Hvað kostar velferðartryggingin? Jón Þór Ólafsson skrifar 9. nóvember 2011 06:00 Allt er til staðar til að við getum lifað við mikla velferð á Íslandi. Hátt menntastig og gott verkvit, miklar auðlindir á hvert mannsbarn, fín atvinnutæki og ágætt samgöngukerfi. Allt er til staðar nema regluverk sem tryggir að spilling eigi erfitt uppdráttar og sé auðvelt að uppræta. Án slíkra reglna verður aldrei nema tímabundin velmegun og velferð á Íslandi. Spilling þreifst vel innan vébanda núverandi stjórnarskrár og gerir enn. Hún tryggir ekki að heiðarleg vinna skili velferð. En mun stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs koma betri böndum á spillingu? Til að takmarka og uppræta misbeitingu almannavalds þarf stjórnarskrá alla vega að tryggja þessi 6 atriði: 1. Valdheimildin skal takmörkuð. Frumvarp Stjórnlagaráðs gengur skrefi lengra en núverandi stjórnarskrá við að takmarka vald svo það brjóti ekki mannréttindi. Við það bætist að tíu prósent kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um þau lög sem Alþingi hefur samþykkt sem ekki snerta skatta, fjárlög, ríkisborgararétt og alþjóðasamninga (65. og 67. gr.). Forsetinn heldur óskertum málskotsrétti og getur áfram sent öll lög þingsins til þjóðarinnar (60. gr.). Þetta er töluverð takmörkun á valdheimild ráðamanna. 2. Valdaframsal skal vera lýðræðislegt. Í dag geta kjósendur valið milli flokka sem fá atkvæði m.a. í krafti fjármagns frá fyrirtækjum. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs hafa kjósendur bæði val á milli flokka og frambjóðenda (39. gr.). Kjósendur geta líka átt frumkvæði að lögum sem sett skulu í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þó þarf ekki að vera bindandi (66. og 67. gr.). Flestir landsmenn vilja að lög um fjármál stjórnmálaflokka banni fyrirtækjum að styrkja flokka og frambjóðendur. Þar sem kjósendur geta valið persónur verður hættulegt fyrir þingmenn að hafna afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðis þótt hún sé ráðgefandi. Þetta þýðir lýðræðislegra valdaframsal með meira vali kjósenda og minni áhrifum fjármagns á endanum. 3. Valddreifing skal vera víðtæk. Löggjafarvaldið kýs í dag framkvæmdarvaldið sem svo skipar dómsvaldið. Framkvæmdarvaldið situr á þingi og foringjar stjórnarflokkanna ráða ríkjum. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er eftirlitshlutverk Alþingis aukið gagnvart ráðherrum (63. og 93. gr.), sem sitja ekki lengur á þingi, og skipan ráðherra á dómurum er háð samþykki forseta Íslands eða 2/3 hluta Alþingis (96. og 102. gr.). Þetta er ekki víðtæk valddreifing en skref í rétta átt. 4. Valdbeiting skal vera gegnsæ. Ráðamenn geta í dag af geðþótta haldið gögnum leyndum fyrir kjósendum. Með frumvarpi Stjórnlagaráðs skulu gögn í fórum stjórnvalda vera aðgengileg almenningi án undandrátta (15. gr.). Gagnsæi má þó setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi. Kjósi þingmenn að halda upplýsingum leyndum verða þeir að gera það með lögum sem við kjósendur getum hafnað og breytt. Gegnsæi valdbeitingar er vel tryggt. 5. Valdumboð skal vera afturkallanlegt. Eina leið kjósenda í dag til að kalla aftur umboð sitt eru fjöldamótmæli. Frumvarp Stjórnlagaráðs gerir ekki ráð fyrir því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæði um þingrof til að afturkalla valdumboð sitt. Hins vegar getur þjóðin stöðvað að miklu störf Alþingis með neitunarvaldi sínu svo þingmenn eigi þann kost skástan að reka ríkisstjórnina eða rjúfa þing (91. og 73. gr.). Valdumboð verður áfram ekki formlega afturkallanlegt en óformlega verður það auðveldara. 6. Valdsmisnotkun skal vera refsiverð. Í dag þarf meirihluti þingmanna að samþykkja ákæru vegna valdsmisnotkunar. Landsdómur dæmir svo til refsingar. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs skipar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis saksóknara sem getur ákært ráðherra fyrir embættisbrot (95. gr.). Lög, sem kjósendur geta samið og samþykkt, skulu svo ákveða hver sé ábyrgð embættisbrjóta. Þetta er hænuskref sem óljóst er hvort nokkru breyti í raun. Með nýju stjórnarskránni getum við kjósendur þar að auki samið og samþykkt lög um fjölmiðla, kvótakerfið og verðtryggingu. Nýja stjórnarskráin er velferðartrygging og hún kostar þig bara: 1. Þrýsting á þingmenn um að setja frumvarp Stjórnlagaráðs óbreytt í þjóðaratkvæðagreiðslu og að gefnu samþykki þjóðarinnar að kjósa með frumvarpinu fyrir næstu kosningar. 2. Ef þingmenn verða ekki við óskum kjósenda þurfum við að þrýsta á fyrrum Stjórnlagaráðsliða að bjóða fram í næstu alþingiskosningum. 3. Að kjósa svo með frumvarpi Stjórnlagaráðs, eða framboði ráðsliða ef þess er þörf. Nýja stjórnarskráin gerir okkur mögulegt að lifa við velferð í landinu okkar. Hún er ekki fullkomin en hún er góð velferðartrygging og góð kaup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Allt er til staðar til að við getum lifað við mikla velferð á Íslandi. Hátt menntastig og gott verkvit, miklar auðlindir á hvert mannsbarn, fín atvinnutæki og ágætt samgöngukerfi. Allt er til staðar nema regluverk sem tryggir að spilling eigi erfitt uppdráttar og sé auðvelt að uppræta. Án slíkra reglna verður aldrei nema tímabundin velmegun og velferð á Íslandi. Spilling þreifst vel innan vébanda núverandi stjórnarskrár og gerir enn. Hún tryggir ekki að heiðarleg vinna skili velferð. En mun stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs koma betri böndum á spillingu? Til að takmarka og uppræta misbeitingu almannavalds þarf stjórnarskrá alla vega að tryggja þessi 6 atriði: 1. Valdheimildin skal takmörkuð. Frumvarp Stjórnlagaráðs gengur skrefi lengra en núverandi stjórnarskrá við að takmarka vald svo það brjóti ekki mannréttindi. Við það bætist að tíu prósent kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um þau lög sem Alþingi hefur samþykkt sem ekki snerta skatta, fjárlög, ríkisborgararétt og alþjóðasamninga (65. og 67. gr.). Forsetinn heldur óskertum málskotsrétti og getur áfram sent öll lög þingsins til þjóðarinnar (60. gr.). Þetta er töluverð takmörkun á valdheimild ráðamanna. 2. Valdaframsal skal vera lýðræðislegt. Í dag geta kjósendur valið milli flokka sem fá atkvæði m.a. í krafti fjármagns frá fyrirtækjum. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs hafa kjósendur bæði val á milli flokka og frambjóðenda (39. gr.). Kjósendur geta líka átt frumkvæði að lögum sem sett skulu í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þó þarf ekki að vera bindandi (66. og 67. gr.). Flestir landsmenn vilja að lög um fjármál stjórnmálaflokka banni fyrirtækjum að styrkja flokka og frambjóðendur. Þar sem kjósendur geta valið persónur verður hættulegt fyrir þingmenn að hafna afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðis þótt hún sé ráðgefandi. Þetta þýðir lýðræðislegra valdaframsal með meira vali kjósenda og minni áhrifum fjármagns á endanum. 3. Valddreifing skal vera víðtæk. Löggjafarvaldið kýs í dag framkvæmdarvaldið sem svo skipar dómsvaldið. Framkvæmdarvaldið situr á þingi og foringjar stjórnarflokkanna ráða ríkjum. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er eftirlitshlutverk Alþingis aukið gagnvart ráðherrum (63. og 93. gr.), sem sitja ekki lengur á þingi, og skipan ráðherra á dómurum er háð samþykki forseta Íslands eða 2/3 hluta Alþingis (96. og 102. gr.). Þetta er ekki víðtæk valddreifing en skref í rétta átt. 4. Valdbeiting skal vera gegnsæ. Ráðamenn geta í dag af geðþótta haldið gögnum leyndum fyrir kjósendum. Með frumvarpi Stjórnlagaráðs skulu gögn í fórum stjórnvalda vera aðgengileg almenningi án undandrátta (15. gr.). Gagnsæi má þó setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi. Kjósi þingmenn að halda upplýsingum leyndum verða þeir að gera það með lögum sem við kjósendur getum hafnað og breytt. Gegnsæi valdbeitingar er vel tryggt. 5. Valdumboð skal vera afturkallanlegt. Eina leið kjósenda í dag til að kalla aftur umboð sitt eru fjöldamótmæli. Frumvarp Stjórnlagaráðs gerir ekki ráð fyrir því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæði um þingrof til að afturkalla valdumboð sitt. Hins vegar getur þjóðin stöðvað að miklu störf Alþingis með neitunarvaldi sínu svo þingmenn eigi þann kost skástan að reka ríkisstjórnina eða rjúfa þing (91. og 73. gr.). Valdumboð verður áfram ekki formlega afturkallanlegt en óformlega verður það auðveldara. 6. Valdsmisnotkun skal vera refsiverð. Í dag þarf meirihluti þingmanna að samþykkja ákæru vegna valdsmisnotkunar. Landsdómur dæmir svo til refsingar. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs skipar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis saksóknara sem getur ákært ráðherra fyrir embættisbrot (95. gr.). Lög, sem kjósendur geta samið og samþykkt, skulu svo ákveða hver sé ábyrgð embættisbrjóta. Þetta er hænuskref sem óljóst er hvort nokkru breyti í raun. Með nýju stjórnarskránni getum við kjósendur þar að auki samið og samþykkt lög um fjölmiðla, kvótakerfið og verðtryggingu. Nýja stjórnarskráin er velferðartrygging og hún kostar þig bara: 1. Þrýsting á þingmenn um að setja frumvarp Stjórnlagaráðs óbreytt í þjóðaratkvæðagreiðslu og að gefnu samþykki þjóðarinnar að kjósa með frumvarpinu fyrir næstu kosningar. 2. Ef þingmenn verða ekki við óskum kjósenda þurfum við að þrýsta á fyrrum Stjórnlagaráðsliða að bjóða fram í næstu alþingiskosningum. 3. Að kjósa svo með frumvarpi Stjórnlagaráðs, eða framboði ráðsliða ef þess er þörf. Nýja stjórnarskráin gerir okkur mögulegt að lifa við velferð í landinu okkar. Hún er ekki fullkomin en hún er góð velferðartrygging og góð kaup.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun