk einnar ömmu, Guðríðar Einarsdóttur. Þar var jafnan líka nokkur fjöldi vinnufólks, en í heildina bjuggu á bilinu 20 og 25 manns á Gunnarshólma, þegar mest var að gera á sumrin. Á stríðsárunum byggðust upp braggahverfi, svokallaðir kampar, allt í kringum Gunnarshólma. Þeir voru meðal annars uppi á Lögbergi, á Geithálsi og á Baldurshaga niðri við Rauðavatn. Systurnar ólust því upp við að sjá hermenn á hverju strái, í orðsins fyllstu merkingu. Kátar og áhyggjulausar stelpurGuðríður, Gyða, Sigríður, Auður og Edda.Í dag eru systurnar fimm á áttræðis- og níræðisaldri og allar enn þá „kátar og ágætar" eins og Auður, sú næstyngsta í hópnum, segir. Sjálf fæddist hún árið 1931 og var því níu ára þegar Ísland var hernumið af Bretum. Þrjár systranna voru eldri, þær Gyða, Guðríður og Sigríður, og ein yngri, Edda. „Við fengum að vera fimm kátar og áhyggjulausar stelpur á Gunnarshólma," rifjar Auður upp með blik í auga. Það er greinilegt að henni þykir ljúft að rifja upp æskuárin, enda ólust þær systur upp við mikið frelsi og traust foreldra sinna. „Ég vissi ekki fyrr en á fullorðinsárum hvaða silfurskeið ég hafði fæðst með í munni og fylltist þá þakklæti yfir því," segir Auður. Stelpurnar þvældumst um landið þegar þær áttu lausar stundir, sem voru fleiri heldur en vinnustundirnar. Þær fóru oft að stíflunni, stungu sér í hylinn og hlupu yfir stífluna. „Hólmsáin var bæði notuð til leikja og baða. Ég man sérstaklega eftir því að þegar kom hressileg rigning fórum við beint í sundfötin og hlupum út. Í dag er Hólmsáin aftur notuð til leikja, en sonur okkar býr á bænum með sinni fjölskyldu," segir Auður og brosir. Henni þykir vænt um að hafa æskuheimilið áfram í fjölskyldunni. Sterk fyrirmyndSysturnar fimm hafa alla tíð staðið þétt saman.Mynd úr einkasafniAuður á ekki annað en hlýjar minningar um hernámið. „Þetta er falleg minning í mínum huga. Hermennirnir voru allt í kringum okkur og voru afar kurteisir menn. Það gætu sjálfsagt komið fimm mismunandi útgáfur af þessari sögu, en barnsminni mitt er í það minnsta mjög jákvætt." Hún segir að Gunnarshólmi hafi haft mikið aðdráttarafl, enda hafi þar jafnan verið fjöldi fólks og mikil kátína í loftinu. „Mamma var létt í skapi, en á sama tíma stjórnaði hún öllu og var mikill hershöfðingi. Hún var á undan sinni samtíð. Pabbi fór í bæinn í sína búð snemma á morgnana, svo það var mamma sem stjórnaði. Veðurfréttir voru bannaðar á stríðsárunum, en mamma þurfti ekki annað en að líta til himins til að vita hvernig veðrið yrði. Út frá því gaf hún fyrirmæli um hvort ætti að slá, heyja eða eitthvað annað þann daginn. Hún hefði verið kölluð kvenremba ef við höfðum átt það orð til þá." Margir Reykvíkingar af eldri kynslóðinni muna eftir föður þeirra systra, Gunnari, sem rak kjötbúð í húsinu Von á Laugaveginum. Þar bjó fjölskyldan öll á veturna, þegar stelpurnar gengu í skóla. Eftir stríð réðust eldri systurnar, þær Gyða og Guðríður, líka í verslunarrekstur á neðri hæðinni, og stofnuðu Dömu- og herrabúðina sem margir muna eftir. Heimsveldið stöðvaðÞað varð fljótt hversdagslegur þáttur í lífi fólksins á Gunnarshólma að sjá hermönnum bregða fyrir. Á haustin fylltust móarnir af hermönnum í berjamó og stundum komu þeir að bænum til að biðja um sveitamjólk að drekka, enda margir hverjir sveitastrákar sjálfir. Heimilisfólkið fylgdist líka stundum með hermönnunum við æfingar úti á túni, þar sem þeir marseruðu í hópum eins og hermanna er von. Það var á einni slíkri æfingu sem heimilisfaðirinn bauð breska heimsvaldinu birginn. Það var snemma morguns, þegar fjölskyldan var að vakna til lífsins, að hópur hermanna kom marserandi inn túnið og gerði sig líklegan til að vaða yfir stóran kartöflugarð sem var nýbúið að setja niður í. Þetta lét bóndinn ekki yfir sig ganga og hræddist ekki hermennina með sína brugðnu byssustingi. Hann æddi út, á föðurlandinu einum fata, og stöðvaði hersinguna. Við þetta varð mikið uppistand hjá konunum í húsinu, sem bæði skömmuðust sín og voru um leið dauðhræddar. Hermennirnir hörfuðu og síðan hefur verið haft fyrir satt að þarna hafi íslenski bóndinn, sem var að verja heimili sitt, börn og bú, stöðvað framgang breska heimsveldisins á einu augabragði.
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“