Ég er kúgaður millistéttarauli! Karl Sigfússon skrifar 10. nóvember 2011 07:30 Það er því miður bláköld staðreynd að ég er kúgaður millistéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef ég verið kúgaður af lánastofnunum og stjórnvöldum. Í efnahagsþrengingum landsins hef ég eins og aðrir mátt þola kaupmáttarrýrnun upp á tugi prósenta og skattahækkanir. Því til viðbótar (og það vegur þyngst) hef ég verið rændur af Íbúðalánasjóði gegnum verðtryggingarákvæði lána. Til að bæta gráu ofan á svart hef ég, kúgaði millistéttaraulinn, verið skilinn út undan á meðan útvöldum þjóðfélagshópum hefur verið rétt hjálparhönd með ýmsum hætti. Það er staðreynd að skuldaúrræði þau sem boðið hefur verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna fela í sér umfangsmikla og ósanngjarna mismunun. Úrræðin verðlauna fjármálaskussa á kostnað hinna hagsýnu og ábyrgu. Þeir sem skuldsettu hús sín í topp fá lán sín afskrifuð á meðan þeir sem settu sparifé sitt í fasteignakaup og stilltu skuldsetningu í hóf neyðast til að horfa upp á sparifé sitt brenna upp til agna. Þegar við hjónin keyptum okkur hús vorið 2006 tókum við lán fyrir um 65% af virði hússins, sem á þeim tíma þótti hófleg skuldsetning. Við tókum þá ákvörðun að skuldsetja okkur eins lítið og mögulegt var og setja í staðinn allt okkar sparifé í fasteignina eins og tíðkast hefur hér á landi um áratuga skeið. Einnig vorum við íhaldssöm hvað varðar erlenda skuldsetningu og tókum ¾ hluta lánsins í íslensku verðtyggðu láni frá Íbúðalánasjóði. Eftir á að hyggja er þetta versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Síðastliðin þrjú ár hef ég horft á allt sparifé fjölskyldunnar brenna upp til agna – allt saman! Fasteignin hefur lækkað í verði um 15% og lánin hækkað um 40% sem í stuttu máli merkir að við skuldum í dag um 107% af virði fasteignarinnar samkvæmt mati viðskiptabanka okkar. Fasteign sem við keyptum fyrir fjórum árum með 65% skuldsetningu. Árið 2006 stóðu okkur til boða aðrir valkostir en sá sem við völdum. Við hefðum til að mynda getað farið „eyðslu- og glamúrleiðina", það er, skuldsett okkur í botn með erlendu láni, að sjálfsögðu - fyllt húsið af tímalausum hágæðahúsgögnum, tækjum og tólum og jafnvel farið til útlanda einu sinni á ári fyrir afganginn. Hefðum við farið á slíkt „eyðslufyllerí" væri staða okkar síst verri en hún er í dag og í raun betri. Skuldastaða okkar væri 110%, þökk sé Árna Páli og hinni umtöluðu 110% afskriftarreglu. Því til viðbótar hefðum við ekki þurft að greiða nema hluta afborgana af okkar erlenda láni í tvö til þrjú síðastliðin ár sökum óvissu um lögmæti þeirra. Við værum trygg með lága óverðtryggða vexti af húsnæðislánum næstu 5 árin og sennilega sætum við hólpin í rándýrum hönnunarhúsgögnum úr Epal. Ekki slæmt það! Þegar horft er til þeirra úrræða sem stjórnvöld hafa boðið upp á til að vinna á skuldavanda heimilanna er ljóst að mér er refsað fyrir að sýna hagsýni og varkárni í fjármálum á meðan hinum óábyrgu er bjargað á minn kostnað. Mér finnst að ég sé hafður að fífli fyrir það eitt að hafa lagt allt kapp á að standa við allar fjáhagslegar skuldbindingar mínar, þrátt fyrir breyttar efnahagslegar forsendur. Hvaða skilaboð er verið að senda mér og afkomendum mínum varðandi réttlæti, ábyrgð og heiðarleika sem undirstöðugildi í lýðræðissamfélagi? Mér líður eins og aula! Hvað með ykkur hin – eruð þið sátt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er því miður bláköld staðreynd að ég er kúgaður millistéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef ég verið kúgaður af lánastofnunum og stjórnvöldum. Í efnahagsþrengingum landsins hef ég eins og aðrir mátt þola kaupmáttarrýrnun upp á tugi prósenta og skattahækkanir. Því til viðbótar (og það vegur þyngst) hef ég verið rændur af Íbúðalánasjóði gegnum verðtryggingarákvæði lána. Til að bæta gráu ofan á svart hef ég, kúgaði millistéttaraulinn, verið skilinn út undan á meðan útvöldum þjóðfélagshópum hefur verið rétt hjálparhönd með ýmsum hætti. Það er staðreynd að skuldaúrræði þau sem boðið hefur verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna fela í sér umfangsmikla og ósanngjarna mismunun. Úrræðin verðlauna fjármálaskussa á kostnað hinna hagsýnu og ábyrgu. Þeir sem skuldsettu hús sín í topp fá lán sín afskrifuð á meðan þeir sem settu sparifé sitt í fasteignakaup og stilltu skuldsetningu í hóf neyðast til að horfa upp á sparifé sitt brenna upp til agna. Þegar við hjónin keyptum okkur hús vorið 2006 tókum við lán fyrir um 65% af virði hússins, sem á þeim tíma þótti hófleg skuldsetning. Við tókum þá ákvörðun að skuldsetja okkur eins lítið og mögulegt var og setja í staðinn allt okkar sparifé í fasteignina eins og tíðkast hefur hér á landi um áratuga skeið. Einnig vorum við íhaldssöm hvað varðar erlenda skuldsetningu og tókum ¾ hluta lánsins í íslensku verðtyggðu láni frá Íbúðalánasjóði. Eftir á að hyggja er þetta versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Síðastliðin þrjú ár hef ég horft á allt sparifé fjölskyldunnar brenna upp til agna – allt saman! Fasteignin hefur lækkað í verði um 15% og lánin hækkað um 40% sem í stuttu máli merkir að við skuldum í dag um 107% af virði fasteignarinnar samkvæmt mati viðskiptabanka okkar. Fasteign sem við keyptum fyrir fjórum árum með 65% skuldsetningu. Árið 2006 stóðu okkur til boða aðrir valkostir en sá sem við völdum. Við hefðum til að mynda getað farið „eyðslu- og glamúrleiðina", það er, skuldsett okkur í botn með erlendu láni, að sjálfsögðu - fyllt húsið af tímalausum hágæðahúsgögnum, tækjum og tólum og jafnvel farið til útlanda einu sinni á ári fyrir afganginn. Hefðum við farið á slíkt „eyðslufyllerí" væri staða okkar síst verri en hún er í dag og í raun betri. Skuldastaða okkar væri 110%, þökk sé Árna Páli og hinni umtöluðu 110% afskriftarreglu. Því til viðbótar hefðum við ekki þurft að greiða nema hluta afborgana af okkar erlenda láni í tvö til þrjú síðastliðin ár sökum óvissu um lögmæti þeirra. Við værum trygg með lága óverðtryggða vexti af húsnæðislánum næstu 5 árin og sennilega sætum við hólpin í rándýrum hönnunarhúsgögnum úr Epal. Ekki slæmt það! Þegar horft er til þeirra úrræða sem stjórnvöld hafa boðið upp á til að vinna á skuldavanda heimilanna er ljóst að mér er refsað fyrir að sýna hagsýni og varkárni í fjármálum á meðan hinum óábyrgu er bjargað á minn kostnað. Mér finnst að ég sé hafður að fífli fyrir það eitt að hafa lagt allt kapp á að standa við allar fjáhagslegar skuldbindingar mínar, þrátt fyrir breyttar efnahagslegar forsendur. Hvaða skilaboð er verið að senda mér og afkomendum mínum varðandi réttlæti, ábyrgð og heiðarleika sem undirstöðugildi í lýðræðissamfélagi? Mér líður eins og aula! Hvað með ykkur hin – eruð þið sátt?
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar